FLEIRI STEINSFRÉTTIR Á AFMÆLISÁRI

Fyrir skömmu ritaði sá Kómíski hér smá blogg um tvo Steina af rithöfundastétt. Steinarnir eru Steinar Sigurjónsson sem á 70 ára fæðingarafmæli og þrjátíu árum síðar fæddist Steinn Steinarr. Fjölmargt er gert á árinu til að minnast þessa merku en ólíku penna og hér skal bætt nokkru við sem ekki var getið. Vaka Helgafell hefur gefið út heildarútgáfu ljóða Steins Steinarrs og þó að maður eigi fyrstu útgáfuna frá '64 ef ég man rétt þá þarf maður líka að kaupa þessa því í henni eru nokkur ljóð sem ekki eru í frumútgáfunni. Gott framtak hjá VökuHelgafells mönnum og konum og bætist í stórgjafaflóruna fyrir fermingar og stórafmæli þar sem fyrir eru vandaðar útgáfur á borð við ljóðasafns Tómasar Guðmundssonar sem mörg fermingarbörn hafa fengið í gegnum árin. Önnur stórfrétt um Stein Steinarr er að á Ströndum eru menn að pæla í að setja upp Steinssafn eða Steinssetur veit ekki hvort það er finnst reyndar þetta setur vera orðið nokkuð þreytt - safn miklu flottara. Fyrirhugað er að safnið verði í fæðingarhreppi Steins í Nauteyrarhreppi nánar tiltekið í gamla félagsheimilinu. Mikið væri nú flott ef þetta gengi eftir. Að lokum er síðan rétt að geta þess að einleikur Kómedíuleihússins Steinn Steinarr er enn fáanlegur á DVD og fæst hann í verslun Kómedíu www.komedia.is kostar aðeins 1.500 kall. Steinarnir rúlla áfram inní árið og munu ábyggilega gera það lengur enda alvöru pennar á ferð.

steinnsteinarKómedíuleikarinn sem Steinn Steinarr í samnefndum einleik


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband