Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Í LONDON

Alltaf er maður að fatta eitthvað nýtt og kómískt. Í gærkveldi var Kómedíuleikarinn að vafra soldið og prófaði að Gúgla The Comedy Theatre bara svona uppá djókið. Það kemur þarna eitthvað pínku pons um Kómedíuleikhúsið á Íslandi en helling um Komedíuleikhúsið í London. Þetta er hið flottasta leikhús er á West end nánar tiltekið á Panton Street. Stofnað árið 1881 og hét upphaflega Konunglega Kómedíuleikhúsið en því var breytt þremur árum síðar, 1884, í Kómedíuleikhúsið. Síðasta árið hefur verið sýndur þar einhver leikur sem heitir Boeing Boeing veit engin frekari skil á því verki en það hefur víst gengið vel. Svona uppá grín þá koma hér nokkrar myndir af Kómedíuleikhúsinu í London og það verður nú að viðurkennast að hið Íslenska Kómedíuleikhús væri alveg til í að eiga svona flott leikhús. Alltaf í lagi að láta sig dreyma soldið og verður maður ekki alltaf að vera bjartsýnn. Rétt er þó að taka fram að ekkert hefur verið ákveðið með konunglega heimsókn Kómedíuleikarans íslenska í Kómedíuleikhúsið í Lon og Don. Það mun verða birt í Leikið og Séð þegar þar að kemur. Hvort leikhúsin fari í vinaleikhúsa dæmi líkt og sveitafélög gera með vinabæi er ekki ljóst á þessari stundu, en þó væri nú gaman ef Gísli mundi skreppa í mestu leikhúsborg Evrópu og vestur á Ísó væri boðið uppá vandaðan breskan gamanleik. En gjörið svo vel The Comedy Theatre London.

komediuleikhus2 Þokkalega Kómísk bygging

komediuleikhus3 Flottur intrans

komediuleikhus5 Best að prenta þetta út svo maður rati í flottasta leikhúsið í Lon og Don

komediuleikhus4 Já og svo er bara að velja sér sæti.


GOTT MÁL TEK GRÍMUNA OFAN FYRIR ÞESSU

Þetta líst mér mjög vel á að skella hinni umdeildu grímu líka á landsbyggðina. Akureyri hefur sannarlega verið í sviðsljósinu síðustu leikár enda leikhúsið þar náð frábærum árangri eftir heldur dapur gengi í einhver ár eða jafnvel áratugi. Þarf þá reyndar að díla eitthvað við Flugfélagið því við í leikarastéttinni erum ekkert með mikið í vösunum svona allajafna. Reyndar er líka hægt að fara hele húbben í langferðabíl. Næsta skref hlýtur að vera að heimabær Kómedíu Ísafjarðarbær vilji líka setja upp grímuna það væri þá kannski til þess að maður mundi mæta í veisluna. Hef nefnilega ekki efni á að fljúga suður og hvað þá norður til að mæta í eina veislu - já eða eitthvað þannig.
mbl.is Gríman á Akureyri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ROKKBÆRINN ÍSAFJÖRÐUR - FÆR RÓS

Til hamingju allir rokkarar landsins og sérrílagi aðstandur hinna frábæru rokkhátíðar Aldrei fór ég suður á Ísafirði sem í gær hlaut Eyrarrósina. Einn helsti hugmyndasmiður hátíðarinnar er hugsjóna listamaðurinn Mugison og er óhætt að segja að hann og þeir rokkbræður og systur eru vel að rósinni komin. Í allir umræðu um Kvikmyndaborgina Rvk mætti nú segja Rokkbærinn Ísafjörður og stíga nú bara skrefið til fulls og mæta miklu fleiri rósum við rokkið á Ísafirði. Hér vestra er fullt af stöðum til að halda konserta og nú eigum við bara að fara að flytja inn rokksveitir í stórum stil og skora ég á mister Grím Atlason, sem hefur flutt inn margann snillinginn nú síðast Kim Larsen ef ég man rétt, að kíla bara á það bjalla í Tom Waits eða einhvern annan snilling og flytja hann vestur í Rokkbæinn Ísafjörð. Vá maður það væri klikkað að fá meistarann og hann er ábyggilega miklu spenntari fyrir að halda konsert á Ísó frekar en í borginni. Já nú er bara að hækka í græjunum og byggjað upp Rokkbæinn Ísó. Til hamingju rokkarar á öllum aldri.

EYRARRÓSINA Á EYRINA Á ÍSÓ

Í dag verður Eyrarrósin verður afhent í dag og ég verð nú bara að segja að það kæmi mér á nokk á óvart ef hún fer ekki á Eyrina á Ísafirði þetta árið. Já Vestfirðir eru tilnefndir aftur með sama verkefni og í fyrra rokkfestivalið Aldrei fór ég suður sem er hugmynd hugsjónastráksins Mugison. Reyndar fór rósin vestur síðast en þá fékk hið frábæra Galdrasafn á Ströndum Eyrarrósina og voru þeir kuklarar Siggi Atla og Jón vel að þeim verðlaunum komnir. Galdrasafnið er einmitt landsbyggðaverkefni sem hefur hlaðið uppá sig bæði verið atvinnuskapandi og síðast en ekki síst laðað að fleiri tugi þúsunda manna. Sama hefur gerst með Aldrei fór ég suður sem er reyndar alfarið rekið af hugsjón því það er ókeypis inná tónleikana en fjöldi góðra fyrirtækja styrkja viðburðinn. Vestfirðingar hafa verið duglegir að bjóða uppá vandaða dagskrá fyrir alla sem kostar núll krónur því auk rokkfestivalsins er líka haldin leiklistarhátíðin Act alone á Ísafirði yfir sumartímann og þá er frítt í leikhús. Hugur Kómedíu er með þeim rokkmönnum í dag og nú er bara að segja: Aldrei að segja aldrei.

GÓÐ LEIÐ TIL AÐ AUGLÝSA SJÁLFAN SIG

Þetta er nú nokkuð dapur brandari en virkar samt einsog aðrar gamlar rjómatertur og hnallþórur úr túninu heima. Vona bara að kallinn komist í bíó í framhaldinu.
mbl.is Grínisti flutti inn í Ikea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÓMÍSK LEIKRÆN SÍLD Á SIGLÓ

Kómedíuleikarinn er búinn að koma sér fyrir á Siglufirði og mun dvelja þar næstu vikurnar. Ekki er hann þó kominn þangað til að vinna í síld enda ekki verið talinn heppilegur í fiskvinnslustörfum eftir að hann starfaði í Fiskvinnslunni á Bídó árið 19áttatíu og eitthvað. Nei þar kom strax í ljós að þetta djobb var ekki handa honum. Þó mætti líkja djobbi Kómedíuleikarans við vertíð á síldinni hér á árum áður en þessi vertíð stendur í sex vikur, eini munurinn er sá í stað síldar eru leikarar. Semsagt kominn til starfa hjá Leikfélagi Siglufjarðar og mun setja upp ítalska ærslaleikinn Tveggja þjónn eða Einn þjónn tveir herrar eftir Carlo Goldoni. Hér er á ferðinni þrælfjörugur leikur saminn í anda Kómedíu dell'Arte neð Harlekínó og co. Það er því engin hætt á að Kómedían lyggi niðri þó Kómedíuleikhúsið verði ekki með neitt á fjölunum á næstunni. Hins vegar verður ekki legið í neinum kryddlegi því Kómedíuleikarinn vinnur að handriti að nýjum einleik sem verður frumsýndur ef goðin leyfa næsta sumar. Ef með pökkum þessu saman á Kómísku máli þá má segja að framundan sé Kómísk Leikræn Síld á Sigló.


GÓÐ HUGMYND ELLI OG DAGUR TAKTU HANN Á ORÐINU

Þetta líst Kómedíu vel á. Þó vissulega væri langskemmtilegast að hafa svoddan múví ver á Vestfjörðum t.d. í staðinn fyrir olíuhreinsunarstöð eða eitthvað álíka dót. En Elli hefur rétt fyrir sér að höfuðborgin er rétti staðurinn fyrir kvikmyndaver þó ekki sé nema bara fyrir þá staðreynd að okkur í listinni finnst gaman að fara á kaffihús og meira að segja stundum smá öl líka og þá er ekki verra að geta valið úr stöðum. Við fyrir vestan myndum samt örugglega geta lagt eitthvað til í þetta t.d. að bjóða þeim hingað í sæluna til að anda, skoða norðurljósin, kikka á galdrasafnið og líka bara til að slappa af. Fyrir nú utan friðin og sæluna. Ég meina einu sinni kom Viggo Mortensen hingað á Ísó og sat bara í rólegheitum inná Langa Manga sem Kómedíuleikarinn stofnaði og rak þá. Hann er hins vegar só ómannglöggur að hann afgreiddi bara þennan túrhest með bjór og spjallaði um daginn og veginn og hafði ekki hugmynd um hver þetta var. Enda líkaði kappanum þetta vel að vera í friði einsog hin normal Jón og Gunna. Þess vegna segjum við hér vestra Bíóborgin Rvk JÁ Takk og sendið svo stjörnunar hingað vestur í afslöppun milli verka. Við munum taka vel á móti þeim.
mbl.is Bíóborgin Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI NEI ÞETTA ERU EKKERT ASNAR....ÖLL GAGNRÝNI Á RÉTT Á SÉR

Já það er skritin þessi ákvörðun í Borgarleikhússtjóra að neita gagnrýnanda um frímiða á frums. Auðvitað erum við í listinni alltaf viðkvæm fyrir gagnrýni en við þurfum samt á henni að halda svo er það bara hvers og eins að meta hvað hann tekur mark á og einnig á hverjum hann tekur mark á. Einhverntíman hefur nú verið sagt að öll umræða sé af hinu góða hvort heldur hún sé slæm eða góð. Ef við skoðum fjölmiðlana þá fá nú neikvæðu fréttirnar miklu meira rými en þær jákvæðu enda virðast þær negatívu vera vinsælli hjá lesendum eða hlustendum eða gónendum. Og í leikhúsinu þurfum við einmitt á umræðu og umfjöllun að halda bara einfaldlega til að láta af okkur vita. Kómedía hefur tvívegis lent í skondnum rýnendum og það kómíska við það var að báðir dómarnir voru mjög svipaðir. Það er að segja að þeir, já þetta var sitthvor gangrýnandinn, voru búnir að móta sér ákveðna hugmynd um verkið áður en þeir sáu það. Og þegar svo er þa boðar það nú ekki gott einsog kom í ljós í báðum þessum dæmum. Enda er þetta algjör fyrra að mæta í leikhús og vera búinn að ákveða hvernig sýningin á að vera. Má segja að þeir hafi nú ekki kannski verið þeir hæfustu í þetta djobb enda er annar þeirra hættur en hinn er enn að semja handritin á óséðum sýningum. Þrátt fyrir þessa skrítnu áráttu þessara rýnara dettur Kómedíu ekki í hug að bjóða þeim ekki í leikhúsið. Því þegar á öllu er á botnin hvolt þá eru það áhorfendur sem eru hinn stóri dómur og svona uppá grín þá má geta þess að báðar þessar sýningar gengu fínt og önnur þeirra er meira að segja enn í gangi. Allir í leikhús og ekki liggja á þinni skoðun því ef við fáum ekkert að heyra þá náum við ekki lengra.

PENN ER ÖRUGGLEGA RÉTTI PENNINN Í ÞETTA DJOBB

Þetta hlýtur að teljast gott val í formann dómnefndar þessu merku kvikmyndahátíðar. Sean Penn hefur lengi verið eitt af mínum uppáhöldum í Hollywood deildinni. Frábær leikari og geggjaður leikstjóri. Ég held ég hafi bara ekki séð lélega mynd með honum en ef svo er hefur hann verið eini ljósi púnktur myndarinnar. Svo er bara að bíða og sjá hverjir verða vinna Cannið í maí.


mbl.is Sean Penn verður formaður dómnefndar í Cannes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ANNÓ KÓMEDÍ 2007

Gleðilegt Kómískt ár allir með ósk um mikla Kómedíu í allt ár. Annáll Kómedíuleikhússins 2007 er kominn á netið á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is um að gera að vippa sér þangað og ná í Kómískan lestur. Árið 2007 var sannarlega Kómískt og skemmtilegt og alveg hellingur sem var gert. Nefni bara það helsta nokkrir nýjir einleikir voru frumfluttir allt frá Skrímslum til Jólasveina Grýlusona. Kómedíuleikhúsið stóð fyrir Act alone leiklistarhátíðinni og var það fjórða árið í röð sem þessi einleikna og eina árlega leiklistarhátíð á landinu var haldin. Rétt er að benda áhugasömum á heimasíðu Act alone www.actalone.net þar má lesa allt um hátíðna frá upphafi auk þess er þar heilmikill upplýsingabanki um einleiksformið. Fleira sem gerðist hjá Kómedíu árið 2007 var t.d. að leikhúsið hóf hljóðbókaútgáfu og gaf út tvær bækur á fyrsta ári. Margt og hellingur meir gerðist og má lesa meira um það á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Með ósk um Kómískan lestur.

skrímsli jónatanKómedíuleikarinn sem Jónatan Þorvaldsson í einleiknum Skrímsli.

Mynd: Menningarráð Vestfjarða.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband