Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Lokasýning á Bjálfansbarnið

Jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans hefur fengið frábærar viðtökur leikhúsgesta á öllum aldri. Leikurinn var frumsýndur síðustu helgina í nóvember og var sýnt allar helgar til jóla. Sérstök hátíðarsýning verður á jólaævintýrinu vinsæla föstudaginn 30. desember kl.17 í Listakuapstað á Ísafirði. Miðasala er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni en ennig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðaverðið er það sama kómíska og góða aðeins 1.900.-kr. Vestfirsku jólasveinarnir Bjálfansbarnið og bræður hans halda nú aftur til síns heima eftir vel lukkaða endurkomu en sýning á föstudag verður sú tíunda. Bjálfansbarnið og bræður hans ætla nú að leggja sig næstu 10 mánuðina eða svo en mæta svo aftur fyrir jólin 2012 og stefna þá á leikferð um landið. Nú er bara að bóka sér miða í tíma og bjóða fjölskyldunni allri á sannkallað jólaævintýr.

Vinningshafar í Jólakortaleik Bjálfansbarnssins

Þorláksmessa gengin í garð og dregið hefur verið í Jólakortaleik Bjálfansbarnsins. Allir þeir eru komu í leikhúsið og sáu jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans, áttu kost á að taka þátt í frábærum jólakortaleik. Það var einfalt að vera með eina sem þurfti að gera var að fara með jólakortið í verslunina Hamraborg á Ísafirði og setja kortið í jólapottinn. Reyndar fengu korthafar óvæntan glaðning þegar þeir skiluðu kortinu því allir fengu gómsætt súkkulaði. Nú hefur verið dregið úr jólapottinum alls 35 vinninga, 10 maktintosh konfekti dósir og 25 Þjóðlegar hljóðbækur. Vinningshafar geta sótt vinningana strax í dag í versluninni Hamraborg á Ísafirði. Vinningshafarnir eru:

VINNINGAR Í JÓLALEIK BJÁLFANSBARNSINS

Makintosh – fá:
Daði Snær Grétarsson
Elma Katrín Steingrímsdóttir
Lína Björg
Vala Karítas Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Goði Einarsson
Guðmundur Brynjar
Guðmunda Hreinsdóttir
Lára Gísladóttir
Jón Guðni Pétursson
Alda Iðunn

Þjóðlega hljóðbók – fá:
Lína Guðrún Gísladóttir
Alexandra
Einar Arnalds
Þráinn Orri Unnarsson
Stefán Örn
Sindri Freyr Sveinbjörnsson
Þorsteinn og Guðmundur Einarssynir
Helga Jónsdóttir
Karolína Aníkiej
Guðný Ósk Sigurðardóttir
Eva Rún
Sólrún Katla Elíasdóttir
Harpa Rögnvaldóttir
Alexender Hrafn Ársælsson
Karólína Mist Stefánsdóttir
Arna Eiríksdóttir
Sigríður R. Jóhannsdóttir
Katrín Lilja
Jónína Arndís Guðjónsdóttir
Einar G Jónasson
Stefánía Jóna Hafliðadóttir
Sóldís Björt
Þorleifur H Ingólfsson
Hjördís Harðardóttir
Rakel Antonsdóttir


Þjóðlega hljóðbók í jólapakkann

Þjóðlegu hljóðbækurnar hafa úrvals góðar viðtökur enda er hér á ferðinni vönuð útgáfa á einstökum þjóðsagnaarfi. Ekki spillir verðið fyrir en Þjóðlegu hljóðbækurnar kosta aðeins 1.999.- kr. Þjóðlegu hljóðbækurnar hafa verið vinsælar fyrir fólk á öllum aldri og ekki síst æskuna sem sýnir að þjóðsagnarfurinn eldist vel. Enda er hér verið að segja frá tröllum, álfum, draugum og ýmsum furðuverum þjóðsagnaheimsins íslenska. Þjóðlegu hljóðbækurnar fást í verslunum um land allt en meðal útsölustaða eru Vestfirzka verzlunin á Ísafirði, Vegamót á Bíldudal, verslanir Pennans og Eymundsson einnig er hægt að panta á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út átta Þjóðlegar hljóðbækur þær eru:
Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ
Þjóðsögur úr Vesturbyggð
Þjóðsögur af Ströndum
Þjóðsögur úr Bolungarvík
Þjóðsögur frá Súðavík
Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum
Bakkabræður og kímnisögur
Draugasögur

Vertu svolítið þjóðlegur og gefðu Þjóðlega hljóðbók í ár.


Vestfirska list í jólapakkann

Hvernig væri að gefa eitthvað einstakt fyrir þessi jól? Ekki hlutabréf nei heldur miklu frekar eitthvað sem er alvöru ávöxtun í. Svarið er vestfirsk list. Úrvalið er sérlega glæsilegt og fjölbreytt enda mikill kraftur í vestfirskum listum og listamönnum Vestfjarða. Myndlistarmenn eru margir og fást mörg frábær verk í Rammagerðin á Ísafirði og það er alveg staðreynd að myndverk falla aldrei í verði. Eða kannski að gefa tónlist það er fátt betra en að hlusta á flotta músík og þar er úrvalið geðveikt flott og mikið. Hin frábæra verzlun Vestfirzka verzlunin er með stærsta úrval landsins af vestfirskri tónlist Skúli Mennski, Mugison, BG, Jón Kr, Villi Valli já listinn er endalaus. Í sömu verzlun getur þú líka verzlað bækur sem eru sígildar jólagjafir. Úrvalið af bókunum er mikið öll útgáfa Vestfirska forlagsins auk ýmissa bóka frá öðrum vestfirskum útgefendum og einyrkjum. Hljóðbókin er í mikilli sókn og þá er rétt að benda á Þjóðlegu hljóðbækurnar sem Kómedíuleikhúsið á Ísafirði gefur út. Þjóðlegu hljóðbækurnar eru alls átta og eru m.a. Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum, Bakkabræður og kímnisögur, Þjóðsögur frá Súðavík og sú nýjasta Draugasögur. Þjóðlegu hljóðbækurnar fást í Vestfirzku verzluninni og í verzlunum um land allt. Einnig hægt að panta beint frá útgáfubónda www.komedia.is Leikhúslíf á Vestfjörðum er í miklum ham og það væri mjög sneddý að gefa t.d. gjafabréf á sýningar Kómedíuleikhússins. Jólagjöfin í ár er sannarlega Vestfirsk list.

Síðustu sýningar fyrir jól á Bjálfansbarnið og bræður hans

Hið vinsæla jólaleikrit Bjálfansbarnið og bræður hans hefur gengið fyrir fullum Listakaupstað síðustu helgar. Um helgina verða síðustu sýningar fyrir jól á verkinu. Sýnt verður bæði laugardag og sunnudag kl.14.00 báða dagana miðasala er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni og í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025 . Bjálfansbarnið og bræður hans fjallar um vestfirsku jólasveinanna sem hafa ekki sést í mannabyggðum í eina öld ef ekki meira. Þessir sveinar eru sannkallaðir jólasveinar einsog nöfn þeirra gefa til kynna Froðusleikir heitir einn þeirra annar heitir Langleggur enn annar Lækjaræsir og ekki má gleyma sjálfu Bjálfansbarninu. Bjálfansbarnið og bræður hans er sannkallað jólaævintýr fyrir alla fjölskylduna. Rétt er að geta þess að sérstök hátíðarsýning verður milli hátíðanna og verður sú sýning föstudaginn 30. desember kl.17. Miðasala á þá sýningu er einnig hafin og gengur dúndur vel því um að gera að bóka sér miða í tíma.

Menningarráð Vestfjarða

Það eru engar ýkjur að menningarlíf á Vestfjörðum er mjög blómlegt og hefur verið í áraraðir.En það er alltaf hægt að gera meira og síðustu ár eða frá árinu 2007 hefur vestfirska menningin sett í fluggírinn á öllum sviðum listarinnar. Ástæðan er sú að þann 10. júní árið 2007 var Menningarráð Vestfjarða stofnað sem hefur sannarlega verið þvílíkt vítamínsprauta inní listina vestfirsku. Menningarráðið hefur úthlutað tvisvar á ári allar götur síðan til fjölbreyttra verkefna á öllum Vestfjörðum og var síðari úthlutun þessa árs núna í nóvemberlok. Svona ráð eru víða um landið og eru samstarf sveitarfélaga og ríkisins. Er án efa með betri verkefnum sem áðurnefndir hafa komið á fót síðasta áratug eða svo. Það skal alveg segjast einsog er að hér Vestra var verulega erfitt að fá opinbert fjármagn til góðra listaverka fyrir tilkomu Menningarráðs Vestfjarða. Menningarmálaráðuneytið hefur haft lítinn áhuga á listum á landsbyggð alveg frá örófi alda. Í því samhengi nægir að nefna skilningsleysi ráðuneytisins á því að koma upp atvinnuleikhúsi á Vestfjörðum. Enn í dag er engin stemmari fyrir slíku á Sölvhólsgötunni. Þegar bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ hófu viðræður við ráðuneytið þess efnis að gera þríhliða samning við vestfirska atvinnuleihúsið þá var svar Menningarráðuneytisins strax einfalt og skorinort, nei. Þannig að úr varð aðeins tvíhliðasamningur milli Ísafjarðarbæjar og leikhússins og þannig er það enn. Það er stórundarlegt að Menningarmálaráðuneytið sjá ekki hvílíkir möguleikar felast í listum á landsbyggð. Hvað veldur veit ég ekki - kannski það að engin stefna er til um menningarmál á Íslandi. Og meðan svo er verða náttúrulega engar breytingar.
Nú er að vona að Menningarráð Vestfjarða muni áfram starfa af krafti og helst fá tækifæri til að stækka og dafna enn frekar. Því það eru veruleg tækifæri í vesfirskri menningu.
Heimasíða Menningarráðs Vestfjarða
www.vestfirskmenning.is

Vestfirska leikárið 2011 - 2012

Kynningarbæklingurinn Vestfirska leikárið 2011 - 2012 er kominn út og hefur þegar verið dreift inná öll heimili á Vestfjörðum. Þetta er þriðja árið í röð sem leikhús og leikfélög á Vestfjörðum sameinast um að kynna leikárið í sameiningu. Enda miklu betra að gera hlutina saman en hver sé að pukrast í sínu horni. Menningarráð Vestfjarða styrkir útgáfuna með rausnarlegu framlagi og gerir útgáfuna mögulega. Það ánægulega er að leikhúslífið á Vestfjörðum er í mikilli sókn þessi misseri og leikfélögum fjölgar frá fyrra leikári. Þeir sem kynna sig í Vestfirska leikárinu 2011 - 2012 eru Act alone, Kómedíuleikhúsið, Litli leikklúbburinn og Vestfirska skemmtifélagið á Ísafirði, Leikfélag Bolungarvíkur, Höfrungur leikdeild á Þingeyri og Leikfélag Patreksfjarðar. Vestfirska leikárið er sannarlega fjölbreytt og freistandi. Kómedíuleikhúsið frumsýnir þrjú ný íslensk verk, Bjálfansbarnið og bræður hans, Skáldið á Þröm og Listamaðurinn með barnshjartað. Litli leikklúbburinn býður uppá Dampskipið Ísland, Leikfélag Bolungarvíkur sýnir farsann Að eilífu, Höfrungur er með íþróttaleikrit Höfrungur á leiksviði, Leikfélag Patreksfjarðar er með Tíu þjónar og einn í sal og nýjasta leikhús Vestfjarða verður með leik- og söngvasjóvið Vestfirsku dægurlögin. Síðast en ekki síst verður Act alone leiklistarhátíðin haldin níunda árið í röð á Ísafirði og Suðureyri í ágúst. Blómin vaxa vel í hinu Vestfirska leikhúsi og við hlökkum til að hitta landsmenn alla í leikhúsum Vestfjarða.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband