EF PACINO ER GEIM ÞÁ ÆTLA ÉG SKO AÐ HORFA Á BOND ÞÓ SPÆJARINN SÉ ORÐINN ÓINTRESANT

Verð að viðurkenna að áhuginn á Bond hefur dalað eftir því sem árin líða, hef ekki séð þrjár síðustu myndir. Hinsvegar reynir maður aldrei að missa af meistara Al verður örugglega þess virði að horfa á Bond ræmuna ef Pacino leikur vonda kallinn. Það gæti þá líka gerst að hann skáki flottasta Bondillmenninu til þessa sem er að mínu mati Christopher Walken. Og fyrst við erum farinn að bera saman illmenni þá er líka best að bera saman Bondana í leiðinni og þá fyrir utan þennan nýja þar sem ég hef ekki séð hann. Minn Bond er Roger, Roger Moore.
mbl.is Leikur Pacino næsta illmenni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Það getur ekki orðið annað en gott ef kallinn tekur að  sér hlutverkið.

Annars er ég sammála því að þú Brosnan hafi staðið sig ágætlega þá fóru þær Bond myndir, og þá sérstaklega síðasta myndin hans, nokkuð fram úr sjálfum sér. Myndirnar misstu sjónar af upprunanum og gleymdu sé í yfirdrifnum tölvubrelluatriðum. Mæli með að þú kíkir á Casino Royale með Daniel Graig, hann er hrikalega flottur í hlutverkinu og myndin er sú besta í áraraðir (amk hvað Bond myndir varðar). Graig er að mínu mati bestur, ekki jafn húmorískur og Moore (sem mér hefur alltaf fundist leika Bond með hálfgerðu slap-stick) og mun aggressívari en t.d. Connery, má kannski segja að hann sé passleg blanda af Connery og Dalton (sem er að mínu mati vanmetinn Bond). Mads Mikkelsen sem illmennið Le Chiffre kemst líka ofarlega sem "besta" illmennið.

Ársæll Níelsson, 16.2.2008 kl. 20:43

2 identicon

Kannski ég kikki á Casino - einmitt Slapstikk - þessvegna er Moorinn svona Kómískur og í uppáhaldi á þeim bænum. Já, mér fannst Dalton nú allt í lagi. En Connery þó betri - næst besti Bondinn engin spurning

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband