Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR Í TJÖRUNNI UM HELGINA
13.12.2008 | 01:39
NÝ HLJÓÐBÓK - ÞJÓÐSÖGUR AF STRÖNDUM
8.12.2008 | 09:38
Strandir eru mjög fægt og þekkt þjóðsagnasvæði þar sem álfar, draugar, tröll og ýmsar furðuverur hafa verið á sveimi lengur en elstu menn muna. Á þessari hljóðbók, Þjóðsögur af Ströndum, les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval sagna af Ströndum sem sótt eru í þjóðsagnasöfn Arngríms F. Bjarnasonar, Helga Guðmundssonar og Jóns Árnasonar. Sögunum er skipt niður í fimm flokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Tröllasögur og loks Ýmsar sagnir. Þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins hafa fengið úrvals góðar viðtökur og víst er að Þjóðsögur af Ströndum er enn ein perlan í hljóðbókaútgáfu leikhússins. Hljóðbækur Kómedíuleikhússins fást í vefverslunni á www.komedia.is . Einnig í verslunum Eymundsson, Galdrasafninu á Ströndum, Orkusteini á Ísafirði, Vegamótum á Bíldudal og víða um landið.
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU UM HELGINA
6.12.2008 | 12:50
Kómedíuleikhúsið verður í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag, 7. desember. Sýndir verða tveir leikir úr smiðju leikhússins en gaman er að geta þess að frítt verður á báðar sýningarnar. Leikurinn hefst kl.14 þegar ævintýrið vinsæla Dimmalimm verður sýnt. Uppfærslan hefur notið mikilla vinsælda og hefur verkið nú verið sýnt um 70 sinnum bæði hér heima og erlendis. Seinni leikurinn verður svo á fjölunum í Þjóðmenningarhúsinu kl.16. Þar er um að ræða jólaleikritið Jólasveinar Grýlusynir sem er á leikferð í borginni þessa dagana. Og nú vita allir hvar þeir geta verið á morgun. Heimsókn í Þjóðmenningarhúsið á sunnudag verður sannarlega ævintýraleg og skemmtileg.
TAKK PALLI
4.12.2008 | 16:26
Svæðissendingar halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |