JÓLASKRÆÐUR Á ÍSÓ 1. - 23. DES.
30.11.2009 | 11:27
Undanfarin ár hefur Kómedíuleikhúsið tekið þátt í jólabókaflóðinu hér vestra með því að bjóða uppá Jólaskræður þar sem lesið er uppúr völdum bókum flóðsins. Í ár verður mikið lesið en það er Bókhlaðan á Ísafirði sem skaffar lestrarefnið. Jólaskræður hefjast 1. desember á veitingastaðnum Við pollinn kl.12.15 en gaman er að geta þess að boðið er uppá úrvals ,,smörrebröd" á staðnum sem er einn gamall og góður jólasiður hér á Ísó. Á fimmtudaginn tekur Kómedíuleikhúsið einnig þátt í fyrsta upplestrakvöldi Vestfirska glæpafélagsins sem verður haldið á Ömmu Habbý og hefst kl.21. Einsog nafn félagsins gefur til kynna eru glæpasögur í aðalhlutverki og verður lesið uppúr úrvali íslenskra krimma. Jólaskræður verða einnig í Bókhlöðunni á laugardag 5. des. kl.21 en þá verður mikið stuð á Ísó því þá verður einnig kveikt á jólatrénu á Silfurtorgi. Rétt er að geta þess að aðgangur að Jólaskræðum er að sjálfsögðu ókeypis einsog verið hefur frá upphafi. Jólaskræður Kómedíu annó 2009 eru:
1. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn.
3. des. kl.21.00 Vestfirska glæpafélagið Amma Habbý
5. des. kl.14.00 Bókhlaðan Ísafirði
8. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
15.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
23.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
1. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn.
3. des. kl.21.00 Vestfirska glæpafélagið Amma Habbý
5. des. kl.14.00 Bókhlaðan Ísafirði
8. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
15.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
23.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.