AUKASÝNINGAR Á AUKAVINNU Á ÍSÓ
15.2.2009 | 16:46
Alþýðlega leik- og söngskemmtunin Við heimtum aukavinnu hefur sannarlega slegið í gegn. Tvær sýningar voru núna um helgina og var uppselt á báðar sýningarnar þó bætt hefði verið við fleiri sætum en um helgina sáu um 300 manns sýninguna.Það hefur því verið ákveðið að hafa tvær aukasýningar um næstu helgi. Sýnt verður á laugardag 21. febrúar og verður sérstök fjölskyldusýning sem hefst kl.17. En gaman er að segja frá því að mikið Jónasar og Jón Múla æði er nú í Grunnskólanum á Ísafirði en um daginn sáu þau brot úr sýningunni og höfðu svo gaman af að nú er Riggarobb og fleiri slagarar sungnir í öllum frímínútum og nestistímum. Það er því tilvalið að fjölskyldan skelli sér öll saman í leikhús um helgina. Síðar um kvöldið eða kl.21 verður svo önnur sýning á Við heimtum aukavinnu! Miðasala á aukasýningarnar er hafinn og nú er bara að slá inn númerið 618 8269 og panta sér miða.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Flott hjá ykkur, það er alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur frændi þetta verða allt stórsýningar hjá þér :-) manni langar bara til að skella sér á sýningu hjá ykkur spurning um að fara bara hringinn með stykkið :-)
knús á dömurnar þínar
kv magga frænka
frænka á akó (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:34
Takk Magga frænka það er bara svo gott að skapa hérna og frábært fólk. Væri ekki bara sniðugt að skella sér á Skíðaviku þá verður sýning og svo fullt af menningu. Reyndar eru komnar hugmyndir um að fara á smá rúnt með Aukavinnuna skella sér jafnvel á Bíldó og svona. Sjáum hvað gerist. Bestu kveðjur norður
Elfar Logi Hannesson, 16.2.2009 kl. 09:11
Þetta var dásamleg sýning, ég held að ég hafi ekki skemmt mér svona vel í áraraðir. Allt small vel saman, þú ert frábær Elvar Logi ég mæli 100% með þessari sýningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.