Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

VAR ROOSEVELT GÍSLI SÚRSSON Í FYRRA LÍFI

Í gær greindum við frá skondnu atviki í tengslum við Gísla Súra í Keflavík en það gerðist fleira á þeim góða stað. Þegar búið var að ganga frá leikmyndinni var boðið uppá kaffi á kaffistofu skólans. Mikið er nú kaffisopinn alltaf góður og það verð ég að segja að Bragakaffi er.....nei nei höldum heldur áfram með söguna. Í mörgum óspurðum fréttum sem þar voru sagðar voru rædd tengsl Franklin Roosevelt fyrrum Bandaríkjaforseta við Gísla sögu Súrssonar. Forsetinn sá var víst mikill áhugamaður um Íslendingasögurnar einsog reyndar fjölmargir aðrir já það er alveg ótrúlegt hve þetta er geggjuð smiðja ég held svei mér þá að engin skáldskaparjöfur eigi eftir að toppa þessar sögur ekki einu sinni Arnaldur og ekki heldur Gryðir en báðir eru þó flunkuklárir pennar. En aftur að Roosevelt og Íslendingasögunum. Þegar hann var spurður hver væri uppáhaldssagan sín sagði hann án þess að pæla - ,,Gísla saga Súrssonar" og ekki nóg með það heldur toppaði hann sjálfan sig með því að segja. ,,Og ég var Gísli Súrsson í fyrralífi."

Þá vitum við það.


GÍSLI SÚRSSON Í STAR WARS

Í morgun sýndi Kómedíuleikhúsið verðlaunaleikinn Gísla Súrsson í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ en þessa dagana er sá Súri einmitt á ferð og flugi milli skóla fyrir sunnan. Það var alveg feikilega gaman og mikið stuð í morgun og krakkarnir voru sko að fíla Gísla en það hafa líka allir hinir gert en sýningin er nú að nálgast 170 salíbunur. En samt hefur sá Kómíski alltaf jafn gaman að því að leika ævintýri útlagans enda verður það þannig að vera ef leikarinn hefur ekki gaman þá á hann bara að fara að gera eitthvað annað. Á skólasýningum gerist oft margt skondið en þó held ég að aldrei hafi það verið eins óvænt og núna í morgun. Reyndar gerðist þetta eftir sýningu. Kómedíuleikarinn stendur þarna á sviðinu í fornmannabúningnum og þar sem hárið er orðið nokkuð mikið verður hann að hafa teygju í hárinu. Nema hvað á sama stað og leiksýningin fer fram er einnig matsalur skólans. Þeir sem nú eiga að fá að snæða voru ekki á sýningunni og þurftu því margs að spyrja og var reynt að svara sem best og skilmerkilega. Allt í einu stekkur einn sprækur drengur inní salinn alveg á hlaupunum. Snarstansar þegar hann sér Kómedíuleikarann á sviðinu í formannadressinu og með teygjuna í hárinu og segir: Hva, á að fara að sýna Star Wars?"

Þetta verður varla toppað.


PÉTUR OG ÚLFURINN Í ÖÐRU VELDI

Kómedíuleikarinn hefur aldrei þessu vant kikkað aðeins á menninguna í borginni, en almennt er hann nú voða latur við það sérstaklega að fara í leikhús. Alveg skömm að segja frá þessu en nú á að setja sig í gónendastöðu í auknu mæli enda nauðsynlegt að kikka á kollegana. Skondið að segja frá því að af þeim þremur viðburðum sem hafa verið sóttir þá eru eru tveir þeirra sama sagan. Við erum hér að tala um klassíkina Pétur og úlfurinn eftir  Prokofiev en einsog maðurinn sagði þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Á föstudaginn var ævintýrið flutt í Salnum í Kópavogi í fluttningi nokkurra músík snillinga en sögumaður var Sigurþór A. Heimisson. Alveg hörkuskemmtilegt hjá þeim og Sóri var í essinu sínu sem sögumaðurinn og gaman að sjá hvernig hann nýtti sér Commedia dell'Arte tæknina. Í dag var svo kikkað í Kúluna að sjá annan snilling túlka þessa sömu sögu á leiksviðinu. Erum að tala um meistara Bernd Ogrodnik. Fyrsta sinn sem ég sé kappann á sviði og get alveg sagt það að allt hrósið sem maður hefur heyrt um hann er alveg rétt. Vá, hvað við erum heppin að hafa þennan brúðumeistara hér á landi. Mjög einlæg sýning og gaman að sjá hvursu gott samband hann hefur við áhorfendur. Einfaldleikinn í fyrirrúmi og hér er það leikarinn sem skiptir máli alltaf gaman að sjá það. Mæli óhikað með þessari sýningu sem veður aftur í Kúlunni um næstu helgi. Loka menningargónið til þessa var svo opnun mynlistarsýningar Guðjóns Sigvaldasonar í Gallerý Hún og Hún. Gjess alltaf flottur.

AFGANGAR AÐ KLÁRAST Á ÍSÓ

billumynd Jæja nú fer hver að verða síðastur að kikka á myndlistarsýningu Kómedíufrúarinnar í Hamraborg á Ísafirði. Sýninguna nefndir frúin Afganga þar sem hún sýnir geggjuðu pennateikningarnar sínar. Já svona bara - kikka í Hamraborg í dag og megið alveg taka upp veskið og stiðja um leið listakonuna - held að aðeins örfáar myndir séu óseldar.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband