Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
TVEGGJA ÞJÓNN Á SIGLÓ Í KVÖLD
29.2.2008 | 17:34
KÓMEDÍULEIKARINN TILNEFNDUR TIL MENNINGARVERÐLAUNA DV
28.2.2008 | 16:28
Kómedíuleikarinn, Elfar Logi Hannesson, hefur verið tilnefndur til Menningarverðlauna DV. Tilkynnt var í DV í gær hverjir væru tilnefndir til þessara merku menningarverðlauna á Íslandi en þetta er í 29 sinn sem verðlaunin verða veitt. Verðlaununum er skipt niður í sjö flokka og að sjálfsögðu er sá Kómíski í leiklistar katakoríunni. Tilnefninguna hlýtur Kómedíuleikarinn vegna Act alone leiklistarhátíðarinnar. Um tilnefninguna segir valnefnd verðlaunanna: ,,Einleikjahátíðin Act alone, sem er eina reglubundna leiklistarhátíðin á Íslandi, hefur verið haldin síðan 2004 og er að langmestu leyti framtak eins manns, Elfars Loga Hannessonar. Þar hefur komið fram fjöldi einleikara, bæði innlendra og erlendra, með verk af mjög ólíku tagi. Hátíðin hefur aukið á fjölbreytni íslensks leiklistarlandslags og er einnig mikilsvert framtak til menningarlífs á Vestfjörðum." Menningarverðlaun DV verða afhent 5. mars en rétt er að benda öllu áhugafólki um menningu og listir að lesendur DV blaðsins og vefsins geta einnig kosið sitt uppáhald af þeim sem tilnefndir eru. Ef þið eruð í vanda með að velja úr þeim flotta flokki listamanna sem tilnefndir eru þá má alveg setja X við þann Kómíska. Allir að kikka á www.dv.is
Kómedíuleikarinn ásamt Eric Bogosian og öðrum erlendum gestum á Act alone 2006.
SKRÍMSLI Í HÁDEGINU
27.2.2008 | 11:06
ÚR SÍLDINNI Í SÚRINN
26.2.2008 | 20:09
HVER TEKUR VIÐ Á AKUREYRI?
23.2.2008 | 17:55
Glæsilegur hópur manna og kvenna sækja um leikhússtjóradjobbið á Akureyri. Enda ekki á hverjum degi sem leikhússtjóraskipti fara fram erum ekki með nema þrjú leikhús sem hafa soddan nokk. En hver ætli fái nú djobbið?
Tólf sækja um starfið hjá LA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
TVEGGJA ÞJÓNN FRUMSÝNING Á SIGLÓ Í KVÖLD, SJÁUMST
22.2.2008 | 15:56
Bara að minna ykkur á þ.e. ef þið eruð ekki nú þegar búin/n að panta miða að það er frumsýning í kvöld á Tveggja þjóni hjá Leikfélagi Siglufjarðar. Örfá sæti laus. Miðasölusími: 8631706. Sjáumst í leikhúsinu á Sigló.
LESEFNI FYRIR HELGINA
22.2.2008 | 12:32
Í Morgunblaðinu í gær er grein eftir meistara Svein Einarsson um Sjálfstæðu leikhúsin og þá skrítnu stöðu og stemningu sem ríkir víða eftir síðustu úthlutun Leiklistarráðs. Virkilega góð grein einsog við er að búast úr penna Sveins sem ætti nú að vita eitthvað um málið eftir að hafa verið leikhússtjóri bæði í efra og neðra og allt þar á milli. Gott lesefni fyrir helgina fyrir alla sem unna íslensku leikhúsi og þá sérrílagi þá sem stjórna og hafa með monnýpeningamál að gera. Hér er greinin:
Um sjálfstæð leikhús og ósjálfstæðan fjárhag
Við nýafstaðna úthlutun til sjálfstæðra atvinnuleikhópa kom skýrlega í ljós það sem undanfarið hefur verið bent á, að núverandi fyrirkomulag þeirra mála svarar ekki til aðstæðna í dag. Dregið hefur verið í efa, að aðstaða sem látin eru í té í svokölluðum stofnanaleikhúsum, sé leikflokkunum raunverulega til framdráttar, þó að leikhúsin skreyti sig með listrænum árangri þeirra, fundið hefur verið að því að ekki séu skýr fjárhagsleg mörk milli leikhúsanna og leikhópanna, fé sem hafi verið eyrnamerkt hópunum af alþingi hafi verið raunverulega verið úthlutað til annarra og fleira í þeim dúr. Sjálfsagt hafa margar þessar ráðstafanir verið gerðar í góðri trú, en sannleikurinn er sá að að nú er svo komið að hleypa þarf að nýrri hugsun í allt þetta starf og greina markmið upp á nýtt.
Rök fyrir fjárhagslegum stuðningi við sjálfstæðu leikhúsin eru í raun mjög svipuð og til annarrar leikstarfsemi, dans, óperu, brúðuleik og svo framvegis. Leikhúsáhugi Íslendinga er til margra áratuga yfirlýstur vilji þjóðarinnar um það, að leiklistin skipti máli og sé vinsæll menningarauki. Hvað aðsóknina snertir eru leikhóparnir engir eftirbátar hinna leikhúsanna. Til þess að sannfærast um það, þarf ekki annað en skoða aðsóknartölur.
Sé hins vegar tekið mið af því, hvernig opinberu fé til leikstarfseminnar er niður skipt, blasir við ákaflega óþægileg staðreynd: Sjálfstæðu leikhóparnir munu víst draga að sér á annað hundrað áhorfendur (ég hef ekki endanlega tölu fyrir síðasta ár, en vel því að vera í lægri kantinum) en bera úr býtum úr þeim sjóði samanlagt aðeins 60 milljónir af þeim rúmlega 1100 milljónum sem varið er af hálfu ríkisins til allrar leikstarfsemi. Sé meira að segja dregið frá 6 milljóna rekstrarfé og 20 milljónir sem eyrnamerktar eru einu leikhúsi, Hafnarfjarðarleikhúsinu, verða eftir skitnar 34 milljónir handa öllum hinum. Manni verður hugsað til mánaðarlegra ofurlauna einstaklinga annars staðar í samfélaginu. En um auralús úr þessum 34 milljóna króna poka sóttu 53 aðilar, samtals 64 umsóknir; veittir voru 13 svokallaður verkefnastyrkur og upphæðin ákveðin 39,4 m. kr. hvernig sem það kemur svo heim og saman. Við þetta bætist reyndar að hægt er að sækja um listamannalaun til ákveðinna mánaða, samtals um 20 milljónir, að mér er fortalið og þá reynt að veita þeim til þeirra sem verkefnastyrkina hafa hlotið. Það fyrirkomulag mætti reyndar taka til endurskoðunar.
Það sem liggur í augum uppi er að hlutfallslega er það fé sem til þessarar starfsemi fer skammarlega lítið og allsendis ófullnægjandi. Það ber að skoða það í ljósi þess hversu Sjálfstæðu leikhúsin hafa verið að sækja á; þau ná oftlega til þeirra sem kannski hefðu ella ekki í leikhús farið. Þarf og ekki annað en líta til nágrannalandanna til að bera saman hvernig þeim hlut er þar skipt. Auðvitað á enginn sjálfgefinn rétt á opinberu fé til sinnar starfsemi, en það þarf þó að vera nokkuð skýrt, af hverju einn á fremur rétt á því en annar samkvæmt skýrgreiningu.
Ég vil nú gera að tillögu minni eftirfarandi, í ljósi þess, hversu síðasta úthlutun virðist hafa mistekist eða að minnsta kosti vakið bæði umræður og reiði í þetta sinn.
Flokka skal umsóknir í þrjá flokka eftir markmiðum.
Í fyrsta lagi eru samningar til ákveðins árafjölda, og síðan sé tilkvödd matsnefnd fagmanna, sem gerir úttekt á því hvort viðkomandi hópur hefur staðið undir væntingum. Auðvitað er slíkt mat að einhverju leyti ævinlega huglægt, en matsnefnd annarra en úthlutunarmanna ætti þó að vega á móti því, að leikmenn, skipaðir af stjórnvöldum, hafi til dæmis of mikil áhrif ellegar leikhúsmenn með mjög þrönga yfirsýn eða smekk. Nefnin hefur nefnilega í núverandi formi mikil menningarpólitísk áhrif. Í þessum flokki ættu að vera leikhús eins og Hafnarfjarðarleikhúsið og Möguleikhúsið sem um árabil hafa sýnt vilja á sjálfstæðri stefnu, þar sem íslensk leikritun hefur verið sett í öndvegi. Leikhús eiga auðvitað ekki einhvern rétt á endalausum slíkum stuðningi, en ef þar er talið rétt að gera breytingu, á, annað hvort að hætta stuðningi ellegar að koma á fastara rekstrarformi með gerð samtarfssamnings, þarf til þess rösktuðning. Sé stuðningi hætt, má það ekki gerast fyrirvaralaust, því að rekstur slíks leikhúss getur ekki staðist frá degi til dags, þar þarf að gera langtímaáætlanir.
Í þessum flokki ættu heima, miðað við núverandi aðstæður, leikhópar sem hefðu aðstöðu úti á landi og væru vísir að landshlutaleikhúsum. Í skoðanakönnunum kom fram að þeir sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu og þar sem næg atvinna er í boði, sakna mest menningarviðburða heima fyrir. Slík leikhús ættu eitthvað að geta bætt úr því. Og ef vel tekst til og slíkir hópar vildu festa sig í sessi, mætti gera við þá þríhliða samning líkt og tíðkast hefur nú um nokkurra ára skeið á Akureyri og reynst vel.
Í annan stað má ekki vanmeta getu reyndra leiklistarmanna sem einhverra hluta vegna kjósa ekki eða eiga ekki þess kost að vinna í atvinnuleikhúsunum, Hér er oft um að ræða fólk sem hefur af miklu að miðla, en kýs að fara aðrar leiðir en þær sem eru uppi á teningnum í atvinnuleikhúsunum eða velja annars konar verkefni til dæmis af því þau hafa einhvern boðskap að færa. Auðvitað bera ekki allir rosknir leikhúsmenn gæfu til að endurnýja sig stöðugt, en þeir eru þó nokkuð margir ef grannt er skoðað og hugmyndir þeirra hafa oft jarðtengingu og og nærast á þroska áranna. Ef núverandi fyrirkomulag er óréttlátt gagnvart þeim sem byggja leikstarfsemi sína á skýrri stefnu með langtímasjónarmið, þá er það einnig óréttlátt gagnvart þessum hópi sem beinlínis er settur á guð og gaddinn.
Í þriðja lagi ber að auðvitað að styðja við bakið á svokallaðri nýsköpun eða tilraunastarfsemi sem ekki á heimastað innan viðurkenndra leikhúsa og þar sem ólíklegt er að stuðnings sé að vænta úr einkageiranum. Hér þarf vel að velja. Í samfélaginu er mikil unglingadýrkun og því þarf að sjá til þess að þeir hópar sem þannig vilja kynna sig, hafi raunverulega eitthvað nýtt fram að færa og séu ekki að því bauki í atvinnubótaskyni einu. Því miður verður að viðurkenna, að sumt af því sem forgang hefur hlotið um skeið hefur reynst lofkastalar einir, sakir reynsluleysi s og ósjálfstæðra hugmynda þegar í veruleikann var komið. Oft mun erfitt að spá í það sem ungt fólk ber fram af áhuga, en hér virðast úthlutunarnefndir þó stundum hafa haft erindi sem erfiði í auraleysi sínu.
Í þágu íslenskrar leiklistar þarf því að gera tvennt:
Í fyrsta lagi að stórauka framlag til sjálfstæðu leikhúsanna og leikhópanna. Þeir sátu eftir í góðærinu en hafa margsannað rétt sinn og ríkulegt framlag til leiklistarflórunnar.
Í öðru lagi er æskilegt að að finna aðrar leiðir við úthlutun, þar sem breið yfirsýn og ábyrg fagmennska sé tryggð. Í þeim efnum eru ýmsar leiðir.
Sveinn Einarsson
HAMINGJUÓSKIR MEÐ FRUMS FRÁ ÍSÓ
22.2.2008 | 11:04
Kommúnan frumsýnd í Borgarleikhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22. FEBRÚAR FRUMSÝNINGARDAGURINN MIKLI
21.2.2008 | 15:50
Það er óhætt að segja að það verði fjörugt í leikhúslífinu á Íslandi á morgun föstudaginn 22. febrúar en þá verða frumsýndar hvorki færri en kannski fleiri (ef ég hef gleymt einhverjum) en 5 sýningar vítt um breytt um landið allt frá Sigló til Reykjavíkur. Samkvæmt bókhaldi Kómedíuleikarans eru frumsýningar föstudagsins 22. febrúar þessar:
Tveggja þjónn - Leikfélag Siglufjarðar
Þið munið hann Jörund - Freyvangsleikhúsið
Leynimelur 13 - Leikdeild ungmennafélags Biskupstungu
Febrúarsýning - Íslenski dansflokkurinn
Nosferatu: Í skugga vampírunnar - Herranótt MR
Semsagt nú vita allir hvað þeir eiga að gera á morgun -
p.s. vinsamlegast látið vita ef fleiri frumsýningar eru á Frumsýningardeginum mikla 22. febrúar.
TVEGGJA ÞJÓNN Á SIGLÓ MIÐASALA HAFIN
21.2.2008 | 12:52
Allir að taka upp símtólið og panta miða á Tveggja þjón á Sigló. Miðasala hafin á sýningar helgarinnar í síma 8631706. Sýnt í BíóCafé.
Helgin:
22. febrúar kl.20.30. Frumsýning
23. febrúar. kl.20. Önnur sýning. Í tilefni konudagsins. Matur, leiksýning og tjútt. Herrar bjóðið dömunni í ykkar lífi uppá ógleymanlegt kvöld í mat og skemmtan.