Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
FLOTT HJÁ ÞJÓÐLEIKHÚSINU EN HVAÐ SVO?
22.1.2008 | 13:01
ORRI FJELDSTED LEIKARI HVER ER ÞAÐ?
21.1.2008 | 12:40
Ég segi það alveg satt maðurinn er snillingur. Ekki óllum gefið að halda fyrir manni vöku með spennu og smá hrolli en samt mikilli ánægju vegna þess að hann gerir þetta svo vel. Hann er næstum því besti spennusagnahöfundur landsins á eftir Árna Þórarins. Já, Kómedíuleikarinn var fastur í Arnaldi í alla nótt eða eitthvað fram á fimm eða svo. Eftir að hafa lokið við lestur á miklum ævisagnadoðranti um merkan útgerðamann fyrir vestan datt honum svona í hug að kikka aðeins á nýju bókina hans Arnaldar, Harðskafi. Bara svona lesa fyrstu kaflana, 20 blaðsíður eða svo en að vanda þá er ekkert grín að lesa Arnald. Það er svo erfitt að stoppa. Sérrílagi fannst Kómedíuleikaranum gaman af leikhúskaflanum þegar Erlendur kikkar í Þjóðleikúsið til að hitta á stórleikarann Orra Fjeldsted. Arnaldur að vanda ekki mikill leikhúsmaður og þekkti nú ekki mikið þennan gæja. Inní samtalið fléttast svo kostulegar lýsingar af nýjustu sýningu leikhússins sem er sjálfur Óþelló eftir Sjakespír sem einhver nýútskrifaður leikstjóri hefur poppað upp og lætur sýninguna gerast á stríðsárunum á Íslandi. Góð hugmynd en nær þó ekki hylli í þessari sögu því sýningin kolfellur. Nú veit maður að höfundur setur alltaf texta fremst í bókina sýna að persónur séu bara úr kolli skáldsins. En samt gaman að pæla hver er fyrirmyndin af Orra Fjeldsted?
STEINN STEINARR Á DVD
20.1.2008 | 14:56
Í ár er aldar afmæli vestfirska ljóðskáldsins Steins Steinarrs nánar tiltekið 13. október. Þó nokkuð langt sé í það er full ástæða til að halda uppá það og minnast þessa merka skálds okkar með ýmsum uppákomum og viðburðum á árinu. Þegar hefur verið sagt frá því að meistari Jón Ólafs ætli að vera með tónleika á Listahátíð þar sem hann mun flytja eigin lög við ljóð skáldsins. Glöggur bloggari hér á MBL hefur líka ritað tvo ágæta pistla um Stein Steinarr og eiga ábyggilega margir eftir að bætast við enda margt hægt að segja um skáldið og bara upplifun hvers og eins á þessum mögnuðu verkum. Gaman er að segja frá því að Kómedíuleikhúsið tekur að sjálfsögðu þátt í afmælisárinu. Fyrst ber að nefna DVD disk með einleik leikhússins Steinn Steinarr sem sýndur var á Ísafirði og í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Diskurinn er á Kómískuverði eða aðeins 1.500.- kr og er hægt að panta með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is Sendum hvert á land sem er og líka til úttlanda. Einleikurinn Steinn Steinarr er byggður á verkum skáldsins og ævi en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Þetta er mjög áhugaverð, vel gerð og skemmtileg sýning sem hlaut mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 2003.
Kómedía mun á árinu minnast aldar afmæli Steins með ýmsum hætti en nánar um það síðar.
SKAPANDI MÚSÍK MEÐ BILLY JOEL
19.1.2008 | 16:44
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BESTU LEIKKONUR 20 ALDAR
18.1.2008 | 21:44
Góð vinkona mín á Ísó nippaði í mig hvort það væri ekki líka listi yfir bestu leikkonur síðustu aldar í hinni ágætu skruddu Bók aldarinnar eftir þá Gísla Martein og Ólaf Teit. En fyrr í dag birti ég lista uppúr þessari bók þar sem Topp tíu leikarar síðustu aldar voru nefndir. Já það er nú eins gott að maður passi sig á þessu og gæti jafnréttis og þess vegna er svona gott að hafa góða að til að fylgjast með. Reyndar verð ég nú að segja það, soldið hallærislegt reyndar að segja það núna, að ég var einmitt að pæla í að birta topp tíu leikkonu listann líka en hætti svo við, en maður er nú bara frá Bíldó þannig að það hlýtur að fyrirgefast. En hér kemur semsagt topp tíu listi yfir bestu leikkonur 20 aldar samkvæmt bókinni Bók aldarinnar:
Kristbjörg Kjeld
Guðrún Ásmundsóttir
Helga Valtýsdóttir
Bríet Héðinsdóttir
Stefanía Guðmundsdóttir
Sigríður Hagalín
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Edda Heiðrún Backman
Guðrún S. Gísladóttir
Herdís Þorvaldsdóttir
Þetta er sko miklu flottara lið en handboltalandsliðið það segi ég satt. Og nú er gaman að bera listana tvo aðeins saman. Soldið ólíkir, margir listamenn hér nær okkur í tíma heldur en á hinum listanum. Ég hef t.d. séð allar þessar leikkonur á sviði nema tvær, Helgu Valtýs og Stefaníu Guðmundsdóttur. Reyndar hef ég heyrt í Helgu í útvarpsleikritum og svo náttúrlega í hlutverki Karíus eða var það Baktus man ekki alveg. Alveg geggjuð uppfærsla sem lifir góðu lífi og kannski því miður lifa sögupersónurnar enn líka þar sem við skóflum svoleiðis í okkur gúmmelaðinu. En einsog á leikara listanum þá eru nokkrar sem voru við það að detta inná listann svo maður noti kunnulegt orðalag: Guðrún Indriðadóttir, Helga Bachmann, Soffía Guðlaugsdóttir, Regína Þórðardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Svo bendi ég bara áhugasömum á þessa skruddu Bók aldarinnar fullt af intresant topp listum og eitt er víst að allir listarnir eru tilvalið umræðuefni ef einhverntíman skortir svoleiðis t.d. í saumaklúbbnum eða í kaffitímanum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BESTU LEIKARAR 20 ALDAR
18.1.2008 | 12:33
Það er alltaf að glugga í gömlum skræðum. Kómedíuleikarinn datt ofan í eina í nótt og gleymdi sér alveg við lesturinn einsog oft vill verða. Enda er þetta skemmtilegt uppflettirit sem heitir Bók aldarinnar eftir Gísla Martein og Ólaf Teit. Í þessari bók eru allra handa topp tíu listar mjög fjölbreyttir og ólíkir allt frá vinsælustu stjórnmálamönnunum til vinsælustu hundanafna. Þó nokkrir listar í bókinni tengjast list og þar var náttúrulega mest áð í nótt. Til gaman kemur hér listi yfir Bestu leikara síðustu aldar hér á landi:
Lárus Pálsson
Brynjólfur Jóhannesson
Gísli Halldórsson
Róbert Arnfinnsson
Þorsteinn Ö Stephensen
Gunnar Eyjólfsson
Helgi Skúlason
Hilmir Snær Guðnason
Rúrik Haraldson
Sigurður Sigurjónsson
Veskú. Þetta er hinn flottasti listi reyndar eru þarna allmargir leikarar sé maður sá aldrei á sviði s.s. Lárus, Brynjólfur og Þorsteinn Ö en maður heyrði nú í þeim á gömlu gufunni einnig eru til nokkrir vinilar með þeim sem og eitthvað sjónvarpsefni t.d. Maður og kona þar sem Brynjólfur fer á kostum sem sér Sigvaldi. Svona listar eru náttúrulega alltaf umdeildir og vonlaust að finna lista þar sem allir eru sammála um alla þetta er jú alltaf smekksatriði. Sumir þola t.d. ekki Woddy Allen meðan aðrir fíla hann í ræmur. Í smáletrinu í bókinni eru svo einnig nefndir nokkrir leikarar til viðbótar sem kíttluðu topp listann: Haraldur Björnsson, Indriði Waage, Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Ingvar E. Sigurðsson og Valur Gíslason.
Já eitt er víst þetta eru allt toppleikarar.
ACT ALONE 2008 - EINLEIKIR ÓSKAST
17.1.2008 | 16:16
Leiklistarhátíðin Act alone á Ísafirði verður haldin dagna 2. - 6. júlí í sumar og er þetta fimmta árið í röð sem hátíðin er haldin. Act alone er eina árlega leiklistarhátíðin á Íslandi og er aðgangur ókeypis en sá háttur hefur verið hafður á frá upphafi. Það er Kómedíuleikhúsið sem stendur fyrir Act alone og er Kómedíuleikarinn listrænn stjórnandi gleðinnar. Undirbúningur fyrir Act alone 2008 er langt kominn og vinnur nú listrænn stjórnandi hátíðarinnar að mótun dagskrárinnar. Þeir sem hafa áhuga á að koma með einleik eða einleikna uppákomu á Act alone 2008 eru beðnir um að setja sig í samband við hátíðarhaldara á netfangið komedia@komedia.is Act alone hátíðin hefur stækkað ár frá ári í fyrra var t.d. myndlistin tekin inn þegar boðið var uppá sýningu á verkum tveggja einfara í íslenskri myndlist. Tvær nýjar listgreinar bætast nú inní Act alone flóruna það er dans og tónlist. Act alone er því ekki aðeins leiklistarhátíð heldur orðin fjölbreytt listahátið. Act alone hefur þegar sannað tilgang sinn og er í dag ein stærsta listahátíðin á landsbyggðinni. Þegar hafa verið bókaðar tvær einleiknar danssýningar og einnig einleikur á fiðlu. Fjölmagir íslenskir einleikir verða á dagskrá Act alone 2008 og allaveg tvær erlendar gestasýningar þar á meðal er verðlaunasýning frá Búlgaríu sem nefnist Chick with a Trick. Nánari upplýsingar um Act alone eru á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net
Á AÐ BANNA GEMSA Í KVIKMYNDAHÚSUM?
16.1.2008 | 12:25
WWW.TMM.IS BESTI MENNINGARVEFURINN
15.1.2008 | 17:18
TVEGGJA ÞJÓNNN Á SIGLÓ
14.1.2008 | 17:58
Kómedíuleikarinn er nú staðsettur á Siglufirði og verður þar næstu vikurnar í kómísku stuði. Leikfélag Siglufjarðar er að setja upp Kómedíuna Tveggja þjónn eftir Carlo Goldoni og leikarinn kómíski leikstýrir. Þetta er alveg þrælfjörugur leikur sem var sýndur hér á landi fyrir allmörgum árum þegar LR var í Iðnó. Samkvæmt sögubókum slóg þar ungur leikari í gegn að nafni Arnar Jónsson vitum öll framhaldið af þeirri sögu því kappinn sá er einn okkar ástsælasti leikari í dag. Þessi Goldoni var heldur en ekki duglegur með pennan en hann samdi hátt í tvö hundruð leikrit, óperur og önnur verk fyrir leikhús. Fæddur 25. febrúar 1707 og varð snemma heillaður af leikhúsinu einkum hinu geggjaða ítalska formi Commedia dell'Arte og leikskáldinu Molíer. Enda bera verk hans merki þess í Tveggja þjóni koma t.d. við sögu Kómedíupersónurnar Harlekín og Pantalóne. Æfingar hjá Leikfélagi Siglufjarðar eru nýhafnar, erum að byrja á annari viku, en stefnt er að því að frumsýna 22. febrúar. Má búast við meira pikki hér inn á síðuna um Kómedíuævintýrið á Sigló. Læt hér fylgja myndir af skáldinu góða Goldoni.
Í fyrra var 300 ára fæðingarafmæli Goldoni fagnað á ýmsa vegu m.a. voru gefin út þessi kómísku frímerki.