HEIÐIN Í ÍSAFJARÐARBÍÓI Í KVÖLD

Íslenska kvikmyndin Heiðin verður sýnd í Ísafjarðarbíói í kvöld kl.20. Allir að mæta og horfa á flotta ræmu. Heiðin tengist Vestfjörðum á margan hátt. Fyrst skal nefna leikstjóra myndarinnarinnar Einar Þór Gunnlaugsson en hann er frá Hvilft í Önundarfirði. Kvikmyndin er einnig tekin upp á Vestfjörðum í Reykhólasveitinni. Þriðji vestfirski punkturinn er svo að Kómedíuleikarinn leikur í myndinni. Honum bregður þar fyrir í einar fimm mínútur eða svo sem er  klassískur Kómedíutími ef þannig má að orði komast. Því þær myndir sem hann hefur leikið í hafa að geyma fimm kómískar mínútur Fiasko, Allir litir hafsins, Heiðin og í sumar tekur hann sínar fimm mínútur í sjónvarpsmyndinni Eitur í æðum sem verður einnig tekin upp hér fyrir vestan.

 Kómedíuleikarinn leikur bifvélavirkja í Heiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá og ég svo upptekinn við barnapíustörf að það hálfa væri nóg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Já það getur nú líka verið skemmtilegt bíó

Elfar Logi Hannesson, 7.5.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband