Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

ER ÞORPIÐ BESTA LJÓÐABÓK ALLRA TÍMA?

Kómedíuleikarinn liggur í ljóðum þessa dagana og þykir það nú ekki slæmt. Enda er ljóðið galdur sem getur tekið þig hvert sem er. Er reyndar að viða að sér ákveðnum ljóðum fyrir útvarpsþátt sem hann er að gera fyrir Rás eitt og verður fluttur um páskana. Í morgun hefur Þorpið eftir Jón úr Vör verið á skrifborðinu. Þetta er náttúrulega alveg geggjað rit hver smellurinn á fætur öðrum Lítill drengur, Uppboð, Hvar er þín trú, Ólafur blíðan, ofl ofl já eiginlega bara öll ljóðin eru meistaraverk. Lýsing hans á æskuþorpinu eru stórkostleg og það merkilega er að lýsingin á ekki bara við þorpið sem um er talað Patró heldur getur þetta verið hvaða þorp sem er á Íslandi, Bíldudalur, Þingeyri, Bakkafjörður eða Skagaströnd. Og pælið líka í því að þessi lýsing á þorpunum á ekki síður við í dag þar sem enn liggur straumurinn suður einsog segir t.d. frá í ljóðinu Frelsari minn: Jesús Kristur skorinn í tré er kominn í Forngripasafnið fyrir sunnan. Kómedíuleikarinn hefur nú stundum velt því fyrir sér að gaman væri að færa Þorpið á leiksvið og kannski hann láti bara verða að því. Allavega er Þorpið aftur komið á framtíðar verkefnalistann - óskalistann ölluheldur. En þá er bara spurningin eftir allt þetta lof á Þorp Jóns úr Vör. Er Þorpið besta ljóðabók allra tíma??

P.s. uppáhalds ljóðbók Kómedíuleikarans er Yfir heiðan morgun eftir Stefán Hörð og hefur verið það í tæpa tvo áratugi. Reyndar er verkið svo heilagt fyrir honum að hann hefur ekki þorað að líta í bókina síðasta áratuginn - hræddur um að skemma eitthvað.


JA HÁ ÁHUGAVERT SCARLETT BOWIE OG WAITS

Þetta verður ábyggilega mjög intresant verk og hvað þá sem fyrsta verk í músíkinni. Veit nú ekkert um músík hæfileika frú Scarlett Johansson en hitt veit ég að Bowie er bara snillingur og Waits líka. Það er líka alltaf viðburður að heyra í Bowie og hvað þá hvernig hann muni tækla Waits. Bíð spenntur.
mbl.is Bowie hjálpar Scarlett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AFGANGAR Á ÍSAFIRÐI

Kómedíufrúin, Billa, hefur opnað myndlistarsýningu á Ísafirði. Sýningin er í Hamraborg, bestu sjoppunni á Ísó mikil hugsjónarverzlun, í hjarta Ísafjarðar og stendur sýningin í mánuð. Þetta er 12 einkasýning Kómedíufrúarinnar og nefnist hún Afgangar. Myndirnar eru samansafn nokkurra einkasýninga listakonunnar í gegnum árin. Kómedíufrúin hefur vakið athygli fyrir pennateikningar sínar enda eru hér á ferðinni geggjuð listaverk. Til gaman má geta þess að listaverkin á kápu hljóðbóka Kómedíuleikhússins eru einmitt pennateikningar frúarinnar. Semsagt allir að kikka í Hamraborg á Ísó og þeir sem eiga monnýpeninga mega alveg kaupa mynd og styrkja um leið listakonunna Kómísku.

Billa


ALVÖRU GRÍNARAR

Já ég sagði það einu sinni og segi það enn Monty Python eru bestir. Enda á maður ekki að skjóta ....einsog sumir gera stundum. Ein pæling Eric Idle er með sólo sýningu sem hann hefur verið að sýna út um allt og meira að segja hefur verið gefin út bók um leikinn ef ég man rétt. Væri nú sneddí að fá hann hingað...hey já getum við ekki talað við aðdéndur Python no 1 á Íslandi KB banka...
mbl.is Monty Python gerir ekki grín að Spears
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OH VIÐ HÖFUM ÞÓ GÖMLU MEISTARAVERKIN OG VERÐUM ÞÁ EKKI FYRIR VONBRIGÐUM

Kómedíuleikarinn heldur uppá Löggugrúbbuna og þá ekki síst lögreglustjórann sjálfan, Sting. Já ég veit að hann fer í taugarnar á morgum t.d. alltaf verið að skella einhverjum jógabrandörum á hann einsog t.d. í hinni afarslöppu teiknimynd Sænfeld Bee Movie. Police plöturnar eru náttúrulega alveg geggjaðar held mest uppá þessa með skrítna nafninu, Zenyatta Mondatta, við getum því alveg duddað okkur við að hlusta á Lögguplötunar sem eru alls fimm ef ég man rétt. Allt flottar skífur og því allt í lagi þó það komi ekki ný plata við verðum allavega þá ekki fyrir neinum vonbrigðum. Hvað sóló skífur stjórans varðar sem maður hefur einmitt stundum orðið fyrir vonbrigðum þá er ...Nothing Like the Sun oftast undir geislanum.
mbl.is Police ætlar ekki að gefa út hljómdisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLIR Í BÍÓ Á EGILSSTÖÐUM

Frábært framtak hjá Kristínu og austan mönnum og konum. Listahátíðir á landsbyggð er nokkuð sem framtíð er í og ættu stjórnvöld að pæla soldið í því og setja miklu meiri monnýpeninga í þessar hátíðir. Nú þegar eru fjölmargar veglegar listahátíðir haldnar á landsbyggðinni einsog leiklistarhátíðin Act alone, Við djúpið og Aldrei fór ég suður en allar þessar hátíðir eru haldnar á Vestfjörðum. Þá eru allir hinir landshlutarnir eftir Þjóðlagahátíð fyrir norðan kvikmyndahátíð fyrir austan osfrv. Já það er sannarlega ástæða til að fylgjast vel með listahátíðunum á landsbyggðinni hér eru á ferðinni verkefni sem eru sannarlega nýsöpun og um leið atvinnuskapandi einmitt á þeim stöðum sem skórinn hefur kreppst alltof mikið síðustu ár.
mbl.is Alþjóðlegur listvafningur á 700IS í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TAKK GRÍMUR

Það var lagið Grímur - já þeir kunna það fyrir vestan. Ef Örlygur klikkar reddar þú þá ekki Dylan líka??? Þar á eftir væri svo gott að fá Tom Waits......
mbl.is Clapton með tónleika á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STÓRLEIKARI KVEÐUR

Roy Scheider var einn af þessum gæða stórleikurum Hollywoodborgar sem stóð alltaf fyrir sínu. Hann var hinsvegar ekkert á hverjum degi í séð og heyrt ritunum og því kannski minna þekktur vegna þess. Það er að sjálfsögðu hlutverk hans í Jaws sem stendur uppúr enda eldist myndin vel fyrir utan reyndar ókindina sjálfa sem þykir frekar gerfileg í dag. Myndir hans lifa áfram og eiga eftir að dafna vel og lengi og halda nafni Roy Scheider uppi um ókomna tíð.
mbl.is Roy Scheider látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GAGGARAR OG GÓNENDUR

Það er einkum tvennt sem við erum upptekin af í leikhúsinu og það eru gangrýnendur og áhorfendur. Þeir fyrrnefndu eru okkur mismikilvæg kannski en geta hinsvegar haft úrslitaáhrif hve gengi sýningar varðar. Þó held ég að það hafi nú aðeins breyst sem betur fer enda er þetta bara álit eins áhorfenda en það vill bara svo skemmtilega til að segir skoðun sína upphátt í fjölmiðlum. Að lokum er það samt alltaf áhorfendur sem hafa loka svarið. En hvað um það. Alltaf gaman að nýyrðum en svo skemmtilega vill til að Kómedíuleikarinn er með svoddan um þessa tvo mikilvægu pósta leikhússins. Reynar er hann ekkert höfundur þeirra heldur Stella Blómkvist sem kallar gagnrýnandann gaggara í bók sinni Morðið í sjónvarpinu. Aggotti skemmtilega að orði komist allavega finnst okkur í leikúsinu þeir oft minna okkur á gaggandi fugla. Hitt nýyrðið kemur frá Magnúsi Pálssyni sem kallaði áhorfendur gónendur þegar Kómedíuleikarinn lék í verki eftir hann er nefnist Ævintýr og var sýnt í Nýlistasafninu árið 1997. Sá Kómíski hefur notað það orð síðan enda miklu flottara og þar að auki styttra. En úr einu í annað hver er eiginlega þessi Stella Blómkvist? Einhver.....

KJARVAL, ALFREÐ FLÓKI OG FLEIRI Á SIGLÓ

Kómedíuleikarinn er staddur á Sigló einsog komið hefur fram hér á blogginu áður. Í dag brá hann sér í menningarrölt á Siglufirði en það er óhætt að segja að listin sé hér fjörug. Nokkrar vinnustofur eru í bænum og mjög öflugt leikfélag sem æfir nú af kappi Tveggja þjón í leikstjórn Kómedíuleikarans. Í bæjarhúsinu á Sigló er nú í boði einstök myndlistarsýning á verkum er ónefnd hjón gáfu bænum fyrir nokkrum árum. Ljóst er að safn þeirra hjóna sem þau gáfu bænum sínum er alveg geggjað og gefur góða mynd af mynlist síðustu aldar á Íslandi. Þarna eru verk eftir Kjarval, Tryggva Ólafs, Ásgrím, Jón Engilberts, Erró, Alfreð Flóka og fleiri og fleiri. Sérstaka athygli vekur líka verk eftir Salvador Dali. Þessi sýning er hreinn og beinn listviðburður og ég hvet alla sem kikka á Sigló, og líka þar sem þar búa, að láta þessa myndlistarsýningu ekki fram hjá sér fara.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband