JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR Í TJÖRUHÚSINU UM HELGINA

Jólaleikritið sívinsæla Jólasveinar Grýlusynir verður sýnt núna um helgina í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Sýnt verður á laugardag og sunnudag og hefjast báðar sýningarnar kl.14. Miðasala er í fullum gangi hér á vefnum undir liðnum Kaupa miða. Rétt er að geta þess að þetta eru síðustu sýningar á Jólasveinum Grýlusonum þessi jólin. En þráðurinn verður svo tekinn upp að nýju um næstu jól og verður áfram ferðast um landið og miðinn með leikinn enda hafa viðtökur verið framar öllum vonum. Jólasveinar Grýlusynir voru frumsýndir fyrir síðustu jól og hafa nú verið sýndar 30 sýningar sem telst nokkuð gott þar sem sýningartímabilið er aðeins einn mánuður árlega. Höfundar leikverksins eru þau Elfar Logi Hannesson og Soffía Vagnsdóttir sá fyrrnefndi er einnig leikari og sú síðarnefnda er leikstýra. Höfundur tónlistar er Hrólfur Vagnsson og Marsbil G. Kristjánsdóttir hannaði leikmynd og gerði jólasveinana sem þykja sérlega glæsilegir. Gaman er að geta þessi að þessi sami hópur vinnu nú að nýju leikverki sem verður frumsýnt í byrjun næsta árs. Nánar verður fjallað um verkefnið þegar nær dregur frumsýningu. Nú er bara að skella sér í jólaleikhúsið í Tjörunni og kikka á Jólasveina Grýlusyni um helgina. Kómedíuleikhúsið óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir frábært ár í leikhúsinu á árinu sem er að líða. Hlökkum mikið til að hitta ykkur öll á nýju og spennandi leikhúsári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband