Menningarskjár Vestfjarða
28.4.2014 | 10:05
Margt er rætt á leikferðum.
Var að koma heim eftir velheppnaða leikferð Kómedíuleikhússins með barnaleikritið Halla. Sýndum í hinu stórglæsilega Gaflaraleikhúsi í Hafnarfirði. Svo skemmtilega vill til að við erum tvö í þessu leikverki en yfirleitt er ég bara einn einsog þekkt er orðið. Enda er ég svo lélegur leikari einsog maðurinn sagði. Svo það var skemmtileg nýjung að hafa einhvern annan en útvarpið til að tala við á leið milli staða. Hlusta reyndar mikið á hljóðbækur þegar ég er einn á ferð en nú var bara græjann styllt lágt enda margt að spjalla. Að sjálfsögðu komu listir og menning mikið við sögu enda erum við bæði í lettedeildinni. Einkum voru markaðsmál listarinnar okkur hugleikin. Enda er það staðreynd í okkar nútímasamfélagi að markaðsmál skipta alveg gífurlega þegar listviðburður er settur á svið. Það hefði t.d. verið stórkoslegt ef við hefðum getað auglýst sýningar okkar á Höllu á helginni og notað til þess svona 200 þúsund eða svo. En fyrir svona lítið menningarapparat einsog Kómedíuleikhúsið er erfitt að finna solleiðis upphæðir. Hið Kómíska bókhald er sannarlega kómískt.
Það er bara þannig að vort lista- og menningarlíf er gífurlega öflugt og það er svo mikið um að vera. Sem er alveg stórkostlegt svo til að láta vita af þínum viðburði þá þarftu að auglýsa þig vel og standa vel að öllum kynningarmálum. Sjálfur fæ ég mjög oft þá spurningu eftir sýningu einhversstaðar: Ha, bíddu var þetta eitthvað auglýst?
Málið er bara að við í listinni erum ekkert voða klár í að selja okkur sjálf. Enda svo sem alveg nóg að vera að beita sínum kröftum í listinni og í raun alveg útí hróa að vera að ætla sínum litla kroppi og kolli í að gera allt. Leika, markaðssetja, svara í miðasölusímann og skúra leiksviðið.
Hér í menningarbænum Ísafirði eru allar auglýsingatöflur fullar af auglýsingum. Sem sýnir hve frábært vort mannlíf er. Oftar en ekki kemur maður ekki upp sinni auglýsingu sökum plássleisis. Enn verra er hinsvegar að oft eru auglýsingar teknar niður þó viðburði sé ekki lokið.
En það eru tækifæri í öllum stöðum svo gerum eitthvað nýtt og spennandi.
Sú hugmynd sem við ræddum mest. Var sú að sniðugt gæti verið að koma upp Menningarskjá Vestfjarða. Þessum skjám væri komið fyrir á helstu samkomu stöðum fjórðungsins t.d. í Hamraborg á Ísafirði, í Bónus, á Vegamótum á Bíldudal, á Galdrasafninu á Hólmavík og víðar. Á skjánum væru auglýsingar þar sem menningarlífið væri kynnt. Mundi rúlla allan sólarhinginn árið um kring. Þannig gæti t.d. Leikfélag Hólmavíkur kynnt sínar leiksýningar, kórar gætu auglýst sína tónleika, myndlistarmaður auglýst sýningu og já bara allt nema fatamarkaðir ættu þarna heima. Vissulega þarf að stýra þessu á einhvern hátt og eðlilegast væri að hafa ritstjóra yfir dæminu sem gæti t.d. verið blaðamaður á Bæjarins besta. Þeir sem vildu kynna sína viðburði gætu þá einfaldlega sent kynningartexta og mynd á ritstjórann sem setur þetta á Menningarskjá Vestfjarða.
Auðvitað kostar þetta eitthvað en fyrst er að hugsa og melta. Svo finnst ávallt besta lausnin. Kannski kemst Menningarskjár Vestfjarða í loftið? Það yrði nú gaman mar'.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Mér líst alveg svakalega vel á þetta :)
Birna Friðbjört S. Hannesdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.