Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR ALLA HELGINA Á ÍSÓ
7.12.2007 | 12:55
Tvær sýningar eru á jólaleikritinu vinsæla Jólasveinar Grýlusynir í Tjöruhúsinu á Ísafirði um helgina. Sýnt verður bæði laugardag og sunnudag og hefjast sýningar klukkan 14.00. Miðasölusími er 8917025 einnig er hægt að panta á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is undir liðnum Kaupa miða. Miðaverð er aðeins 1.900.- krónur og er heitt súkkulaði og smákökur innfalið í miðaverði. Jólasveinar Grýlusynir hefur nú þegar verið leikið fimm sinnum og hefur hlotið mikið lof. Enda er hér á ferðinni vönduð sýning um gömlu íslensku jólasveinana. Mikil tónlist er í leiknum en allir jólasveinarnir þrettán taka lagið. Það er Hrólfur Vagnsson sem á heiðurinn af tónlistinni en sveinavísurnar eru eftir Soffíu Vagnsdóttur. Jólasveinarnir eru líka kómískir og skemmtilegir í hönnum listakonunnar Marsibil G. Kristjánsdóttur. Það er Elfar Logi Hanneson sem leikur en hann er jafnframt höfundur ásamt Soffíu Vagnsdóttur. Það er svo Jóhann Daníel sem sér um að lýsa ævintýrið upp einsog honum einum er lagið. Allir í leikhús um helgina.
Mynd: Halldór Sveinbjörnsson
GRÝLUKVÆÐI
7.12.2007 | 10:52
Vestfirska skáldið Eggert Ólafsson frá Svefneyjum samdi geggjað kvæði um Grýlu sem hann kallar einfaldlega Grýlukvæði og hér kemur tröllkonan umtalaða Grýla:
GRÝLUKVÆÐI
Hér er komin hún Grýla,
sem gull-leysin mól,
:,: hún er að urra' og ýla,
því af henni :,: kól.
Hún er að urra' og ýla,
því ein loppan fraus,
:,: þrjár hefur hún eftir,
en það ég ei :,: kaus.
Þrjár hefur hún heilar
og hlakkar sem örn;
:,: hún ætlar að hremma
þau íslensku :,: börn.
Það er hann Skúti Marðarsson,
hann svarði við það,
:,: að hennar skyldi' hann hyskið
höggva niður í :,: spað.
Að hann skyldi brytja það
og borða við saup;
:,: heyrði það hún Grýla
og hélt það væri :,: raup.
Heyrði það hún Grýla
og gretti sitt trýn:
:,: ekki munu þeir gráklæddu
leggja til :,: mín.
Settust að henni dísir
og sálguðu' henni þar;
:,: hróðugur var hann Skúti
og hálf-kenndur :,: var.
Þá mælti þá Tuga-sonur,
tyrrinn og blár;
:,: koma munu þau Grýlu-börn
til Íslands í :,: ár.
Koma munu þau Grýlu-börn
og kveða við dans:
:,: kyrjum við hann Skúta
og kumpána :,: hans!
Glöð urðu þau Grýlu-börn
og gengu af stað:
:,: aldrei skal þeim Íslendingum
eira við :,: það.
Ekki skal þeim Íslendingum
ævin verða löng:
:,: margan heyrða' eg óvætt,
sem undir það :,: söng.
Margan heyrða' eg annan,
sem undir tók þau hljóð:
:,: nú mun ei þeim íslensku
ævin verða :,: góð!
Afturgengin Grýla
gægist yfir mar;
:,: ekki verður hún börnunum
betri' en hún :,: var
VESTFIRSK JÓLALJÓÐ
6.12.2007 | 15:39
Kómedíuleikarinn og Jóna Símonía Bjarnadóttir verða með jólaþátt á bestu útvarpsstöðinni Rás eitt um hátíðirnar. Þar munu þau fjalla um jólin fyrir vestan og ýmsa jólasiði. Einnig verður sagt frá jólum nokkurra vestfirskra listamanna og flutt jólaljóð eftir vestfirsk skáld. Næstu daga verða birt hér á Kómíska blogginu jólaljóð úr smiðju vestfirskra skálda. Við hefjum leikinn á ljóðinu Jól eftir meistara Stein Steinarr:
Jól
Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust
á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands.
Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust
Og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns.
Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu,
og klukknahringing og messur og bænargjörð,
það er kannski heimskast og andstyggilegast af öllu,
sem upp var fundið á þessari voluðu jörð.
Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni
Í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann:
Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni.
Og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
LÍFÆÐIN VESTFIRSK ÚTVARPSSTÖÐ Í LOFTIÐ
6.12.2007 | 13:19
VERSLUNIN SPÚTNIK ÞJÓNAR EKKI LANDSBYGGÐINNI
6.12.2007 | 10:43
GJAFABRÉF Á JÓLASVEINA GRÝLUSYNI
5.12.2007 | 12:57
Jólin koma. Jólin koma. Kómedíuleikhúsið hefur hafið sölu á gjafabréfum á jólaleikritið vinsæla Jólasveinar Grýlusynir. Gjafabréfið á Grýlusynina er tilvalin gjöf í jólapakkann eða fyrir jólasveininn til að setja í skóinn eða bara til að stytta biðina fyrir jólin. Gjafabréf fyrir einn, tvo, þrjá, fjóra, tíu - þú ræður fjöldanum. Sendu okkur tölvupóst komedia@komedia.is og pantaðu gjafabréf á Jólasveina Grýlusyni. Það er góð gjóf - það er Kómísk jólagjöf.
JÓLAGJÖFIN Í ÁR ER HLJÓÐBÓK
4.12.2007 | 17:46
Hljóðbókin hefur verið að festa sig vel í sessi hér á landi síðastliðin ár. Enda er hljóðbókin frábær kostur og alltaf gaman að láta lesa fyrir sig. Það er líka hægt að taka hljóðbókina með sér hvert sem hvort heldur í sumarbústaðinn eða í bílinn. Hljóðbókin léttir líka vinnuna eða heimlisstörfin t.d. við uppvaskið. Kómedíuleikhúsið hefur verið að hasla sér völl í hljóðbókaútgáfu og hefur nú gefið út tvær hljóðbækur á þessu ári. Í vor gaf Kómedía út hljóðbókina Þjóðsögur úr Vesturbyggð og nýjasta afurðinn er hljóðbókin Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ. Kómísku hljóðbækurnar fást í verslun leikhússins á heimsíðunni www.komedia.is og verðið er alveg Kómískt eða aðeins 1.999.- kr. stykkið.
Kómedíuleikhúsið stefnir að því að gefa út tvær hljóðbækur á komandi ári. Hverjar þær verða er ekki hægt að upplýsa alveg strax en þið verðið fyrst til að vita af því.
TIL HAMINGJU HRAUNARAR UM LAND ALLT
4.12.2007 | 01:55
Hraun komin í 5 sveita úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VANTAR BÍLFAR FYRIR LISTAVERK Á ÖKULEÐINNI ÍSÓ - RVK
4.12.2007 | 01:08
Ert þú á leiðinni suður á morgun eða hinn frá ísó til rvk ef svo er ertu þá til í að taka smá listaverkapakka fyrir Kómedíuleikarann. Tekur ekki mikið pláss en vil helst ekki senda verkin í flugi en þolir samt alveg vestfirska vegi. Ef þú ert á leðinni í kaupstaðinn eða veist um einhvern sem er á leiðinni þætti mér vænt ef þú hefðir samband. Í þakkarskyni færðu gott andlegt fóður í bílinn hljóðbókina Þjóðsögur úr Vesturbyggð sem léttir aksturinn án þess þó að trufla. Hlakka til að heyra frá þér.
EKKI HÆTTA THINGEYRI PUNKTUR IS
3.12.2007 | 11:59
Nú þurfa einhverjir öflugir hugsjónarmenn á Þingeyri að stökkva til og bjarga málunum. Í morgun var nefnilega frétt um það á þeim ágæta vef www.thingeyri.is að þeir sem hafa staðið af vefnum ætli nú að láta staðar numið. Það væri algjör synd ef það gerðis því vefurinn er fjölsóttur nokkur hundruð heimsóknir á dag og mikilvægt í nútíma samfélagi að hafa einn stað þar sem finna má upplýsingar um það sem er um að vera í þorpinu hverju sinni. Auðvitað veit maður að það eru engir monnípeningar í þessu og sennilega hafa frumherjar vefsins á Þingeyri borgað með þessu þau fimm ár sem vefurinn hefur verið í loftinu. Það er fullt af hugsjónafólki á Þingeyri og nú er bara að vona að þeir sameinist um að halda áfram með Þingeyrarvefinn og halda þar með áfram að poppa upp mannlífið á Þingeyri með jafnöflugum hætti og frumherjarnir á eyrinni hafa gert síðustu fimm ár.