Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
100 bestu bækur Íslands
22.2.2012 | 09:42
Ég er mikill bókamaður einsog margur Íslendingurinn. Þessi áhugi hefur bara aukist eftir því sem árin færast yfir mann. Enda er galdur góðrar bókar einstakur og ósjaldan er galdurinn það áhrifaríkur að hann heldur fyrir manni vöku. Til gamans hef ég tekið saman lista yfir 100 bestu bækur Íslands að mínu mati. Þetta er að sjálfsögðu ekki endanlegur listi því árlega bætast við nýjar uppáhaldsbækur en svona er topp 100 bókalistinn minn í dag. Og það er öll íslenska bókmenntaflóran undir; skáldsögur, smásögur, ljóð, leikrit, ævisögur, ljósmyndabækur, fræðibækur, listaverkabækur og allt þar á milli. Auðvitað eru svona listar umdeildir enda misjafn smekkur mannanna. Hér er t.d. enginn Halldór Kiljan enda fíla ég hann ekki rétt komst í gegnum Heimsljós. Hér eru hinsvegar Gunnar Gunnarsson, Yrsa Sigurðardóttir, Dagur Sigurðarson og fleiri meistarapennar. Bækurnar eru listaðar í stafrófsröð en ekki eftir mestu uppáhaldi. Gjörið svo vel 100 bestu bækur Íslands, að mínu mati:
1.Aðventa. Gunnar Gunnarsson
2. Aska. Yrsa Sigurðardóttir
3. Bíldudalskóngurinn. Ásgeir Jakobsson
4. Bláin ljóðaúrval. Steingerður Guðmundsdóttir
5. Blóðakur. Ólafur Gunnarsson
6. Býr Íslendingur hér. Garðar Sverrisson
7. Dagur. Ristjórar: Geir Svansson, Hjálmar Sveinsson
8. Dagur vonar. Birgir Sigurðsson
9. Dauðans óvissi tími. Þráinn Bertelsson
10. Draumar á jörðu. Einar Már Guðmundsson
11. Englar alheimsins. Einar Már Guðmundsson
12. Einar Benediktsson, ævisaga I. Guðjón Friðriksson
13. Einar Benediktsson, ævisaga II. Guðjón Friðriksson
14. Einfarar í íslenskri myndlist. Aðalsteinn Ingólfsson
15. Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Guðrún Helgadóttir
16. Eyðibýli. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Nökkvi Elíasson
17. Firðir og fólk. Kjartan Ólafsson
18. Fjalla-Eyvindur. Jóhann Sigurjónsson
19. Fótspor á himnum. Einar Már Guðmundsson
20. Furðuveröld Alfreðs Flóka. Aðalsteinn Ingólfsson
21. Galdra-Loftur. Jóhann Sigurjónsson
22. Gísla saga Súrssonar.
23. Glímuskjálfti. Dagur Sigurðarson
24. Góðir Íslendingar. Huldar Breiðfjörð
25. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
26. Grettis saga.
27. Gulleyjan. Einar Kárason
28. Hafið. Ólafur Haukur Símonarson
29. Harmur englanna. Jón Kalman Stefánsson
30. Hart í bak. Jökull Jakobsson
31. Heykvísl og gúmmískór. Gyrðir Elíasson
32. Himnaríki og helvíti. Jón Kalman Stefánsson
33. Hlaðhamar. Björn Th. Björsson
34. Hvíta kanínan. Árni Þórarinsson
35. Í vagni tímans. Agnar Þórðarson
36. Íslenskt grjót. Hjálmar R Bárðarson
37. Íslenskt vættatal. Árni Björnsson
38. Í Skálholti. Guðmundur Kamban
39. Jólin koma. Jóhannes úr Kötlum
40. Jón Oddur og Jón Bjarni. Guðrún Helgadóttir
41. Karlar einsog ég, æviminningar Brynjólfs Jóhannessonar leikara. Ólafur Jónsson
42. Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Sigurður Gylfi Magnússón tók saman
43. Kvöld í ljósturninum. Gyrðir Elíasson
44. Lakkrísgerðin. Óskar Árni Óskarsson
45. Land tækifæranna. Ævar Örn Jósepsson
46. Laxdæla.
47. Leiðin til Rómar. Pétur Gunnarsson
48. Lífróður Árna Tryggvasonar leikara. Ingólfur Margeirsson
49. Ljóð. Steinn Steinarr
50. Ljóðmæli Stefáns frá Hvítadal. Stefán frá Hvítadal
51. Mávahlátur. Kristín Marja Baldursdóttir
52. Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Guðrún Helgadóttir
53. Meðvituð breikkun á rasgati. Dagur Sigurðarson
54. Milli trjánna. Gyrðir Elíasson
55. Mjallhvítarkistan. Jón úr Vör
56. Muggur. Björn Th. Björnsson
57. Myndin af heiminum. Pétur Gunnarsson
58. Mýrin. Arnaldur Indriðason
59. Nafnlausir vegir. Einar Már Guðmundsson
60. Nóttin hefur þúsund augu. Árni Þórarinsson
61. Næturluktin. Gyrðir Elíasson
62. Óvitar. Guðrún Helgadóttir
63. Perlur og Steinar, árin með Jökli. Jóhanna Kristjónsdóttir
64. Rauður loginn brann. Steinn Steinarr
65. Sagnakver Skúla Gíslasonar. Skúli Gíslason
66. Saman í hring. Guðrún Helgadóttir
67. Sér grefur gröf. Yrsa Sigurðardóttir
68. Sjóleiðin til Bagdad. Jökull Jakobsson
69. Skáldanótt. Hallgrímur Helgason
70. Sitji guðs englar. Guðrún Helgadóttir
71. Sólon Íslandus I. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
72. Sólon Íslandus II. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
73. Stalín er ekki hér. Vésteinn Lúðvíksson
74. Steinn Steinarr kvæðasafn og greinar. Steinn Steinarr
75. Steinn Steinarr, Leit að ævi skálds I. Gylfi Gröndal
76. Steinn Steinarr, Leit að ævi skálds II. Gylfi Gröndal
77. Sumarljós og svo kemur nóttin. Jón Kalman Stefánsson
78. Svarfugl. Gunnar Gunnarsson
79. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason
80. Tími nornarinnar. Árni Þórarinsson
81. Til gangs og til fegurðar. Æsa Sigurðardóttir
82. Tindátarnir. Steinn Steinarr
83. Tregahornið. Gyrðir Elíasson
84. Truflanir í vetrarbrautinni. Óskar Árni Óskarsson
85. Tröllkirkja. Ólafur Gunnarsson
86. Valkyrjur. Þráinn Bertelsson
87. Vatnsfólkið. Gyrðir Elíasson
88. Vestfirðir. Hjálmar R. Bárðarson
89. Vestfirskar sagnir. Helgi Guðmundsson
90. Vestfirskar þjóðsögur. Arngrímur Fr. Bjarnason
91. Vetrarferðin. Ólafur Gunnarsson
92. Við Urðarbrunn. Vilborg Davíðsdóttir
93. Yfir heiðan morgun. Stefán H. Grímsson
94. Þar sem djöflaeyjan rís. Einar Kárason
95. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Jón Árnason
96. Þjóðsögur Þorsteins Erlingssonar. Þorsteinn Erlingsson
97. Þorpið. Jón úr Vör
98. Þrettánda krossferðin. Oddur Björnsson
99. Þulur. Theadóra Thoroddsen
100. Ævintýrabókin um Alfreð Flóka. Nína Björk Árnadóttir
Andaglasið nýr alvestfirskur rokksöngleikur
21.2.2012 | 12:44
Tólf leikarar taka þátt í sýngunni sem eru í hópi framtíðaleikara Vestfjarða því hér eru á ferðinni nemendur í skólum á norðanverðum Vestfjörðum. Rokksöngleikurinn Andaglasið verður einsog áður gat frumsýndur á Öskudag miðvikudaginn 22. febrúar kl.20 í Félagsheimilinu Bolungarvík. Einnig verður sýnt laugardaginn 25. febrúar og sunnudaginn 26. febrúar kl.16 báða dagana. Aðeins verður um þessar þrjár sýningar að ræða. Miðasala á allar sýningar er hafin í síma 892 4568.
Ert þú í Félagi vestfirskra listamanna?
14.2.2012 | 09:18
Stefnt er að því að halda aðalfund Félags vestfirskra listamanna laugardaginn 12. maí einhversstaðar á Vestfjörðum.
Leikhúsveisla framundan á Vestfjörðum
7.2.2012 | 13:07
Einsog sjá má er gífurlegur kraftur í vestfirska leikhúsinu og fjölbreytileiki sýninganna mikill og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vestfirðingar verið duglegir að mæta í leikhúsin ykkar og kæru landsmenn verið velkomin í vestfirska leikhúsið.
Góða skemmtun.