Notaðir blýantar óskast fyrir leiksýningu

Mikill stemmari er nú í herbúðum Kómedíuleikhússins því þessa dagana standa yfir æfingar á nýju íslensku leikverki. Að vanda er sótt í hinn merka vestfirska sagnaarf og nú er það Skáldið á Þröm sem er í sviðsljósinu. Leikurinn nefnist Náströnd Skáldið á Þröm og er byggt á dagbókum skáldsins sem eru miklar að vöxtum. Skáldið á Þröm eða Magnús Hj. Magnússon er fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni í Heimsljósi Laxa. Náströnd Skáldið á Þröm verður frumsýnt á söguslóðum á Suðureyri þar sem skáldið eyddi síðustu æviárum sínum, föstudaginn 23. mars. Önnur sýninga verður daginn eftir.
Leikmynd leiksins er að meðal annars gerð úr blýantsstubbum og er nú leitað eftir aðstoð landsmanna. Það vantar nokkur hundruð notaðara blýanta í verkið og ef þú lesandi góður lumar á nokkrum stubbum þá endilega settu þig í samband við okkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband