Færsluflokkur: Menning og listir
Þjónustufyrirtæki á Ísafirði græddu 275.500.- um helgina
27.3.2011 | 18:52
Menningarárás á Ísó
25.3.2011 | 13:55
Barnaleikhús á Íslandi í útrýmingahættu
20.3.2011 | 19:35
Stefnulaus menningarpólitík á Íslandi
18.3.2011 | 11:01
Afskekt hugsun
11.3.2011 | 12:09
Einelti er ljótur leikur
10.3.2011 | 09:04
Undanfarið hafa verið talverðar umræður um þann ljóta löst okkar mannfólksins sem kallað er einelti. Öll umræða er af hinu góða og sannarlega er mikilvægt að reyna að stoppa þennan ljóta leik sem einelti er. Sjálfur viðurkenni ég að hafa tekið þátt í þessum rudda leik þegar ég var strákpolli vestur á Bíldudal fyrir þremur áratugum. Samt man ég það allt enn og var ég þó ekki þolandinn. Sú sem var tekinn fyrir lenti í því alla daga eftir skóla að við samnemendur hennar höfðum hana að spotti. Eina sem ég get sagt í dag er : Hvað vorum við að pæla? Ég mun aldrei gleyma þessu og sé eftir þessum ofleik mínum alla mína ævi. Við viðkomandi aðila get ég aðeins sagt: ,,Fyrirgefðu"
Hvað er til ráða? Vild ég hefði svarið. Fyrir nokkrum árum var reyndar kollegi minn Stefán Karl með herferð gegn einelti og kom það góða starf hans hreyfingu á málefnið. Kannski eitthvað slíkt þurfi að eiga sér stað í þessum leiðinda bardaga við það mein þjóðarinnar sem einelti er. Það hafa allt of margir reynslu af þessu meini hvort heldur það eru þolendur eða gerendur - við öll þurfum að standa að þessu átaki og útrýma einelti fyrir fullt og allt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Lottó fyrir listina
8.3.2011 | 13:01
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
JÓLASKRÆÐUR Á ÍSÓ 1. - 23. DES.
30.11.2009 | 11:27
1. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn.
3. des. kl.21.00 Vestfirska glæpafélagið Amma Habbý
5. des. kl.14.00 Bókhlaðan Ísafirði
8. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
15.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
23.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
HEILSUGÆSLAN Í KÓPAVOGI
22.11.2009 | 16:00
Um Heilsugæsluna
Við hrósum okkur yfir háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerfið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eftirspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum?
Leikritið, Heilsugæslan, er samið af lækni, Lýð Árnasyni, og gefur áhorfandanum sýn inn í þetta völundarhús og það sem býr að tjaldabaki.
Heilsugæslan er gamanleikur og öll hlutverk í höndum tveggja leikara, þeirra Elfars Loga Hannessonar og Margrétar Sverrisdóttur. Sýningin er ein klukkustund.
Heilsugæslan er hápólitískt leikrit og umfjöllunarefnið brennandi á íslenzku þjóðfélagi, ekki sízt núna, í skugga niðurskurðar.
Heilsugæslan fyrir alla!
HEILSUGÆSLAN UM HELGINA
11.11.2009 | 09:30