BESTU LEIKARAR 20 ALDAR

Það er alltaf að glugga í gömlum skræðum. Kómedíuleikarinn datt ofan í eina í nótt og gleymdi sér alveg við lesturinn einsog oft vill verða. Enda er þetta skemmtilegt uppflettirit sem heitir Bók aldarinnar eftir Gísla Martein og Ólaf Teit. Í þessari bók eru allra handa topp tíu listar mjög fjölbreyttir og ólíkir allt frá vinsælustu stjórnmálamönnunum til vinsælustu hundanafna. Þó nokkrir listar í bókinni tengjast list og þar var náttúrulega mest áð í nótt. Til gaman kemur hér listi yfir Bestu leikara síðustu aldar hér á landi:

Lárus Pálsson

Brynjólfur Jóhannesson

Gísli Halldórsson

Róbert Arnfinnsson

Þorsteinn Ö Stephensen

Gunnar Eyjólfsson

Helgi Skúlason

Hilmir Snær Guðnason

Rúrik Haraldson

Sigurður Sigurjónsson

Veskú. Þetta er hinn flottasti listi reyndar eru þarna allmargir leikarar sé maður sá aldrei á sviði s.s. Lárus, Brynjólfur og Þorsteinn Ö en maður heyrði nú í þeim á gömlu gufunni einnig eru til nokkrir vinilar með þeim sem og eitthvað sjónvarpsefni t.d. Maður og kona þar sem Brynjólfur fer á kostum sem sér Sigvaldi. Svona listar eru náttúrulega alltaf umdeildir og vonlaust að finna lista þar sem allir eru sammála um alla þetta er jú alltaf smekksatriði. Sumir þola t.d. ekki Woddy Allen meðan aðrir fíla hann í ræmur. Í smáletrinu í bókinni eru svo einnig nefndir nokkrir leikarar til viðbótar sem kíttluðu topp listann: Haraldur Björnsson, Indriði Waage, Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Ingvar E. Sigurðsson og Valur Gíslason.

Já eitt er víst þetta eru allt toppleikarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Var nokkuð annar listi yfir bestu leikkonurnar?  Eða voru þær kannski ekkert góðar á 20. öldinni?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 18.1.2008 kl. 15:41

2 identicon

O jú og ef eitthvað þá voru þær jafnvel betri. Ég tel mig nú ekki til karlrembu þó ég sé alinn uppá Bídó en það er samt alltaf gott að hafa eina svona mömmu til að passa uppá mann. Og einsog ég er vanur að gera þá geri ég allt fyrir mömmu og núna ætla ég að ná í bókina góðu og skella topp tíu leikkonulista þeirra Gísla og Óla inn. Kemur alveg rétt. Sorrý mamma.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband