NÝ HLJÓÐBÓK - ÞJÓÐSÖGUR AF STRÖNDUM

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út hljóðbókina Þjóðsögur af Ströndum. Þetta er fjórða hljóðbókin sem leikhúsið gefur út en hinar fyrri eru Þjóðsögur úr Vesturbyggð, Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ og loks Þjóðsögur úr Bolungarvík. Sú fyrsta er uppseld og aðeins eru örfá eintök eftir að Þjóðsögum úr Ísafjarðarbæ. Það má því með sanni segja að hljóðbækurnar hafi hitt í mark enda er hér um að ræða vandaða útgáfu á gömlu góðu íslensku þjóðsögunum.
Strandir eru mjög fægt og þekkt þjóðsagnasvæði þar sem álfar, draugar, tröll og ýmsar furðuverur hafa verið á sveimi lengur en elstu menn muna. Á þessari hljóðbók, Þjóðsögur af Ströndum, les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval sagna af Ströndum sem sótt eru í þjóðsagnasöfn Arngríms F. Bjarnasonar, Helga Guðmundssonar og Jóns Árnasonar. Sögunum er skipt niður í fimm flokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Tröllasögur og loks Ýmsar sagnir. Þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins hafa fengið úrvals góðar viðtökur og víst er að Þjóðsögur af Ströndum er enn ein perlan í hljóðbókaútgáfu leikhússins. Hljóðbækur Kómedíuleikhússins fást  í vefverslunni á www.komedia.is . Einnig í verslunum Eymundsson, Galdrasafninu á Ströndum, Orkusteini á Ísafirði, Vegamótum á Bíldudal og víða um landið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband