Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
SMÁ PÁSA SVO BÚLÚLALA
25.9.2008 | 14:49
GÍSLI SÚRI OG DIMMALIMM ERU FYRIR NORÐAN
22.9.2008 | 16:53
GÍSLI SÚRI VOÐA SÚR - LEIKHÚSTORGI AFLÝST
19.9.2008 | 14:39
UNDUR OG STÓRMERKI Á ÍSAFIRÐI
19.9.2008 | 10:30
Allir að kaupa nýjasta tölublað TMM. Grein um Act alone 2008 í þessu eina menningarriti þjóðarinnar. Greinin hefur titilinn UNDUR OG STÓRMERKI Á ÍSAFIRÐI Leiklistarhátíðin Act alone, ritari er Arndís Þórarinsdóttir.
PÉTUR OG EINAR Í VÍKINNI Í KVÖLD
18.9.2008 | 10:41
Einleikurinn Pétur og Einar verður sýndur í Einarshúsi í Bolungarvík í kvöld. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda allt frá því hann var frumsýndur á sjómannadag í sumar. Sýningin í kvöld er sú 14 og er um leið síðasta sýningin á Pétri og Einari í bili. Leikurinn hefst kl.20 miðapantanir hjá Vertinum í Víkinni ragna@einarshusid.is
Pétur og Einar
Elfar Logi túlkar líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús.
Í sýningunni leiða Soffía Vagnsdóttir og Elfar Logi saman hesta sína öðru sinni en á síðasta ári settu þau upp sýninguna Jólasveinar Grílusynir sem sýnd var við góðan orðstýr í Tjöruhúsinu. Þar að auki voru íbúar bæjarins kallaðir til aðstoðar og brugðu þeir sér í hljóðver í Bolungarvík og sungu með íðilfögrum röddum, allt frá jólalögum og sálmum til vel þekktra þorrablótsvísna.
LEIKHÚSTORG Á SILFURTORGI Á MORGUN
11.9.2008 | 10:35
PÓSTLISTI KÓMEDÍU SJÓÐHEITUR
10.9.2008 | 17:25
Það er óhætt að segja að tilkoma Póstlista Kómedíuleikhússins á Kómedíuvefnum www.komedia.is hafi slegið í gegn. Nú gefst gestum og vinum Kómedíu kostur á að fá reglulega Kómedíufréttir og geta því um leið skúbbað soldið og verið fyrst með fréttirnar. Í tilefni af stofnun Póstlista Kómedíu hefur verið blásið til skemmtilegs leiks. 10 heppnir Kómedíuvinir sem skrá sig á Póstlistann fyrir 1. október fá miða fyrir tvo á jólaleikinn vinsæla Jólasveinar Grýlusynir. Dregið verður 3. október. Þannig að nú er bara að skella sér á www.komedia.is gerast áskrifandi að Kómedíufréttum.
FORLEIKUR OG ÍSBJÖRN Á ÍSÓ
5.9.2008 | 12:09
Hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu
Jólaleikurinn vinsæli Jólasveinar Grýlusynir verður bæði sýndur fyrir vestan og sunnan.
EINLEIKIÐ VIÐTAL
4.9.2008 | 16:00
Það er mikið líf og fjör á heimasíðu Act alone leiklistarhátíðarinnar www.actalone.net . Reglulega eru birtar nýjar greinar um þekkta og óþekkta einleikara innlenda og erlenda. Einleikjaskrá Íslands er uppfærð af miklum krafti enda alltaf verið að setja upp nýja einleiki á Íslandi og svo eru fjölmargir eldri sem vantar inní skránna. Einn vinsælasti liðurinn á Act alone síðunni eru flokkurinn Einleikin viðtöl. Þar eru einleikarar teknir tali um einleikin strauma og stefnur og bara listina og leikhúsið almennt. Nú er komið nýtt Einleikið viðtal á Act alone síðuna. Að þessu sinni er það Pétur Eggerz sem er Á eintali. Pétur er einn af stofnendum Möguleikhússins og hefur verið hörku duglegur í Íslensku leikhúslífi síðustu áratugi. Pétur fer víða í viðtalinu segir m.a. frá fyrstu leikhúsupplifun sinni sem var óhemju sterk og áhrifarík því hann brast í grát þegar Mikki refur birtist á senunni og varð að yfirgefa bygginguna. Stofun Möguleikhússins ber að sjálfsögðu á góma og skannar Pétur sögu leikhússins sem er nú ekki einleikin. Einleikurinn kemur að sjálfsögðu við sögu en Pétur hefur bæði samið, leikstýrt og leikið í einleikjum. Margt fleira ber á góma svo nú er bara að kikka á www.actalone.net og lesa.
Pétur Eggerz er fjórði leikarinn sem er Á eintali en áður hafa Hörður Torfa, Hallveig Thorlacius og Eggert Kaaber setið fyrir svörum hjá Kómedíuleikaranum. Öll Einleiknu viðtölin eru aðgengileg á Act alone síðunni. Semsagt fullt af fróðlegu og skemmtilegu einleiknu lesefni á www.actalone.net