Einelti er ljótur leikur
10.3.2011 | 09:04
Undanfarið hafa verið talverðar umræður um þann ljóta löst okkar mannfólksins sem kallað er einelti. Öll umræða er af hinu góða og sannarlega er mikilvægt að reyna að stoppa þennan ljóta leik sem einelti er. Sjálfur viðurkenni ég að hafa tekið þátt í þessum rudda leik þegar ég var strákpolli vestur á Bíldudal fyrir þremur áratugum. Samt man ég það allt enn og var ég þó ekki þolandinn. Sú sem var tekinn fyrir lenti í því alla daga eftir skóla að við samnemendur hennar höfðum hana að spotti. Eina sem ég get sagt í dag er : Hvað vorum við að pæla? Ég mun aldrei gleyma þessu og sé eftir þessum ofleik mínum alla mína ævi. Við viðkomandi aðila get ég aðeins sagt: ,,Fyrirgefðu"
Hvað er til ráða? Vild ég hefði svarið. Fyrir nokkrum árum var reyndar kollegi minn Stefán Karl með herferð gegn einelti og kom það góða starf hans hreyfingu á málefnið. Kannski eitthvað slíkt þurfi að eiga sér stað í þessum leiðinda bardaga við það mein þjóðarinnar sem einelti er. Það hafa allt of margir reynslu af þessu meini hvort heldur það eru þolendur eða gerendur - við öll þurfum að standa að þessu átaki og útrýma einelti fyrir fullt og allt.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg svakalegt og ég veit um dæmi eins og þú lýsir um einstakling sem varð fyrir einelti í bekknum okkar, að vísu fór það alveg fram hjá mér í þá daga, en seinna þegar við fórum að hittast reglulega þá kom í ljós að bekkjarsystkini mín lögðu mikla áherslu á að þessi maður mætti og báru hann á höndum sér, þar kom skömmin til, og óskin um að bæta upp það sem var.
Svo vil ég benda þér á áhugaverða færslu hér: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1148923/ Um einelti og hvernig er hægt að ráða bót á slíku með tiltölulega einföldum aðferðum í flestum tilfellum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 10:28
já það verður að taka á þessu og best að við sýnum gott fordæmi hér á ísó og hefjumst handa - það byrjar náttúrulega ekkert né gerist fyrr en maður byrjar á hlutunum sjálfur -
Elfar Logi Hannesson, 10.3.2011 kl. 10:51
Nákvæmlega og leiklistin gefur okkur einmitt gott tækifæri til að bæði skynja ástandið og geta unnið með því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 11:36
já það er rétt væri nú vel við hæfi að setja á svið leikverk þar sem tekist er á við þennan löst þjóðarinnar
Elfar Logi Hannesson, 10.3.2011 kl. 11:49
Já, það væri hægt að koma heilmiklu til skila til umhugsunar fyrir bæði börn og fullorðna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 12:24
Reyndar heyrði ég frábæra sögu um þetta efni í útvarpinu smásögu eftir að mig minnir Einar Kárason. Hún var skrifuð í léttum tón af föður hvers sonur varð fyrir einelti sérstaklega af einum búlli í bekknum. Hann var búin að reyna all til að stoppa þetta af, en fór að lokum heim til föðurins og þegar hann opnaði dyrnar, sló hann manninn niður í dyrunum og spurði hvort þetta væri ekki normið eða eitthvað slíkt, og þetta steinhætti strax. Ég vildi gjarnan fá þessa sögu til að lesa aftur því hun var svo ljómandi skemmtileg höfundurinn las hana sjálfur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.