Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
LEIKLISTARRÁÐ UMDEILT
8.2.2008 | 13:05
Það er ljóst að nýjasta úthlutun Leiklistarráðs hefur vakið nokkra athygli og umfjöllun í fjölmiðlum. Er meðal annars gagnrýnt hve lítill hluti styrkja rennur til sýninga fyrir börn og unglinga. Einnig vekur athygli að fjölmargir Sjálfstæðir leikhópar sem hafa starfað í nokkur ár árið um kring og byggt upp öfluga starfsemi en fá svo ekki krónu í ár. Af þeim hópum má t.d. nefna Möguleikhúsið við Hlemm sem er í eigin húsnæði sem leikhúsið hefur byggt upp síðustu ár af miklum myndarskap og er í dag fullbúið leikhús með ljósum, miðasölu og nýjum sætum. Annar sjálfstæðu leikhópur sem fær ekki neitt frá Leiklistarráði er Stoppleikhópurinn sem hefur starfað í meira en áratug og ferðast vítt og breitt um landið með sýningar sínar. Að endingu má svo nefna Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, nema hvað þetta er nú Kómedíubloggið, sem fær að vanda kaldar kveðjur frá ráðinu sem hefur einsog greint hefur hér frá sýnt leikhúsinu lítinn áhuga allt frá stofnun. Samt er um að ræða algjöra nýsköpun enda Kómedíuleikhúsið eini sjálfstæði leikhópurinn á landsbyggðinni. Fjölmiðlar hafa hins vegar sýnt Kómedíuleikhúsinu áhuga allt frá upphafi enda hefur verið fjallað talsvert um höfnun ráðsins á leikhúsinu fyrir vestan. Eini gallinn við þessa umræðu er sá að Leiklistarráð virðist ekki ætla að tjá sig um málið og er það mjög miður. En við erum hins vegar orðin vön því - því miður.
HETJUR GEGGJUÐ LEIKSÝNING
7.2.2008 | 12:29
ATVINNULEIKLIST Á LANDSBYGGÐ ER Í MIKILLI HÆTTU
6.2.2008 | 12:50
Það er ljóst að áhugi ríkisvaldsins á því að styrkja atvinnuleiklist á landsbyggðinni er af mjög skornum skammti. Finnst mörgum það skjóta soldið skökku við þegar ríkið keppist nú við að byggja upp atvinnulífið á landbyggðinni með ýmiskonar aðgerðum, samkeppnum, nýjum nýsköpunarsjóðum og hvað þetta heitir allt saman. Áhugi þeirra er sérstaklega á það að styrkja nýsköpun og auka atvinnuflóruna. En svo þegar þeir sem hafa einmitt verið að gera allt þetta byggja upp nýtt kompaní einsog t.d. lítið atvinnuleikhús á borð við Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sem er sannarlega nýsköpun þá virðist ekki vera áhugi á því að styðja við bakið á því. Ef við tökum dæmi um styrki til Kómedíuleikhússins frá Leiklistarráði sem hefur að gera með árlega styrki til atvinnuleikhópa og starfar á vegum Menntamálaráðuneytis. Þá kemur í ljós að Kómedíuleikhúsið hefur aðeins tvisvar fengið styrk frá Leiklistarráði og einu sinni bara listamannalaun frá árinu 2001 til ársins í ár. Eða eins og hér segir:
Árið 2002 tvær milljónir og fimmtíu og fimmþúsund.
Árið 2005 listamannalaun 4 mánuðir
Árið 2007 900 þúsund.
Já, ég veit þetta er mjög stutt saga og undarleg. Nú er erfitt að segja afhverju ráðið hefur ekki styrkt eina sjálfstæða leikhópinn á landsbyggðinni oftar. Já, pælið í því Kómedíuleikhúsið er eini sjálfstæði atvinnuleikhópurinn sem starfar allt árið á landsbyggðinni. Kannski er ástæða Leiklistarráðs sú að verkefni leikhússins finnst eru ekki nógu spennandi einsog t.d. leikur á borð við Gísli Súrsson sem hefur þó verið verðlaunaður nokkrum sinnum erlendis. Eða sýningin Dimmalimm sem hefur verið sýnd bæði hér heima og erlendis yfir 60 sinnum. Einnig finnst þeim ekki spennandi að styrkja viðburð á borð við leiklistarhátíð sem ætti nú þó að vera á þeirra áhugasviði en kannski vilja þeir ekki styrkja svoleiðis vegna þess að hátíðin er haldin á landsbyggðinni en ekki í Reykjavík. Hvað veit maður og hvað á maður að halda. En einsog lesendur hafa kannski áttað sig á þá hefur ráðið sennilega ekki áhuga á að atvinnuleiklist þrýfist á landsbyggðinni. Eða með öðrum orðum atvinnuleiklist á landsbyggðinni er ekki á stefnuskrá ráðsins. Gott vel látið okkur á landsbyggðina þá vita af því og þá þurfum við ekki að vera að hafa fyrir því að sækja um. Það væri endalaust hægt að halda áfram en þó án nokkurar niðurstöðu. Því svarið er hjá Leiklistarráði og nú væri óskandi að það sæi sér fært að skýra frá stefnu ráðsins. Fáum stefnu Leiklistarráðs uppá borðið og fáum þetta svart á hvítu. Enda hlýtur það að vera hægt hér er um opinbert ráð að ræða og ætti ekki að vera nein leyndarmál þar að ræða. Eða hvað?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
DYLAN SEGÐU JÁ EN EKKI KANNSKI KANNSKI
5.2.2008 | 16:50
Frétt dagins og verður vonandi ekki að ekkifrétt. Þvílíkur viðburður að fá kappa á borð við Bob Dylan á þetta músíkfestival er nefnist Vorblót - flott nafn bæ ðe vei. Kómedíuleikarinn mun sko án efa mæta á Vorblót á Dylan en sá Kómíski missti af síðustu komu meistarans til landsins og er enn að naga handabökin út af því er reyndar kominn uppí krika. Nú er bara að taka fram Dylan diska safnið og byrja að hita upp - við treystum á þig Herra Örlygur.
ÞETTA ER ALGJÖRLEGA ÚT Í HRÓA
2.2.2008 | 15:56
Rekstur leikhússins í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
LEIKLISTARRÁÐ STYRKIR EKKI KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ
1.2.2008 | 14:19