Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

TVEGGJA ÞJÓNN Á ÓLAFSFIRÐI Í KVÖLD

Leikfélag Siglufjarðar sýnir gamanleikinn Tveggja þjón í Tjarnarborg á Ólafsfirði í kvöld. Leikurinn hefur verið sýndur í Bíó Café á Sigló við miklar vinsældir að undanförnu. Tveggja þjónn er klassískur ítalskur gamanleikur eftir Carlo Goldoni og er samin í anda Commedíu dell'Arte leiklistarformsins sem naut mikilla vinsælda um 1550 og næstu áratugina þar á eftir. Semsagt líf og fjör

AUKASÝNING Á GÍSLA SÚRA Á PÁSKADAG

Leikhúspáskar Kómedíuleikhússins í Tjöruhúsinu á Ísafirði hófust með trompi í dag. Sýndir voru tveir af vinsælustu leikjum Kómedíu, Dimmalimm og Gísli Súrsson. Vegna fjölda áskoranna verður aukasýning á Gísla Súra á Páskadag kl.16.00. Dimmalimm verður einnig sýnt á Páskadag og hefst sú sýning tveimum tímum fyrr eða kl.14.00. Miðasala á sýningarnar er þegar hafin á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is

gísli súri 2Gísli Súri verður aftur á fjölunum á Páskadag í Tjöruhúsinu á Ísó

dimmalimm1Dimmalimm verður lika í stuði á Páskadag


UPPSELT Á TVEGGJA ÞJÓN Í KVÖLD

Leikfélag Siglufjarðar sýnir gamanleikinn vinsæla Tveggja þjón í leikstjórn Kómedíuleikarans í Bíó Café í kvöld. Og það er bara UPPSELT. Ekki örvænta því næsta sýning er á laugardag í Félagsheimilinu á Ólafsfirði. Tveggja þjónn er bráðfjörugur gamanleikur eftir ítalska leikskáldið Carlo Goldoni. Leikurinn hefur nokkrum sinnum verið settur á svið hér á landi en Leikfélag Reykjavíkur var fyrst til að flytja leikinn fyrir íslenska gónendur eitthvað um 1960 og eitthvað. Þar var Arnar Jónsson í aðalhlutverki sem þjónninn Arlechínó sem nefnist á Siglufirði Eldibrandur í uppfærslu Leikfélagsins þar í bæ.


BILLUSTOFA OPNAR KLUKKAN 15 Í DAG ALLIR VELKOMNIR

Kómedíufrúin, Marsibil G. Kristjánsdóttir, eða Billa opnar vinnustofu sína í dag kl.15.00. Billustofa verður opin næstu daga frá kl.15 - 18. Kaffi á könnunni. Fullt af glæsilegum listaverkum s.s. pennateikningar, málverk, jólasveinar á rekavið, tækifæriskort ofl ofl. Einnig verða hljóðbækur Kómedíuleikhússins til sölu ásamt öðrum varningi Kómedíu s.s. bókinni Íslenskir einleikir og Steinn Steinarr á DVD.

billa3Kómedíufrúin við eitt verka sinna

BillaPennateiknignar Billu hafa slegið í gegn og eru nokkrar teikningar til sölu á Billustofu núna um helgina


KÓMÍSKIR PÁSKAR

Það verður mikið um að vera hjá Kómedíuleikhúsinu um páskana. Einsog allir vita þá er hin árlega Skíðavika á Ísó haldin um páska er einmitt verið að setja hana núna á Silfurtorgi. Kómedía tekur að sjálfsögðu virkan þátt í festivalinu og verður með sannkallaða leikhúspáska í Tjöruhúsinu. Sýndir verða tveir vinsælir leikir úr smiðju leikhússins. Leikhúsveislan hefst á föstudaginn langa þegar Dimmalimm verður á fjölunum í Tjörunni í Neðsta og hefst sýningin kl.14. Dimmalimm hefur verið sýnt um land allt og líka í úttlöndum enda er hér á ferðinni vönduð sýning fyrir börn á öllum aldri. En á þessum langa föstudegi verður Gísli Súrsson líka á fjölunum og hefst sú sýning kl.16. Gísli er án efa vinsælasti leikur Kómedíuleikhússins og hefur tvívegis verið verðlaunaður á leiklistarhátíðum erlendis og eru sýningar að nálgast 170 sem er náttúrulega alveg Kómískt met. Önnur sýning á Dimmalimm verður á páskadag kl.14. Miðasla á leikhúspáska Kómedíu eru á heimasíðunni www.komedia.is Einnig er gaman að geta þess að Kómedíuleikarinn verður með sérstakan páskaútvarpsþátt á Rás eitt á skírdag kl.14.00. Þátturinn nefnist Hátíð hátíðanna, afhverju höldum við páska? og er í umsjón þess Kómíska og Jónu Símoníu Bjarnadóttur. Þau hafa unnið talsvert saman að undanförnu gerðu t.d. jólaþátt fyrir Gufuna fyrir síðustu hátíð og hafa einnig staðið fyrir mánaðarlegum vestfirskum húslestri í Safnahúsinu á Ísó þar sem tekin eru fyrir skáld að vestan fjallað og lesið úr verkum þeirra. Þetta er ekki allt. Því Kómedíufrúin, Billa, verður einnig með vinnustofu sína, sem hún kallar Billustofu, opna um páskana. Það verður því ekki bara rokk og ról á ísó um Páskana.


BILLUSTOFA UM PÁSKANA

Kómedíufrúin, Billa, verður með vinnustofu sína á Ísafirði opna um páskana. Stofan heitir að sjálfsögðu Billustofa og er í túninu heima nánar tiltekið Túngötu 17 gengið inn að ofanverðu. Billustofa opnar formlega á morgun, Skírdag, kl.15.00 og verður síðan opin á föstudaginn langa og á laugardag á sama tíma. Á Billustofu gefst gestum kostur á að kikka á fjölbreytt listaverk Billu allt frá pennateikningum til jólasveina á rekavið. Kaffi á könnunni og nú er bara að skella sér.

ÞREFALDUR TVEGGJA ÞJÓNN Í FJALLABYGGÐ

Leikfélag Siglufjarðar verður með þrjár sýningar á leikritinu Tveggja þjónn í vikunni en leikurinn er í leikstjórn Kómedíuleikarans. Sýnt verður í kvöld kl.20.30 í BíóCafé á Sigló og svo aftur á skírdag. Uppselt er á seinni sýninguna en órfá sæti eru laus í kvöld og því um að gera að panta strax. Á laugardaginn, 22. mars, verður Tveggja þjónn sýndur á Ólafsfirði. Það verður því mikið fjör í Fjallabyggð um páskana og um að gera að skella sér í leikhús. Tveggja þjónn hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur enda er hér á ferðinni ekta ítalskur gamanleikur einsog þeir gerast bestir.

DR SEUSS ALLTAF GÓÐUR

Rithöfundurinn Dr Seuss var bara snillingur ég segi það satt. Ritaði alveg geggjaðar sögur, Kötturinn með höttinn og Þegar Trölli stal jólunum þeirra þekktastar og nú gerir fíllinn Horton allt vitlaust. Samt skrítið hve lítið hefur verið kvikmyndað af sögum þessa merka barnabókahöfundar og hvað þá heldur hve lítið hefur verið fært upp af Seuss verkum á leiksviðinu. Rámar reyndar í að fyrir síðustu jól hafi verið gerður ágætlega lukkaður Trölla músíkal eða var það kannski í fyrra. Kómedíuleikarinn hefur lengi haft á sínum einleikjaóskalista að setja upp Köttinn með höttinn. Ætti hann að kíla á það núna?


mbl.is Fornöldin og fíllinn börðust um efsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU BJARNI

Kómedíuleikhúsið á Ísó óskar Bjarna Jónssyni innilega til hamingju með tilnefningu til norrænu leikskáldaverðlaunanna. Lengi lifi íslensk leikritagerð og megi þessi tilefning eiga þátt í að auka veg leikskálda hér á landi. Að sjálfsögðu höldum við öll með Bjarna og óskum þess að hann hreppi þessi eftirsóttu verðlaun.
mbl.is Tilnefndur til norrænu leikskáldaverðlaunanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ TMM

Hið stórmerka menningartímarit Tímarit Máls og Menningar eða TMM á sjötíu ára útgáfuafmæli núna í mars. Það verður að segjast einsog er að þetta er án efa eitt allra merkasta tímarit Íslandssögunnar. Vandað rit í alla staði og mikið í lagt. Núverandi ritstýra TMM er Silja Aðalsteinsdóttir sem hefur haldið um stjórnartaumana síðan 2004 með miklum bravúr. TMM er líka með heimasíðu sem er í dag besta íslenska netmenningarsíðan að mati Kómedíuleikarans. Kikkið bara á það og sannfærist

www.tmm.is

Til hamingju Silja og allir unnendur TMM


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband