Bjálfansbarnið fékk fullt hús

Fyrsta frumsýning þessa Kómedíuleikárs var um helgina þegar jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans var sýnt fyrir fullu húsi í Listakaupstað á Ísafirði. Hér er á ferðinni leikrit fyrir alla fjölskylduna sem fjallar um vestfirsku jólasveinunum sem hafa ekki sést meðal manna í hundrað ár ef ekki meira. Fullt hús var einnig á annarri sýningu leiksins sem var í gær, sunnudag. Miðasala á næstu sýningar er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni og í miðasölusíma Kómedíu 891 7025. Sýnt verður bæði á laugardag og sunnudag kl.14 báða dagana. Eftir það verða sýningar allar helgar fyrir jól og einnig verður sérstök hátíðarsýning milli jóla og nýárs föstudaginn 30. desember en sú sýning hefst kl.17. Miðasala á allar sýningar er í blússandi gangi. Leikritið er sýnt í sal Listakaupstaðar í Norðurtangahúsinu á Ísafirði og er þetta fyrsta leikritið sem er sýnt í Listakaupstað. Bjálfansbarnið og bræður hans er eftir Elfar Logi Hannesson sem einnig leikur. Höfundur jólasveinavísna er Þórarinn Hannesson, Marsibil G. Kristjánsdóttir er skapari vestfirsku jólasveinanna sem og allrar umgjörðar ævintýrsins. Leikstjóri er Ársæll Níelsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með það Elfar Logi frábært. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 14:06

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

takk fyrir það Ásthildur - gaman að geta þess að það er uppselt á laugardag en laus sæti á sunnudag - Allir í leikhús fyrir jól

Elfar Logi Hannesson, 29.11.2011 kl. 12:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært það er dálítið langt að fara hjá mér í þetta sinn, því ég er í Austurríki.  Sendi ykkur góða strauma tuff tuff.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband