AUKASÝNING Á FORLEIK Í KVÖLD

Forleikur hefur notið mikilla vinsælda á Ísafirði og verður aukasýning á Veitingastaðnum við Pollinn í kvöld kl.21. Örfá sæti laus fyrstur pantar fyrstur fær en miðapantanir eru hjá Kómedíu www.komedia.is Forleikur er samstarfsverkefni Kómedíuleikhússins og Litla leikklúbbsins en í þessari sýningu eru sýndir fjórir einleikir eftir fjóra höfunda. Þessi sýning er í raun forleikur eða upphitun fyrir einleikjahátíðina Act alone sem verður haldin á Ísafirði dagana 2. - 6. júlí í sumar. Tvær sýningar til viðbótar verða á Forleik núna um helgina. Á morgun verður Forleikur í Einarshúsi í Bolungarvík og annaðkvöld, laugardag, verður Forleikur á Vagninum á Flateyri. Miðasla er nú í fullum gangi á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Það ættum því engum að leiðast fyrir vestan um helgina. Sjáumst í leikhúsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband