TVEGGJA ÞJÓNN Á ÓLAFSFIRÐI Í KVÖLD
12.4.2008 | 13:35
Leikfélag Siglufjarðar sýnir gamanleikinn vinsæla Tveggja þjón í Tjarnborg á Ólafsfirði í kvöld. Sýningin hefst kl.20.30 en húsið opnar hálftíma fyrr. Miðaverð aðeins 2.000. spesíur en eldriborgarar og börn 12 ára á yngir fá miðann á 1.500. Tveggja þjónn er sprenghlægilegur ærslaleikur eftir Carlo Goldoni í leikstjórn Kómedíuleikarans. Allir í leikhús á Ólafsfiðri í kvöld.
Carlo Goldoni eitt fremsta leikskáld Ítala.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sæll Logi
Það var stuð hjá leikhópnum á Óló í gær þrátt fyrir að við þyrftum að fara lengri leiðina (3ja tíma akstur) og tókst sýningin bara mjög vel.

Reyna átti að klekkja á Eldibrandi þar sem hann var einn á sviðinu að búa sig undir að taka upp úr kistunum en hann lét ekkert á sig fá. Jakkinn og pappírarnir voru á sínum stað í kistunum en í aðra kistuna höfðu dömurnar í leikhópnum plantað brjóstahöldurum sínum. Hefðir þú heyrt tístið og hláturinn barkvið hefðir þú pottþétt gefið nótu á það
Eldibrandur er náttúrulega klikkaður karakter, hann tók einn haldarann upp úr kistunni, setti hann á andlitið á sér og þóttist vera Mæja býfluga og flögraði um sviðið við mikinn hlátur Ólafsfirðinga.
Þetta var lokasýningin hjá okkur eftir því sem ég best veit og nú bíður maður bara spenntur eftir næsta verki.
Kv.
Eldibrandur
Daníel (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:31
Það hefði verið gaman að vera fluga í sal greinilega. En gott að Kómíkin haldi sér alla leið bæði innan og utan sviðs. Veit að þið hafið staðið ykkur vel er stolltur af ykkur.
Elfar Logi Hannesson, 13.4.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.