BILLA BÆJARLISTAMAÐUR ÍSAFJARÐARBÆJAR
10.11.2009 | 17:44
Á sunnudag var Bæjarlistamaður Ísafjarðabæjar útnefndur í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Bæjarlistamaður 2009 er Marsibil G. Kristjánsdóttir eða Billa einsog margir þekkja hana. Kómedíuleikhúsið óskar Billu innlega til hamingju og er óhætt að segja að hún sé flottur Bæjarlistamaður ársins 2009. Billa hefur í gegnum árin poppað allhressilega uppá lista- og menningarlífið hér vestra á fjölbreyttan hátt. Við í Kómedíuleikhúsinu höfum verið svo heppin að fá að njóta hæfileika hennar því hún hefur unnið fjölmargar leikmyndir og leyst ýmis kraftaverk fyrir sýningar Kómedíu í gegnum árin. Billa á án efa eftir að eflast ennfrekar í listinni í framtíðinni enda er hún bara rétt að byrja.
Billa er 10 listamaðurinn sem fær nafnbótina Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, hinir eru: Sigríður Ragnarsdóttir, Baldur Geirmundsson, Pétur Tryggvi, Elfar Logi Hannesson, Reynir Torfason, Villi Valli, Harpa Jónsdóttir, Jón Sigurpálsson og Jónas Tómasson.
Billa er 10 listamaðurinn sem fær nafnbótina Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, hinir eru: Sigríður Ragnarsdóttir, Baldur Geirmundsson, Pétur Tryggvi, Elfar Logi Hannesson, Reynir Torfason, Villi Valli, Harpa Jónsdóttir, Jón Sigurpálsson og Jónas Tómasson.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með frúna Elfar Logi. Hún er vel að þessu komin.
Ingólfur H Þorleifsson, 10.11.2009 kl. 18:37
takk fyrir það Ingólfur
Elfar Logi Hannesson, 11.11.2009 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.