AUÐUN OG ÍSBJÖRNINN Í HAUKADAL Á SUNNUDAG

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið vinsæla Auðun og ísbjörninn á Gíslastöðum, samkomuhúsinu, í Haukadal. Sýnt verður á sunnudag, 3. maí, og hefst sýningin kl.15. Miðasölusími er 891 7025 en einnig er hægt að panta miða á heimasíðu leikhússins www.komedia.is Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og hlotið afbragðs góðar viðtökur áhorfenda. Leikritið Auðun og ísbjörninn er byggt á Íslendingaþættinum Auðunar þáttur vestfirzka sem er án efa besti og vinsælasti allra Íslendingaþátta. Hér segir frá bóndastrák frá Vestfjörðum sem leggst í víking og á vegi hans verður taminn ísbjörn. Auðun ákveður að gefa Sveini Danakonungi ísbjörninn og hefst þá ævintýralegt ferðalag piltsins og bjarnarins. Höfundur og leikstjóri er Soffía Vagnsdóttir og leikari er Elfar Logi Hannesson. Tónlistin í leiknum er eftir Hrólf Vagnsson en Bára Grímsdóttir og Steindór Andersen flytja söngvana. Höfundar leikmyndar eru Kristján Gunnarsson og Marsbil G. Kristjánsdóttir en hún hannar einnig ísbjörninn, leikmuni og leikgerfi. Búninga gerir Alda Veiga Sigurðardóttir listakona á Þingeyri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband