Færsluflokkur: Menning og listir
PÉTUR OG EINAR Í VÍKINNI Í KVÖLD
18.9.2008 | 10:41
Einleikurinn Pétur og Einar verður sýndur í Einarshúsi í Bolungarvík í kvöld. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda allt frá því hann var frumsýndur á sjómannadag í sumar. Sýningin í kvöld er sú 14 og er um leið síðasta sýningin á Pétri og Einari í bili. Leikurinn hefst kl.20 miðapantanir hjá Vertinum í Víkinni ragna@einarshusid.is
Pétur og Einar
Elfar Logi túlkar líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús.
Í sýningunni leiða Soffía Vagnsdóttir og Elfar Logi saman hesta sína öðru sinni en á síðasta ári settu þau upp sýninguna Jólasveinar Grílusynir sem sýnd var við góðan orðstýr í Tjöruhúsinu. Þar að auki voru íbúar bæjarins kallaðir til aðstoðar og brugðu þeir sér í hljóðver í Bolungarvík og sungu með íðilfögrum röddum, allt frá jólalögum og sálmum til vel þekktra þorrablótsvísna.
LEIKHÚSTORG Á SILFURTORGI Á MORGUN
11.9.2008 | 10:35
PÓSTLISTI KÓMEDÍU SJÓÐHEITUR
10.9.2008 | 17:25
Það er óhætt að segja að tilkoma Póstlista Kómedíuleikhússins á Kómedíuvefnum www.komedia.is hafi slegið í gegn. Nú gefst gestum og vinum Kómedíu kostur á að fá reglulega Kómedíufréttir og geta því um leið skúbbað soldið og verið fyrst með fréttirnar. Í tilefni af stofnun Póstlista Kómedíu hefur verið blásið til skemmtilegs leiks. 10 heppnir Kómedíuvinir sem skrá sig á Póstlistann fyrir 1. október fá miða fyrir tvo á jólaleikinn vinsæla Jólasveinar Grýlusynir. Dregið verður 3. október. Þannig að nú er bara að skella sér á www.komedia.is gerast áskrifandi að Kómedíufréttum.
FORLEIKUR OG ÍSBJÖRN Á ÍSÓ
5.9.2008 | 12:09
Hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu
Jólaleikurinn vinsæli Jólasveinar Grýlusynir verður bæði sýndur fyrir vestan og sunnan.
EINLEIKIÐ VIÐTAL
4.9.2008 | 16:00
Það er mikið líf og fjör á heimasíðu Act alone leiklistarhátíðarinnar www.actalone.net . Reglulega eru birtar nýjar greinar um þekkta og óþekkta einleikara innlenda og erlenda. Einleikjaskrá Íslands er uppfærð af miklum krafti enda alltaf verið að setja upp nýja einleiki á Íslandi og svo eru fjölmargir eldri sem vantar inní skránna. Einn vinsælasti liðurinn á Act alone síðunni eru flokkurinn Einleikin viðtöl. Þar eru einleikarar teknir tali um einleikin strauma og stefnur og bara listina og leikhúsið almennt. Nú er komið nýtt Einleikið viðtal á Act alone síðuna. Að þessu sinni er það Pétur Eggerz sem er Á eintali. Pétur er einn af stofnendum Möguleikhússins og hefur verið hörku duglegur í Íslensku leikhúslífi síðustu áratugi. Pétur fer víða í viðtalinu segir m.a. frá fyrstu leikhúsupplifun sinni sem var óhemju sterk og áhrifarík því hann brast í grát þegar Mikki refur birtist á senunni og varð að yfirgefa bygginguna. Stofun Möguleikhússins ber að sjálfsögðu á góma og skannar Pétur sögu leikhússins sem er nú ekki einleikin. Einleikurinn kemur að sjálfsögðu við sögu en Pétur hefur bæði samið, leikstýrt og leikið í einleikjum. Margt fleira ber á góma svo nú er bara að kikka á www.actalone.net og lesa.
Pétur Eggerz er fjórði leikarinn sem er Á eintali en áður hafa Hörður Torfa, Hallveig Thorlacius og Eggert Kaaber setið fyrir svörum hjá Kómedíuleikaranum. Öll Einleiknu viðtölin eru aðgengileg á Act alone síðunni. Semsagt fullt af fróðlegu og skemmtilegu einleiknu lesefni á www.actalone.net
PÉTUR OG EINAR Í VÍKINNI Í KVÖLD
4.9.2008 | 12:54
Sýningar á einleiknum Pétur og Einar hefjast að nýju í kvöld. Sýnt verður að vanda í Einarshúsi í Bolungarvík, húsi harma og hamingju, og hefst kl.20. Miðapantanir eru í Einarshúsi einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið ragna@einarshusid.is Í einleiknum Pétur og Einar túlkar Elfar Logi líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús. Í sýningunni leiiða Soffía Vagnsdóttir og Elfar Logi Hannesson saman hesta sinna öðru sinni en á síðasta ári settu þau á svið leikinn Jólasveinar Grýlusynir sem sýnd var við góðan orðstýr í Tjöruhúsinu og verður sýndur aftur fyrir komandi jól. Pétur og Einar var frumsýndur á Sjómannadag í sumar við frábærar undirtektir. Leikurinn var sýndur í allt sumar við fádæma góða aðsókn og í kvöld hefjast sýningar að nýju á verkinu. Framundan eru síðan tvær sýningar í september, 11. og 18. Það er því mikið líf og fjör í leikhúslífinu fyrir vestan og um að gera að skella sér í leikhús á Pétur og Einar. En þess má geta að sýningin í kvöld á Pétri og Einari markar upphaf að nýju leikári Kómedíuleikhússins.
Fjölmargar persónur koma við sögu í Pétri og Einari m.a. þessi sjóari sem hefur fengið sér smá tár milli túra.
ÞAÐ ER BARA SPENNANDI LEIKHÚSVETUR FRAMUNDAN
29.8.2008 | 22:50
Var að skrolla og kikka á heimasíður kollega leikhúsanna margt spennandi verður á fjölunum í íslensku atvinnuleikhúsi í vetur. Kannski maður skelli sér bara soldið í leikhús þetta leikárið. Það sem mér líst best á og langar að sjá er þetta:
Í Borgó
Ekki erfitt að giska hér því leikhúsið hefur ákveðið að setja á svið hvorki fleiri né færri en 3 einleiki á þessum vetri að sjálfsögðu fangar Kómedían og Act alone þessu sérstaklega kannski fáum við að sjá einhvurja þessa leiki á Act alone 2009. En einleikirnir í Borgó heita.
*Ég heiti Rachel Corrie
*Sannleikurinn um lífið - í sjö hlutum
*Óskar og bleikklædda konan.
Í Þjóðleikhúsinu
*Einar Áskell, með brúðumeistaranum Bernd frá Skíðadal - hef reyndar séð verkið en er alveg til í að sjá það aftur og aftur og aftur - sannkölluð kennslustund fyrir okkur leikarana að fylgjast með Bernd á sviðinu.
*Hart í bak. Eftir uppáhalds íslenska leikskáldið mitt Jökul Jakobsson, að mínu mati og sennilega margra annarra hans besta verk. Löngu komin tími á að setja upp verk eftir Jökul og í raun ættu að vera sýningar á hverju leikári á allavega einu verka hans - eða bara sérstök Jökuls hátíð það væri náttúrulega toppurinn. Væri nú gaman að framkvæma þessa hugmynd einhvern daginn.
*Frida..viva la vida. Nýtt íslenskt verk eftir Brynhildi Guðjóns um listakonuna Fridu, þegar tvær góðar listakonur koma saman hlýtur útkoman að vera spennandi.
Í Hafnarfjarðarleikhúsinu
*Steinar í djúpinu. Samstarfsverkefni við Lab Loka. Nýtt leikhúsverk byggt á verkum Steinars Sigurjóns - hljómar rosa spennandi enda flott verk á ferðinni og úrvalslið í brúnni Rúnar Guðbrands, Guðni Franz, Guðrún Ás, Karl Guðmunds ofl ofl. ´
Hjá LA
*Creature. Eftir og með Kristjáni Ingimars, þarf enga útskýringu maðurinn er bara snillingur.
Já sannarlega flottur listi, ég hlakka til. Allir í leikhús í vetur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BILLUSTOFA OPNAR Í DAG
29.8.2008 | 12:07
Kómedíufrúin, Marsibil G. Kristjánsdóttir, opnar vinnustofu sína Billustofu í dag kl.16 í Túngötu 17. Þar gefur að líta mögnuð verk úr smiðju Billu s.s. pennateikningarnar frægu og nýjasta trompið dúkristur úr Gísla sögu Súrssonar sem eru myndskreytingar við fleygar setningar úr sögunni s.s. Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og fleiri slagarar. Fjölmargt fleira er til sölu og til að kikka á í Billustofu s.s. glæsilegar krítarmyndir, vatnslitamyndir ofl. Einnig eru til sölu hljóðbækur Kómedíuleikhússins og lítið fornbókahorn með allrahanda verkum s.s. ástarsögum, reyfurum að ógleymdu Úrvali og Morgun. Billustofa er í Túngötu 17 og verður opin í dag frá kl.16. - 17. Billustofa verður einnig opin á morgun laugardag frá kl.13 - 15. Rétt er að geta þess að Kómedíufrúin er tæknivædd og er með posa. Það er því gott tækifæri að kaupa sér vanda list eða jafnvel kaupa verk til gjafa og jafnvel versla nokkrar jólagjafir því tíminn líður hratt. Að vanda er boðið uppá kaffi fríkeypis á Billustofu. Loks má geta þess að Billustofa verður opin um næstu helgi á föstudag og laugardag á sama tíma. Um að gera að vippa sér í Billustofu og kikka á vandaða list.
TVÖFALDUR LISTVIÐBURÐUR
29.8.2008 | 09:09
Frida í fyrsta sinn á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
KÓMEDÍAN HELDUR ÁFRAM OG ÁFRAM OG ÁFRAM......
27.8.2008 | 20:48