Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Í LONDON
13.1.2008 | 13:37
Alltaf er maður að fatta eitthvað nýtt og kómískt. Í gærkveldi var Kómedíuleikarinn að vafra soldið og prófaði að Gúgla The Comedy Theatre bara svona uppá djókið. Það kemur þarna eitthvað pínku pons um Kómedíuleikhúsið á Íslandi en helling um Komedíuleikhúsið í London. Þetta er hið flottasta leikhús er á West end nánar tiltekið á Panton Street. Stofnað árið 1881 og hét upphaflega Konunglega Kómedíuleikhúsið en því var breytt þremur árum síðar, 1884, í Kómedíuleikhúsið. Síðasta árið hefur verið sýndur þar einhver leikur sem heitir Boeing Boeing veit engin frekari skil á því verki en það hefur víst gengið vel. Svona uppá grín þá koma hér nokkrar myndir af Kómedíuleikhúsinu í London og það verður nú að viðurkennast að hið Íslenska Kómedíuleikhús væri alveg til í að eiga svona flott leikhús. Alltaf í lagi að láta sig dreyma soldið og verður maður ekki alltaf að vera bjartsýnn. Rétt er þó að taka fram að ekkert hefur verið ákveðið með konunglega heimsókn Kómedíuleikarans íslenska í Kómedíuleikhúsið í Lon og Don. Það mun verða birt í Leikið og Séð þegar þar að kemur. Hvort leikhúsin fari í vinaleikhúsa dæmi líkt og sveitafélög gera með vinabæi er ekki ljóst á þessari stundu, en þó væri nú gaman ef Gísli mundi skreppa í mestu leikhúsborg Evrópu og vestur á Ísó væri boðið uppá vandaðan breskan gamanleik. En gjörið svo vel The Comedy Theatre London.
Best að prenta þetta út svo maður rati í flottasta leikhúsið í Lon og Don
Já og svo er bara að velja sér sæti.
GOTT MÁL TEK GRÍMUNA OFAN FYRIR ÞESSU
12.1.2008 | 16:00
Gríman á Akureyri? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ROKKBÆRINN ÍSAFJÖRÐUR - FÆR RÓS
11.1.2008 | 12:32
EYRARRÓSINA Á EYRINA Á ÍSÓ
10.1.2008 | 11:56
GÓÐ LEIÐ TIL AÐ AUGLÝSA SJÁLFAN SIG
9.1.2008 | 23:05
Grínisti flutti inn í Ikea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
KÓMÍSK LEIKRÆN SÍLD Á SIGLÓ
8.1.2008 | 15:52
Kómedíuleikarinn er búinn að koma sér fyrir á Siglufirði og mun dvelja þar næstu vikurnar. Ekki er hann þó kominn þangað til að vinna í síld enda ekki verið talinn heppilegur í fiskvinnslustörfum eftir að hann starfaði í Fiskvinnslunni á Bídó árið 19áttatíu og eitthvað. Nei þar kom strax í ljós að þetta djobb var ekki handa honum. Þó mætti líkja djobbi Kómedíuleikarans við vertíð á síldinni hér á árum áður en þessi vertíð stendur í sex vikur, eini munurinn er sá í stað síldar eru leikarar. Semsagt kominn til starfa hjá Leikfélagi Siglufjarðar og mun setja upp ítalska ærslaleikinn Tveggja þjónn eða Einn þjónn tveir herrar eftir Carlo Goldoni. Hér er á ferðinni þrælfjörugur leikur saminn í anda Kómedíu dell'Arte neð Harlekínó og co. Það er því engin hætt á að Kómedían lyggi niðri þó Kómedíuleikhúsið verði ekki með neitt á fjölunum á næstunni. Hins vegar verður ekki legið í neinum kryddlegi því Kómedíuleikarinn vinnur að handriti að nýjum einleik sem verður frumsýndur ef goðin leyfa næsta sumar. Ef með pökkum þessu saman á Kómísku máli þá má segja að framundan sé Kómísk Leikræn Síld á Sigló.
GÓÐ HUGMYND ELLI OG DAGUR TAKTU HANN Á ORÐINU
5.1.2008 | 16:23
Bíóborgin Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
NEI NEI ÞETTA ERU EKKERT ASNAR....ÖLL GAGNRÝNI Á RÉTT Á SÉR
4.1.2008 | 22:31
PENN ER ÖRUGGLEGA RÉTTI PENNINN Í ÞETTA DJOBB
3.1.2008 | 12:49
Þetta hlýtur að teljast gott val í formann dómnefndar þessu merku kvikmyndahátíðar. Sean Penn hefur lengi verið eitt af mínum uppáhöldum í Hollywood deildinni. Frábær leikari og geggjaður leikstjóri. Ég held ég hafi bara ekki séð lélega mynd með honum en ef svo er hefur hann verið eini ljósi púnktur myndarinnar. Svo er bara að bíða og sjá hverjir verða vinna Cannið í maí.
Sean Penn verður formaður dómnefndar í Cannes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ANNÓ KÓMEDÍ 2007
2.1.2008 | 23:07
Gleðilegt Kómískt ár allir með ósk um mikla Kómedíu í allt ár. Annáll Kómedíuleikhússins 2007 er kominn á netið á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is um að gera að vippa sér þangað og ná í Kómískan lestur. Árið 2007 var sannarlega Kómískt og skemmtilegt og alveg hellingur sem var gert. Nefni bara það helsta nokkrir nýjir einleikir voru frumfluttir allt frá Skrímslum til Jólasveina Grýlusona. Kómedíuleikhúsið stóð fyrir Act alone leiklistarhátíðinni og var það fjórða árið í röð sem þessi einleikna og eina árlega leiklistarhátíð á landinu var haldin. Rétt er að benda áhugasömum á heimasíðu Act alone www.actalone.net þar má lesa allt um hátíðna frá upphafi auk þess er þar heilmikill upplýsingabanki um einleiksformið. Fleira sem gerðist hjá Kómedíu árið 2007 var t.d. að leikhúsið hóf hljóðbókaútgáfu og gaf út tvær bækur á fyrsta ári. Margt og hellingur meir gerðist og má lesa meira um það á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Með ósk um Kómískan lestur.
Kómedíuleikarinn sem Jónatan Þorvaldsson í einleiknum Skrímsli.
Mynd: Menningarráð Vestfjarða.