Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

HAMINGJUÓSKIR FRÁ ATVINNULEIKHÚSINU FYRIR VESTAN

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði óskar styrkhöfum til hamingju og hlakkar mikið til að sjá ævintýrin öll lifna á senunni. Gangi ykkur allt í haginn og megi leikhúsgyðjan vera með ykkur.
mbl.is 70 milljónir til atvinnuleikhópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Á FJÁRLÖG

Fjárlaganefnd hefur ákveðið að veita Kómedíuleikhúsinu 1.5 milljónir króna í styrk á fjárlögum 2009. Þetta eru mikil gleðitíðindi einsog gefur að skilja og þakkar Kómedíuleikhúsið kærlega fyrir þennan glæsilega styrk. Þetta er í þriðja sinn sem Kómedíuleikhúsið fær styrk frá Fjárlaganefnd og er þetta mikil viðurkenning á starfi leikhússins. Þessi styrkur kemur sér mjög vel því framundan eru fjölmörg verkefni hjá Kómedíuleikhúsinu. Nú standa yfir æfingar á nýjum einleik, Auðun og ísbjörninn, sem er byggður á Íslendingaþættinum Auðunar þáttur vestfirska. Einnig er ný hljóðbók í burðarliðnum að þessu sinni eru það Þjóðsögur frá Súðavík og mun bókin koma út fyrir páska. Af öðrum Kómískum verkum má nefna söngleikinn Við heimtum aukavinnu sem er samstarfsverkefni við Litla leikklúbbinn, ljóðaleikinn Þorpið sem einnig er samstarfsverkefni að þessu sinni við Ljóðasetur Íslands og í byrjun júní er von hljóðbókinni Skrímslasögur. Þannig að það er nokk ljóst að þessir monnýpeningar komi sér mjög vel í hinum fjölbreyttu verkefnum Kómedíuleikhússins sem framundan eru.

THE HORSEPLAY COMPANY

Kómedíuleikhúsið er aðili í alþjóðlega leikhópnum The Horseplay company. Leikhópurinn var stofnaður árið 1997 af nemendum í The Comedia School í Kaupmannahöfn. Stofnendur komum frá Eistlandi, Finlandi og Íslandi. Að sjálfsögðu átti að sigra heiminn en ekki varð þó mikið úr afrekum þar sem leikararnir fóru flestir aftur til síns heima að vinna við leikhúsin þar. Óhætt er að segja að öllum hafi gengið þokkalega að fóta sig í hinum erfiða en skemmtilega leikhúsheimi. Nú stefnir hinsvegar allt í að Kómedíuvinirnir stíga aftur á bak hestsins og endurvekji The Horseplay Company strax á þessu ári. Þegar er komið uppkast af handriti og fjármögnun er komin af stað. Að öllum líkindum verður sýningin alfarið æfð á Íslandi nánar tiltekið í Haukadal í Dýrafirði, leikhúsi Kómedíuleikhússins. The Horseplay Company er þegar komið á netið með Fésbók síðu og blogg síðu, sjá hér,

http://thehorseplaycompany.blogspot.com/

Já það eru sannarlega spennandi tímar framundan hjá Kómedíuleikhúsinu og víst er að árið byrjar með trompi. Þessa dagana standa yfir æfingar á leik- og söngverkinu Við heimtum aukavinnu sem er samstarfsverkefni Kómedíu við Litla leikklúbbinn. Einnig er nýr einleikur í smíðum er nefnist Auðun og ísbjörninn sem er byggður vinsælasta Íslendingaþættinum Auðunar þáttur vestfirski. Rétt er að geta þess að Kómedíuleikhúsið er að sjálfsögðu komið á Fésbókina og allir geta slegist í hópinn og þannig fylgst vel með ævintýrum Kómedíu.


VIÐ HEIMTUM AUKAVINNU Á ÍSÓ

Æfingar eru hafnar á leik- og söngverkinu Við heimtum aukavinnu. Um er að ræða samstarfsverkefni Kómedíu og Litla leikklúbbsins á Ísafirði. Frumsýnt verður föstudaginn 6. febrúar í Edinborgarhúsinu. Einsog glöggum lesendum hefur kannski dottið í hug þá er hér um að ræða leik sem er byggður á verkum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasonar. Leikgerðina gerði Kómedíuleikarinn og inniheldur hún fjölmarga slagara úr smiðju Árnasona. Nægir þar að nefna hittara á borð við Úti er alltaf að snjóa, Klara Klara, Riggarobb, Og þá stundi Mundi, Einu sinni á ágústkvöldi ofl ofl ofl ofl ofl ofl ofl. Já það er hreint ótrúlegt hve þeir bræður voru iðnir við kolann og ekki nóg með það heldur eru nánast öll lögin sungin af þjóðinni reglulega á hinum ýmsum mannamótum. Stór hópur leikara og tónlistarmanna kemur að sýningunni Við heimtum aukavinnu og nú er bara að fara að rifja lögin upp og mæta í Edinborgarhúsið og syngja með. Og allir með: Hann sagði; Lífið er lotterí.................................................................

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband