TAKK PALLI

Mikið er nú gott að búið sé að hætta við að hætta með svæðisútvörpin á landsbyggðinni. Enda var þetta eins og blaut tuska framan í okkur sem á landinu búa en kom manni svosem ekkert á óvart. Byrjað var að skera niður landsbyggðaútvörpin og morgunleikfimina, eitthvað segir manni nú að þetta séu nú ekki dýrustu póstarnir í rekstri Ríkisútvarpsins. Nær hefði verið að laga til launamunin hjá toppunum og svo má Rás tvö alveg missa sig, úps, sagði ég nú eitthvað sem má ekki. En þetta er bara mín skoðun hef aldrei verið fyrir þessa stöð og sérstaklega pirrar það mann þegar Rás tvö yfirtekur langbylgjuna. En allavega takk fyrir að svæðisútvörpin fái að lifa áfram.
mbl.is Svæðissendingar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband