Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

ÞAU EIGA AFMÆLI Í DAG

Trommari og nokkrir leikarar eru meðal þeirra sem eiga afmæli í dag. Reyndar hefur trommarinn nú leikið í allavega einni mynd sem heitir ef kómíska minnið klikkar ekki Buster. Þessi eru fædd 30. jan.

Phil Collins, Vanessa Redgrave, Gene Hackman, Anthony LaPaglia, Dorothy Malone, Rob Pinkston, Willmer Valerrama og Christian Bale


AFMÆLISBÖRN DAGSINS

Alltaf gaman að eiga afmæli og hér koma nokkrar stjörnur mis skærar þó sem eiga afmæli í dag.

Tom Selleck - Victor Mature - Heather Graham - David Byron - Oprah Winfrey - John Forsythe - Katharine Ross


SÓLARDAGUR Á SIGLÓ Í DAG EN HEIÐURSGESTURINN MÆTTI EKKI

Það er í dag sem sólin, blessuð sólin, átti að sjást í bænum hér á Sigló eftir langa fjarveru en hún birtist víst fyrst á gamla kirkjustaðnum á Siglufirði. En hún mætti ekki, að vísu sá maður geisla hennar í fjöllunum og var það voða næs en hitt hefði nú verið skemmtilegra. Hinsvegar sást sólin á Ísó í dag og að sjálfsögðu gerðist það í Sólgötunni. Sólardagurinn á Ísó var hinsvegar á föstudaginn þannig að sólarsýstemið er sennilega svona eftirá þetta árið og samkvæmt því ætti sólin að skína hér á sigló á fimmtudaginn samkvæmt Ísafjarðarsólúri.


LEWIS KLIKKAR EKKI

Daniel Day-Lewis alltaf góður. Án efa einn besti leikari hvíta tjaldsins í dag verst hvað hann leikur í fáum myndum en það er kannski vegna þess að hann vandar valið. Man ekki eftir að hafa séð lélega mynd með honum. Á  reyndar eftir að sjá þessa sem hlýtur að vera geggjuð ég meina Coen bræður og Lewis getur varla klikkað. Nú þarf maður bara að gæta sín á því að gera ekki alltof miklar kröfur áður en maður sér ræmuna. Það hefur nefnilega stundum gerst og þá verður maður bara fyrir vonbrigðum.


mbl.is No Country for Old Men besta myndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GUÐMUNDUR ANDRI ER BARA FLOTTUR PENNI

Kómedíuleikarinn hefur verið voða duglegur að lesa á nýja árinu. Enda fátt betra en stunda þá iðju á þessum tíma árs. Nú síðast var skáldsaga eftir Guðmund Andra, Íslandsförin sem Mál og Menning gaf út árið 1996. Sá Kómíski hefur nú ekki áður lesið verk eftir Gvend verst allra frétta afhverju þar sem hann hefur nú sent frá sér margt gott eftir því sem maður hefur heyrt. Lét semsagt tilleiðast og skellti sér í Íslandsför með Guðmundi Andra. Og það er alltaf gaman þegar manni er komið á óvart því þetta er hin ágætasta bók, já bara helv...góð. Nú er ekki spurning með það að aðrar bækur skáldsins komast á kómíska náttborðið. Skruddan sem er á náttborðinu núna er úr nýafstöðnu jólabókaflóði, nebblega, Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur. Hér er líka verið að lesa í fyrsta sinn Yrsu og byrjunin lofar góðu, já alveg fyrstu 80 bls. Er ekki alveg nógu kunnugur fyrri glæpasögum hennar sem mér skilst að séu alveg glæpsamlega góðar. Og þá hvort þetta sé einsog hjá kollegum hennar Arnaldi og Árna sem hafa sinn Einar og sinn Arnald í hverri bók. Aðalrulluna hér spilar Þóra og er mjög sterk og vel byggð persóna. Er því sennilega Yrsu persónan. Eða hvað?? Æ, já ég gúgla það bara og tékka á því.

TIL HAMINGJU BORGARLEIKHÚS MEÐ MAGNÚS

Kómedíuleikhúsið óskar Borgarleikhúsinu til hamingju með daginn og ráðningu á nýjum Borgarleikhússtjóra, Magnúsi Geir Þórðarsyni. Vissulega voru margir hæfir umsækjendur sem sóttu um stöðuna en Magnús hefur á síðustu áratugum sannað sig sem leikhússtjórnandi. Árangur hans hjá Leikfélagi Akureyrar er að ég held einsdæmi í stuttru atvinnuleikhússögu Íslands. Það var kannski ekki allt farið norður og þið vitið hvað þarna fyrir norðan en lítið hafði gengið. Svo bara á örfáum árum byggir Magnús upp leikhúsið norðlenska og setur hvert áhorfendametið á fætur öðru. Og gott ef leikhúsið hafi ekki bara skilað hagnaði uppá síðkastið sem er sko stórfrétt í leikhúsbransanum. Og allt í einu vildu allir skella sér á sýningu hjá Leikfélagi Akureyrar, ég þekki t.d. marga Akureyringa sem hafa lítið pælt í leikhúsi en eru nú hinir áhugasömustu um leikhúsið Sitt og eru með árskort í vasanum og hafa keypt sér Óvitabol og ég veit ekki hvað. Það verður forvitnilegt að fylgjast með Borgarleikhúsinu á næstu leikárum en kannski enn forvitnilegra að fylgjast með Leikfélagi Akureyar. Og nú er það spurning dagsins í leikhúsinu. Hver verður næsti leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar? Megið alveg koma með hugmyndir og getgátur kæru lesendur.

Ég skal byrja og sting uppá Eddu Björgvins.


mbl.is Magnús Geir stýrir Borgarleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINLEIKIÐ VIÐTAL

Nú þurfa allir að kikka á heimasíðu leiklistarhátíðarinnar Act alone www.actalone.net og lesa nýtt einleikið viðtal á síðunni. Að þessu sinni er það einleikarinn og Stopparinn Eggert Kaaber sem er á eintali við Kómedíuleikarann. Eggert hefur frá mörgu að segja bæði í einleiknum fréttum og Stoppleikhúsfréttum. Á heimasíðunni er einnig hægt að lesa eldri viðtöl við brúðuleikhúskonuna Hallveigu Thorlacius og eintal við Hörð Torfa. Act alone heimasíðan er stútfull af upplysingum um einleikjalistina s.s. greinar um fræga einleikara á borð við Eric Bogosian og Lily Tomlin, listi yfir íslenska einleiki sem settir hafa verið á svið, verslun einleikarans og síðast en ekki síst allar upplýsingar um Act alone einleikjahátíðina. Vefur dagsins er semsagt www.actalone.net

 


SINFÓ Á ÍSÓ

Það er stór dagur í menningunni á Ísó í dag. Sinfó mætt á svæðið og heldur sérstaka hátíðartónleika í kvöld í íþróttahúsinu á Torfnesi. Tilefnið er líka stórt eða 60 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar sem er sko einn flottasti tónlistarskóli landsins já það er ekkert djók, alveg satt, þar fer fram mögnuð og vönduð starfsemi sem er fyrst og fremst rekin af hugsjón. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.20 og er miðasala við inngangin en einnig hægt að panta á heimasíðu Sinfó. Það er sannkallaður hátíðarbragur á efnisskránni og verður m.a. frumflutt nýtt verk eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson. Mikið vildi nú Kómedíuleikarinn geta verið á ísó í kvöld en sendir þess í stað sinfonískarsíldarkveðjur frá Sigló.

VÁ ÞETTA ERU SKO ALVÖRU TÖLUR

Maður er bara hissa ekki vanur að sjá svona flottar tölur úr styrktarsjóði. Óska hinum heppnu til hamingju. Kómedíuleikhúsið hefði ekkert á móti því að fá eitthvað svona og þó ekki væri nema helmingurinn af Fuglasafnsstyrknum eða bar 2 millur þess vegna. Það væri sko hægt að nota þá aura í mörg Kómísk verkefni. Nú ef svo skemmtilega vill til að einhver sjóðurinn les þetta þá má hann alveg skella nokkrum millum yfir til Kómedíu t.d. til að styrkja Act alone leiklistarhátíðina á ísó sem verður haldin 2. - 6. júlí - ath. ÓKEYPIS INN, og er þetta fimmta árið í röð sem hátíðin er haldin. Act alone er líka eina árlega leiklistarhátíðin á Íslandi og þar hafa margar stjörnur komið fram t.d. Eric Bogosian, Kristján Ingimars, Felix Helga Arnalds, Guðrún Ásmunds, Toomas Tross, Hallveig Thorlacius, Eggert Kaaber, Bjarni Ingvars, Hörður Torfa ofl. ofl.
mbl.is Aurora úthlutar 210 milljónum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLTAF GOTT AÐ FÁ SALT Í GRAUTINN

Held við þurfum nú ekki að hafa áhyggjur af þessu. Kannski hefur gamla Reed bara vantað smá salt í grautinn eða bara viljað kikka til Parísar. Monnýmennirnir í París þurfa líka alvöru skemmtan einsog kollegar þeirra hér og á landi. Svo mæli ég bara með Reed músíkinni sérrílagi útgáfu hans á Hrafni Edgar A. Poe.
mbl.is Lou Reed í örygginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband