HLJÓÐBÓKIN ÞJÓÐSÖGUR ÚR VESTURBYGGÐ UPPSELD

Kómedíuleikhúsið hefur verið að hasla sér völl í hljóðbókaútgáfu og hefur nú þegar gefið út þrjár slíkar. Óhætt er að segja að hljóðbókum Kómedíuleikhússins hafi verið vel tekið og hefur salan gengið framar öllum vonum. Nú er svo komið að fyrsta hljóðbók Kómedíuleikhússins, Þjóðsögur úr Vesturbyggð, er uppseld hjá útgefanda. Nokkur eintök af hljóðbókinni vinsælu úr Vesturbyggð gætu verið til á hinum fjölmörgu sölustöðum hljóðbókanna t.d. í Eymdunsson búðunum, í Flókalundi og Orkusteini á Ísafirði. Hinar tvær hljóðbækur Kómedíuleikhússins eru hins vegar enn fáanlegar og er hægt að panta þær hér á heimasíðunni. Að lokum má geta þess að nú stendur yfir undirbúningur að fjórðu hljóðbók Kómedíuleikhússins. Enn er leitað í hinn magnaða þjóðsagnaarf og nú verða það Þjóðsögur af Ströndum sem er víðfrægt þjóðsagna svæði trölla, drauga og galdra. Hljóðbókin Þjóðsögur af Ströndum er væntanleg í haust.

tjodsogur ur bolungarvik


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar hljóðbækur eru frábærar!

Ég fékk nú hljóðbókina með Þjóðsögunum héðan úr Víkinni að gjöf og ég hef ég leyft 2 ára dóttur minni að hlusta og henni finnst það sko ekkert slæmt, talar meðal annars um Mörð tröllkarl og Furí´i (Þuríði).

Þetta er frábært framtak, klapp, klapp fyrir þessu!

Kveðja frá Bolungarvík, Guðbjörg St. Hafþórsdóttir 

Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætla að kaupa mér þessar hljóðbækur.  Gott að vita af þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Takk fyrir góð orð Guðbjörg já unga fólkið fílar sko þessar sögur..

Gott að heyra Ásthildur með ósk um góða hlustun

Elfar Logi Hannesson, 30.7.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: Faktor

Heill og sæll!

Ég var einmitt að kaupa eina og senda brotfluttum Vestfirðingi, sem hefur búið á Austfjörðum á fimmta áratug

Mér virðist hljóðbækur vera að "koma sterkar inn".

Faktor, 2.8.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband