GÍSLI SÚRI VOÐA SÚR - LEIKHÚSTORGI AFLÝST

Það er soldið mikill vindur hér á Ísó þannig að því miður verður að aflýsa fyrirhuguðu Leikhústorgi Kómedíuleikhússins sem átti að vera á Silfurtorgi kl.16. Fornkappinn Gísli Súrsson er ýmsu vanur en þar sem um úti sýningu er að ræða þá mun leikmyndin fjúka útí veður og vind þó svo fornkappinn gæti nú staðið allar vindhviður af sér. Gísli Súrsson er hinsvegar á leiðinni í enn eina útlegðina ætlar að herja á Norðurland og heimsækja skóla þar í næstu viku. Með í för verður prinsessan Dimmalimm sem mun einnig líta við í nokkrum leikskólum á svæðinu. Gísli Súrsson hefur leikinn strax á mánduag þegar leikurinn verður sýndur í Grunnskólanum Hofsósi. Síðan tekur hver sýningin við af öðrum á Blönduósi, Skagaströnd og á Sauðárkróki. Dimmalimm verður á Akureyri í lok vikunnar og verða þrjár sýningar á ævintýrinu vinsæla. Loks er rétt að geta þess að þessari Norðanferð Kómedíu lýkur á Siglufirði á laugardag þar sem ljóðaleikurinn Búlúlala verður sýndur á Ljóðahátíðin Glóð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er nú aldeilis rokið, bæði í gær og dag. Púff !!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

En það vill svo vel til að þetta er mjög sjaldgæft hér á Ísó einsog landsmenn allir vita - bærinn þekktur fyrir veðurblíðu og menningu

Elfar Logi Hannesson, 20.9.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband