Fyllum eyðina með listamannaíbúðum
14.5.2014 | 09:50
Það er eitthvað sérlega heillandi við eyðibýli. Einhverjir töfrar og sannarlega saga og oftar en ekki gleymd saga. Hvernig væri nú að breyta einsog 20 eyðibýlum af þessum 160 í listamannaíbúðir. Vissulega þarf að velja þau sem eru best með farin haldi allavega vatni og vindum. Líklega þarf að stinga rafmagni aftur í samband við bæinn og svo náttúrulega mubla bæinn upp. Semsé einhver kostnaður en á móti kæmu tekjur inná íbúðina vegna leigu til listamanna. Tæki líklega nokkur ár að ná núllinu en þannig er það einmitt í listinni. Fyrstu árin er mínus á dæminu en svo stefna allir að stóra núllinu og það ætti alveg að takast í þessu tilfelli.
Sjálfur væri ég meira en til í að dvelja á eyðibýli til að skapa og vinna við mína list. Nokk viss um að fleiri væru til í það líka. Svo fyllum eyðbýlin af lífi og sköpun.
Ríkið á 160 eyðijarðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.