TIL HAMINGJU GRINDAVÍK

Gleðifréttir berast nú frá Grindavík. Þar hafa heimaleikarar bæjarins, þeir Bergur Þór og Víðir Guðmundsson, stofnað atvinnuleikhús er nefnist GRAL eða Grindvíska atvinnuleikhúsið. Kómedíuleikhúsið fagnar þessu framtaki sérstaklega og bíður GRAL velkomið í hóp atvinnuleikhúsa á landsbyggðinni. Sem þýðir að nú eru atvinnuleikhúsin á landsbyggðinni orðin fjögur: Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, Frú Norma á Egilsstöðum, GRAL í Grindavík og loks Leikfélag Akureyrar. Nú er að vona að stjórnvöld fylgi straumnum og þessari merkilegu stefnu í íslensku atvinnuleikhúsi á landsbyggðinni. Það kæmi Kómedíuleikaranum ekki á óvart að innan skamms spretti upp annað atvinnuleikhús á landsbyggðinni bara spurning hvar??? Semsagt stór dagur í sögu atvinnuleikhúsa á landsbyggðinni, til hamingju Grindvíkingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég varð reið við að lesa að Komedíuleikhúsið fengi ekki styrk í ár.  Ég vona að eitthvað gerist til að einleikarahátíðin verði áfram.  Það eru margir sem hafa áhuga á henni, og þetta hefur lyft menningu bæjarins.  Nú er að berjast til þrautar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 21:56

2 identicon

Já Áshildur við gefumst ekki upp - en það má nú samt segja að þetta varðandi styrkina frá Leikilstarráði til handa Kómedíu sé bara ekki einleikið. Einsog maðurinn sagði. Act alone verður í ár haldin með stæl og vonandi getum við haldið henni áfram allavega stefnir Kómedían að því

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband