BILLUSTOFA OPIN UM HELGINA
11.4.2008 | 12:12
Kómedíufrúin, Billa, verður með vinnustofu sína opna á morgun frá kl.14. - 17. Stofu sína nefnir hún Billustofu og þar má sjá fjölbreytt úrvarl verka hennar, krítarmyndir, dúkristur, pennateikningar, handverk og olíumálverk. Billustofa var fyrst opin nú um páskana og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn því gestir streymdu í túnið heima og gerður var góður rómur af stofunni. Billustofa er til húsa í Túngötu 17 og að vanda verður heitt á könnunni. Sjáumst í túninu á ísó.
Pennateikningar Billu hafa vakið mikla athygli og verið sýndar víða um land allt frá RVK til AK til Ísó
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hæ og hó frændi
Já ég ætlaði nú að hringja í hana Billu þína í dag, en mig dreymdi hana / ykkur í nótt, já hún var að einast barna /stelpu
en í fæðingunni komumst læknarnir að því að hún gekk með þríbura
!!!!! já þetta voru tvær stelpur og einn strákur úps!!! Hvað er í gangi????
Held að þetta tákni nú ekki að þið séuð að fara að bæta í barna hópinn ykkar en einhver þrjú verkefni eru að fæðast hjá henni /ykkur. Það verður gaman að sjá
Já það væri nú gaman að kíkja í kaffi um helgina til hennar Billu en þar sem spáin er svo góð er ég að hugsa um að skella mér í Hlíðarfjall á skíði og fara svo í leikhús um kvöldið.
Knús og kossar frá Akureyri
magga frænka
Magga frænka (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:17
Vá ekkert smá draumur, en maður er nú kominn til að ára sinna og því fellst ég vel á þá skýringu hjá þér að þrjú verkefni komi í heiminn og er það vel enda vantar alltaf monnýpeninga hjá listamannahjónatetrunum
Elfar Logi Hannesson, 11.4.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.