Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Svo kom ,,Aldrei"
22.4.2011 | 12:09
Þjóðlegar hljóðbækur
14.4.2011 | 16:19
Kómedíuleikhúsið hefur jafnt og þétt verið að hasla sér völl á hinum íslenska hljóðbókamarkaði. Þó ekki með einhverjum 2007 látum heldur höfum við unnið markvist að því að gefa út vandað efni sem hefur líka fengið þessar fínu móttökur. Síðan 2007 höfum við gefið út sex hljóðbækur og sú sjöunda er væntanleg á allra næstu dögum. Hljóðbækurnar okkar nefndum við einu nafni Þjóðlegar hljóðbækur því allar eru þær sprottnar uppúr hinum magnaða þjóðsagnaafi okkar. Þjóðlegu hljóðbækurnar fást á heimasíðu okkar www.komedia.is og í verslunum um land allt. Einnig starfrækjum við sérstakan Þjóðlegan hljóðbókaklúbb þar sem félagar fá árlega tvær hljóðbækur á mjög svo kómísku verði. Árgjaldið er 2.999.-krónur fyrir tvær hljóðbækur og er það afslátturinn 25% munar um það. Einnig fá félagar í Þjóðlega hljóðbókaklúbbnum 25% afslátt af öllum hljóðbókum okkar þannig er hægt að eignast allt safnið á kómsísku verði sem og versla vandaðar gjafir sem henta við öll tækifæri. Það er einfalt að skrá sig í Þjóðlega hljóðbókaklúbbinn sendið bara tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is og þú færð hljóðbækurnar sendar heim með það sama. Gaman að segja frá því að það er ekkert sendingargjald í hljóðbókaklúbbnum og því skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu eða útí heimi eitt verð fyrir alla. Einsog áður gat er ný Þjóðleg hljóðbók væntanleg og enn er sótt í hinn þjóðlega sagnaarf nú eru það Bakkabræður og Kímnisögur. Hinar þjóðlegu hljóðbækurnar eru:
Þjóðsögur úr Vesturbyggð
Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ
Þjóðsögur úr Bolungarvík
Þjóðsögur af Ströndum
Þjóðsögur frá Súðavík
Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum.
Hvernig væri nú að vera svolítið þjóðlegur og næla sér í Þjóðlega hljóðbók? Eða enn betra ganga í Þjóðlega hljóðbókaklúbbinn og eignast þær allar á besta fáanlega verðinu.
Félag vestfirskra listamanna
11.4.2011 | 12:04
En hvert er hlutverk þessa félags í 2. grein félagsins stendur: ,,Hlutverk félagsins er að vinna að hagsmunamálum vestfirskra listamanna, efla lista- og menningarstarf á Vestfjörðum, stuðla að kynningu og markaðssetningu á vestfirskri list og listamönnum, stuðla að umræðu og fræðslu og vinna að auknu samstarfi iannan svæðis sem utan."
Það er sannarlega mikill hugur í vestfirsku listafólki og gaman verður að fylgjast með hvernig ævintýrið mun vinda uppá sig og þróast í framtíðinni.
Listamannaþing Vestfjarða í Listakaupstað
8.4.2011 | 12:53
Á morgun, laugardaginn 9. apríl verður Listamannaþing Vestfjarða haldið í Listakaupstað á Ísafirði. Þema þingsins í ár er menningartengd ferðaþjónusta en einnig verður pælt og spegulerað um framtíð listagiðjunnar á Vestfjörðum almennt. Síðast en ekki síst verður lagt til að stofnað verði félag listamanna á Vestfjörðum. Listakaupstaður og Menningarráð Vestfjarða boða til þingsins í samstarfi við listamenn á Vestfjörðum. Þingið hefst kl.13 í Listakaupstað á Ísafðirði sem er til húsa í fyrrum frystihúsi Norðurtanga. Þingið er öllum opið bæði listamönnum, félögum sem og ekki síður njótendum listarinnar á Vestfjörðum. Hér að neðan er dagskrá Listamannaþings Vestfjarða:
Dagskrá Listamannaþings Vestfjarða
13:00 Ólíkar listgreinar á Vestfjörðum og framtíð þeirra
- Fulltrúar heimamanna tala um ólíkar listgeinar
13:35 Vestfirskar listahátíðir kynntar:
- Leiklistarhátíðin Act Alone
- Tónlistarhátíðin Við Djúpið
- Heimildamyndahátíðin Skjaldborg
- Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður!
14:05 Skoðunarferð um Listakaupstað á Ísafirði
- Menningarráð Vestfjarða býður upp á kaffi og bakkelsi á Listamannaþinginu.
14:20 Málstofa um menningartengda ferðaþjónustu
- Hildur Magnea Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Brúðuheima í Borgarnesi
- Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða
15:00 Listin og landsbyggðin
- Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) flytur hugvekju
15:40 Stofnfundur félags vestfirskra listamanna
- Formlegur félagsskapur vestfirskra listamanna stofnaður á mettíma
Gönguferð um menningarbæinn Ísafjörð, kíkt við á nokkrum sýningarstöðum. Menningarlífið á Ísafirði er í blóma og mikið um að vera um helgina. Gestir á Listamannaþingi Vestfjarða eru hvattir til að staldra við á Ísafirði og njóta lífsins og listarinnar.
Vorið er komið í menn og menningu
3.4.2011 | 18:37
Held bara að vorið sé komið sólin búin að skýna hér allan daginn fuglar syngja og bara næs. Líka farið að birta svo mikið og mikið er það nú gott. Vorið hefur líka áhrif á menninguna sem springur út hér í menningarbænum Ísó nú sem aldrei fyrr. Menningarhelgin var í essinu sínu um helgina tvær sýningar voru á söngskemmtuninni vinsælu Á skíðum skemmti ég mér, klarlakór tónleikar voru í kirkjunni, Vinjettu hátíð var haldin í Arnardal, Börn og menning dagskrá í Edó, sýningin Ein stök hús í Gallerý Fjör 10 þrep var opin og nú er ég örugglega að gleyma einhverju. Allt stefnir í enn meira fjör um næstu menningarhelgi á Ísó því þá verður m.a. haldið Listamannaþing Vestfjarða í þriðja sinn. Þingið verður haldið í Listakaupstað á Ísafirði laugardaginn 9. apríl kl.13 - 16. Þema þingsins í ár er Menningartengd ferðaþjónusta. Tveir sérstakir gestafyrirlesarar halda erindi um þema þingsins, fulltrúar allra listgreina koma með sýna framtíðarlýsingu á sinni listgrein á Vestfjörðum og fulltrúar listahátíðina fjögurra kynna sitt festival. Hátíðirnar eru leiklistarhátíðin Act alone, rokkfestivalið Aldrei fór ég suður, kvikmyndahátíðin Skjaldborg og tónlistarhátíðin Við Djúpið. Síðast en ekki síst verður Félag listamanna á Vestfjörðum stofnað og kosið í stjórn félagsins. Þingið er öllum opið og vonanst til að fá sem allra flesta bæði listamenn sem og njótendur og áhugafólk um listalíf á Vestfjörðum.
Strax farið að hlakka til menningarhelgarinnar á Ísó og óskandi að sem flestir njóti lífsins og menningarinnar fyrir vestan.