Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
137 ára skóli
29.5.2011 | 15:17
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Söfn og setur á Vestfjörðum
24.5.2011 | 11:49
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Börn og menning
20.5.2011 | 12:13
Sundlaugamenning
17.5.2011 | 17:23
Það rifjaðist lika upp fyrir mér um daginn þegar ég fann ekki kaffið í Bolungarvík þegar ég fór í ferðalag til Belgíu fyrir mörgum árum. Fór með frábærum hópi starfsfólks í Frystihúsi Bíldudals sem þá var og hét. Þar sem við vorum í Belgíu var stór og mikil sundlaugarhöll. Geysistór sundlaug sem var með öldum, já þegar heyrðist lúðrablástur í höllinni var það merki um að nú væri settur af stað öldugangur í lauginni sem varði í nokkrar mínútur. Það var voða sport að vera þá á sundi. Mest þótti mér þó varið í það að þarna var einnig hægt að tilla sér við borð og panta sér veitingar. Franskar og öl til að mynda og meira að segja höfðu þeir fyrir því að gera fyrir okkur Íslendingana kokteilsósu, eftir að við höfðum gefið þeim upp hina leyndardómsfullu uppskrift. Nú stoppa örugglega margir og hrópa haleljúa. Á nú að fara að selja vín og bús í sundlauginni líka. Já afhverju ekki? Íslensk drykkjumenning hefur breyst umtalsvert síðustu árin nú er allt í lagi að fá sér bara tvo í stað þess að fara alltaf á fyllerí einsog var hér áður og fyrrum. Þannig var þetta einmitt í Belgíunni þegar ég dvaldi í sumarparadísinni þar aldrei var neinn þarna öfurölvi ekki einu sinni við Íslendingarnir. En þetta var nú bara aukapæling margt annað mætti hugsa sér í sundlaugarmenninguna t.d. tónleika, ljóðaupplestur þar sem flytjendur eru í sundlauginni gestir á bakkanum - já það er mikilvægt að hafa gaman og njóta lífsins og það eigum við líka að gera í sundlaugunum.
Myndlistin blómstrar fyrir vestan
14.5.2011 | 17:11
Einstakir vestfirskir listamenn
9.5.2011 | 17:55
Það er ekkert djók né miklar ýkur hve margir listamenn koma frá Vestfjörðum. Listinn er svo langur að það yrði mjög langt kómedíublogg. Ég hef lengi verið áhugamaður um að kynna þennan fjölbreytta hóp vestfirskra listamanna og er nú með í pípunum bók hvorki meira né minna. Fyrst langaði mig að búa til svona einskonar uppfletti rit þar sem fjallað væri í stuttu máli um alla vestfirsku listamennina. En eftir stuttan göngutúr og kúnst hugsun ákvað ég heldur að afmarka hópinn. Niðurstaðan er hópur listamanna sem hafa allir farið sína eigin leið í listinni án þess þó að vera sífellt á vörum fólks né í öllum glanstímaritum þjóðarinnar. Alls hef ég gert mér lista með tíu einstökum vestfirskum listamönnum sem fylla þennan flokk auk þess sem list viðkomandi listamanna hafa haft mikil áhrif á mig sem listamann. Hugmyndin er meira að segja komin það langt að ég er byrjaður að skrifa og búinn að tryggja mér frábæran hönnuð við bókina. Form bókarinnar verður á þá leið að sagt verður frá hverjum listamanni í stuttu máli en svo list þeirra gerð skil á veglegan máta með myndasíðum. Hvenær verkið verður tilbúið til útgáfu veit ég ekki en gaman væri ef það gerðist á þessu ári.
Til gamans birti ég hér grein um einn af Einstöku vestfirsku listamönnunum, Hjálmar Þorsteinsson eða Hjálmar goggur eða ölluheldur Pilsa-Hjálmar:
Hjálmar goggur eða Pilsa-Hjálmar
Nafn Hjálmars Þorsteinssonar hringir kannski ekki mörgum bjöllum hjá fólki í dag. Kappinn sá var hæfileikamaður sem flakkaði milli bæja og skemmti fólki. En hér á öldum áður voru menn sem flökkuðu um Ísland og þar sem þeir áðu unnu þeir sér fyrir fæði og húsnæði. Voru einskonar farandverkamenn en fengu þó sjaldan aura fyrir starfið aðeins þak yfir höfuðið og mat í askinn. Sumir flakkaranna voru einnig skemmtikraftar, sögðu sögur í baðstofunni á kvöldin eða tóku lagið. Þeir sem kunnu eitthvað í listinni gerðu sumir hverjir sérstaklega út á það og þáðu greiðslu fyrir skemmtunina. Dagskrá þessara íslensku flökku einleikara var fjölbreytt þeir sögðu sögur, fóru með þulur og vísur og léku á alls oddi. Einn þekktasti flökku einleikari 19 aldar á Íslandi er án efa Hjálmar Þorsteinsson er kallaður var Hjálmar goggur þar sem hann hafði bogið nef líkt fuglsgoggi. Einnig hafði hann viðurnefnið Pilsa-Hjálmar sökum þess að hann sagðist ekki geta sofið nema hafa pils ofan á sér. Frægð hans má kannski rekja til þess að hann er sagður vera fyrirmyndin af Hjálmari tudda í skáldsögu Jóns Thoroddsen Maður og kona. Jón samdi einnig ásamt fleirum ljóðabálk um Hjálmar er nefnist Goggsraunir en vísur skáldsins má finna í kvæðasafni hans. Fjallað er um Hjálmar í vestfirskum sögnum og þar er honum lýst þannig ,,að hann hafi verið svartur á brún og brá, fyllilega meðalmaður á hæð, heldur óliðlegur í vexti, en grannvaxinn, toginleitur í andliti, með hýjungs-skegg á vöngum og nefið beygt niður að framan. Hjálmar var frá Arnarfirði og á fyrstu árum æviskeið síns þótti hann ekki vera neitt öðruvísi en önnur börn. Þegar hann náði fjögura ára aldri þótti hins vegar breytingar á háttum og hegðun piltsins töldu margir hann jafnvel vera umskipting. Ekki þótti hann þó vera heimskur bara hagaði sér öðruvísi en aðrir. Hann lagðist fljótlega í flakk um Vestfirðina þó einkum um sína heimasveit í Arnarfirði. Birtist hann mönnum á bæjunum þannig að hann bar askinn á bakinu og næturgangið fyrir. Mönnum líkaði nú ekki allskostar vel gesturinn sumir buðu honum ekki gistingu en aðrir tóku við honum í skamman tíma. Ekki þótti hann góður í skapi og var orðaforðinn frekar dónalegur einkum ef honum mislíkaði eitthvað. Það var svosem ekki undarlegt að bændur tækjum þessi gesti ekki fagnandi því hann þótti ekki duglegur til vinnu einna helst var hægt að nota hann í að mala korn. Æskan var hrædd við Hjálmar og kvenfólkið var ekki heldur spennt fyrir honum. Sem er ekki að undra því hann átti það til að vilja ,,sjúga blessuð konubrjóstin. Hann var hinsvegar trúr í sumum verkum og meira að segja var hægt að senda trúa honum fyrir bréfi með peningum í sem ætti að sendast með á einhvern bæinn. Þegar vel lá á Hjálmari skemmti hann heimilsfólki með leik og söng. Hann þótti stálminnugur kunni m.a. alla Passíusálmana utanbókar sem og margar vísur. Sögur voru í miklu uppáhaldi hjá honum og sátu svo fastar í kollinum að honum nægði að heyra söguna einu sinni til að geta farið með hana nánst orðrétta strax á eftir. Eftir að hafa flakkað um tíma um Vestfirði hélt hann norður í land en þar var honum tekið fálega og sendur til baka í sína heimasveit. Eigi líkaði honum allskostar vel í heimahéraði og kvaraði við Jón Thoroddsen sýslumann í Haga á Barðaströnd um hve fálega honum væri tekið á heimaslóð. Sýslumaður kemur honum þá fyrir á Litlu Eyri sem dugði þó skammt því aftur kvartaði Hjálmar til sýslumanns um illa viðgjörning þar á bæ. Eftir það brá sýslumaður á það ráð að koma honum fyrir viku og viku í senn á bæjum í Arnarfirði. Hjálmar stóð einnig fyrir sérstökum skemmtunum á bæjum í firðinum þar sem áhorfendum var gert að greiða fyrir skemmtunina sérstaklega. Kostaði áheyrnin 4 skildinga á mann og fékk hann ósjaldan marga til að hlýða á sig. Einu sinni gortaði hann sig af því að hann hafi fengið fleiri áheyrendur en presturinn í Otradal. Klerkur fékk 4 en Hjálmar 20 fleiri. Í heimildum er sagt frá því að Hjálmar hafi skemmt eitt sinn í Selárdal fjölda manns sem allir greiddu 4 skildinga fyrir sýninguna. Sat Hjálmar þá uppi á elhússtrompnum í Selárdal og flutti þar m.a. kvæðið Í fögrum dal hjá fjallabláum straumi. Eins og áður var getið samdi Jón Thoroddsen sýslumaður vísur um Hjálmar og nefndi þær Goggsraunir. Lærði Hjálmar braginn utanbókar og flutti á ferðum sínum. Hjálmar Þorsteinsson andaðist á Bíldudal 3. október 1876, 67 ára að aldri.
Heimildir:
Vestfirzkar sagnir. Safnað hefir Helgi Guðmundsson. 1. bindi. Bókaverzlun Guðm. Gammalíelssonar 1933 1937
Harpa Vestfjarða
5.5.2011 | 10:14
Þrítugur táningur
3.5.2011 | 12:38