KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU UM HELGINA
6.12.2008 | 12:50
Kómedíuleikhúsið verður í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag, 7. desember. Sýndir verða tveir leikir úr smiðju leikhússins en gaman er að geta þess að frítt verður á báðar sýningarnar. Leikurinn hefst kl.14 þegar ævintýrið vinsæla Dimmalimm verður sýnt. Uppfærslan hefur notið mikilla vinsælda og hefur verkið nú verið sýnt um 70 sinnum bæði hér heima og erlendis. Seinni leikurinn verður svo á fjölunum í Þjóðmenningarhúsinu kl.16. Þar er um að ræða jólaleikritið Jólasveinar Grýlusynir sem er á leikferð í borginni þessa dagana. Og nú vita allir hvar þeir geta verið á morgun. Heimsókn í Þjóðmenningarhúsið á sunnudag verður sannarlega ævintýraleg og skemmtileg.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.