ÍSBJÖRN Á ÍSAFIRÐI Í DAG

morra isbjornmorra isbjorn2Myndir Agúst G. Atlason

Stóra ísbjarnarmálið var aðalmálið á Ísafirði í dag en mörgum brá í brún þegar Ísbjörn skundaði í bæinn í dag. Fyrst sást til dýrsins á hringtorginu á Ísafirði þaðan lá leiðin niðrí bæ og notaði björnin tækifæri til að líta í búðir. Hann skundaði t.d. inní verzlunina Harmaborg og keyptir sér ís krab, enda mikill hiti á Ísafirði í dag sól og sumar. Megin erindi hans í bæinn var þó leit hans að félaga sínum að norðan. Hafði Ísfirski ísbjörninn mynd af norðlenska birninum og sýndi vegfarendum í þeirri von að þeir hefðu séð til hans. Mikill fjöldi ferðamanna var á Ísafirði í dag og brá mörgum í brún þegar Ísfirski ísbjörninn skundaði á Silfurtorg. Óhætt er að segja að mikil hræðsla hafi gripið um sig en þó voru margir ósmeikir og vildu fá að klappa dýrinu sem tók því nú reyndar ekki mjög vel. Í miðjum æsingnum skunduðu tveir vaskir veiðimenn á torgið og eftir þó nokkuð at og baráttu náðu þeir að fella dýrið. Ekki fögnuðu þó allir þessum leikslokum og létu veiðimennina heyra það að vera að deyða svona hvítt og fallegt dýr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.6.2008 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband