Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Haustleikferð Kómedíu lýkur í Súðavík

16 sýninga, staða og daga Haustleikferð Kómedíuleikhússins lýkur núna í kvöld. Sýnt verður í Melrakkasetrinu í Súðavík og hefst leikurinn kl.20. Miðaverðið er það kómsíka og góða 1.900.- kall og það er posi á staðnum. Sýndar verða tvær leiksýningar Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix, stutt hlé er gert á milli sýninga. Haustleikferð Kómedíuleikhússins hóft 9. september í Búðardal og alveg síðan þá hefur verið sýnd ein sýning á stað á jafnmörgum stöðum. Óvænt framhald verður á þessu ævintýri því Kómedíuleikhúsinu hefur verið boðið að sýna þessar sögulegu leiksýningar í Kaupmannahöfn um næstu helgi. Sýnt verður í Jónshúsi 1. október kl.20.

Leiksýningar í Bolungarvík í kvöld

Haustleikferð Kómedíuleikhússins fer senn að ljúka aðeins eru tvær sýningar eftir af þeim 16 sem eru á dagskrá leikferðarinnar. Sýnt verður í Félagsheimilinu Bolungarvík í kvöld og hefst sýningin kl.20. Miðaverð er aðeins 1.900.-kr og það er posi á staðnum. Sýnd verða leikritin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix bæði alvestfirsk stykki. Síðasta sýning Haustleikferðarinnar verður síðan á morgun í Melrakkasetrinu í Súðavík og hefst sú sýning kl.20.

Leikhús á Þingeyri í kvöld

Það er mikið um að vera í listalífinu á Þingeyri í gær hélt meistari Hörður Torfa tónleika en hann er nú á ferð um Vestfirði. Í kvöld sýnir svo Kómedíuleikhúsið tvö leikrit á Veitingahorninu á Þingeyri. Leikhúsið er nú á sinni 16 daga Haustleikferð og er sýningin í kvöld sú fjórtánda. Sýningin hefst kl.20 í kvöld á Veitingahorninu á Þingeyri. Miðaverð er aðeins 1.900.- kr og það er posi á staðnum. Síðustu tvær sýningar Haustleikferða Kómedíu verða:

Föstudagur kl.20 Bolungarvík - Félagsheimilið
Laugardagur kl.20 Súðavík - Melrakkasetrið


13. sýningin á Suðureyri í kvöld

16 daga Haustleikferð Kómedíuleikhússins er kominn langt á veg en leikferðin hófst 9. september og síðan þá hafa verið sýndar 12 sýningar á jafnmörgum stöðum á Vestfjörðum og Vesturlandi. Þrettánda sýning leikferðarinnar verður í kvöld á Suðureyri á veitingastaðnum Talisman. Leikur hefst kl.20 og verða sýndar tvær sögulegar vestfirskar leiksýningar, Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Miðaverð er aðeins krónur 1.900.- og það er posi á staðnum. Næstu sýningar í Haustleikferð Kómedíuleikhússins eru:

Fimmtudagur kl.20 Þingeyri - Veitingahornið
Föstudagur kl.20 Bolungarvík - Félagsheimilið
Laugardagur kl.20 Súðavík - Melrakkasetrið


Leiksýningar í Hömrum Ísafirði í kvöld

Haustleikferð Kómedíuleikhússins brunar áfram og nú er röðin komin að norðurhluta Vestfjarða. Leikurinn hefst í höfustaðnum Ísafirði og verður sýnt í hinum fína sal Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, og hefst sýningin kl.20. Miðaverð er aðeins 1.900.- kr og það er posi á staðnum. Sýndir verða sögulegu vestfirsku leikirnir Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Haustleikferð Kómedíuleikhússins hófst 9. september í Búðardal og síðan þá hefur verið sýnd ein sýning á dag á jafnmörgum stöðum. Leikferðin er því rúmlega hálfnuuð búið er að sýna og heimsækja 10 staði á Vestfjörðum og Vesturlandi. Alls verða sýningarstaðirnir 16 að viðbættri óvæntri leikferð til Kaupmannahafnar í byrjun október. Næstu sýningar í Haustleikferð Kómedíu eru:

Mánudagur kl.20 Ísafjörður - Hamrar
Þriðjudagur kl.20 Flateyri - Vagninn
Miðvikudagur kl.20 Suðureyri - Talisman
Fimmtudagur kl.20 Þingeyri - Veitingahornið
Föstudagur kl.20 Bolungarvík - Félagsheimilið
Laugardagur kl.20 Súðavík - Melrakkasetrið

Góða skemmtun.


Slá Bílddælingar met í kvöld?

Aðsókn á sýningar Haustleikferðar Kómedíuleikhússins hafa verið af ýmsum stærðum og gerðum einsog gengur. Til þessa hafa flestir mætt á sýningu í þessari leikferð á Barðaströnd þar á eftir koma áhorfendur á Reykhólum og í gær var þessi líka fína mæting í Dunhaga á Tálknafirði. Í kvöld sýnir Kómedíuleikhúsið á Bíldudal nánartilekið á Vegamótum. Bílddælingar hafa verið miklir list og leiklistarunnendur í gegnum árin. Þar var fyrst sett upp leikrit 1894 og árið 1965 var stofnað Leikfélagið Baldur sem hefur starfað með miklum krafti síðustu áratuga. Stofnandi Kómedíuleikhússins, Elfar Logi, hóf einmitt leikferilinn með því sögufræga leikfélagi Baldri þá aðeins sex ára að aldri og síðan hefur ekki verið hægt að tosa hann af senunni. Það verður gaman að sjá hvort Bílddælingar setji áhorfenda met í Haustleikferð Kómedíuleikhússins í kvöld. Sýningin hefst að vanda kl.20 og verða sýndir tveir sögulegir leikir, Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Miðaverð er að vanda bara 1.900.-kr. Næstu sýningar í Haustleikferð Kómedíuleikhússins eru sem hér segir:
Mánudagur kl.20 Ísafjörður - Hamrar
Þriðjudagur kl.20 Flateyri - Vagninn
Miðvikudagur kl.20 Suðureyri - Talisman
Fimmtudagur kl.20 Þingeyri - Veitingahornið
Föstudagur kl.20 Bolungarvík - Félagsheimilið
Laugardagur kl.20 Súðavík - Melrakkasetrið

Framhald af Haustleikferð Kómedíu verður svo viku síðar í Kaupmannahöfn í Danmörku þar sem sýnt verður í Jónshúsi fyrstu helgina í október.


Sögulegar leiksýningar í Dunhaga Tálknafirði

Haustleikferð Kómedíuleikhússins hefur gengið dúndur vel. Þegar er búið að sýna á átta stöðum á Vesturlandi og Vestfjörðum en alls verða 16 staðir heimsóttir í Haustleikferð Kómedíu. Í kvöld verður sýnt í Dunhaga á Tálknafirði og hefst stuðið kl.20. Boðið verður uppá kaffi og konfekt meðan á sýningum stendur. Miðaverðið er bara djók aðeins 1.900.- kr inná báðar sýningarnar. Einsog áður hefur komið fram eru tvær leiksýningar sýndar á Haustleikferðinni Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Næstu sýningar verða einsog hér segir:

Sunnudagur kl.20 Bíldudalur - Vegamót
Mánudagur kl.20 Ísafjörður - Hamrar
Þriðjudagur kl.20 Flateyri - Vagninn
Miðvikudagur kl.20 Suðureyri - Talisman
Fimmtudagur kl.20 Þingeyri - Veitingahornið
Föstudagur kl.20 Bolungarvík - Félagsheimilið
Laugardagur kl.20 Súðavík - Melrakkasetrið

Að Haustleikferð lokinni verður stutt stopp í Kómedíunni því leikhúsið hefur verið boðið að sýna Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix í Kaupmannahöfn í Danmörku. Sýnt verður í Jónshúsi í Köben í byrjun október.


Leiksýningar í Sjóræningjahúsinu

Kómedíubræður eru á ferð og flugi um Vesturland og Vestfirði með tvær leiksýningar í farteskinu. Þegar hafa verið heimsóttir sjö staðir og sýndar jafnmargar sýningar. Í kvöld er röðin komin að Patreksfirði sýnt verður í hinu vinsæla Sjóræningjahúsi og hefst sýningin kl.20. Miðaverðið er að vanda kómískt aðeins 1.900.- kr. Tvær sýningar eru á dagskránni sem báðar hafa sterka vestfirska tengingu og raunar tengjast sögupersónur leiksins blóðböndum því mjög líklegt að þeir séu hálfbræður. Í leikjunum er fjallað um æskuár frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar og tíma hana á Rafnseyri, áður en hann fór að sigra heiminn. Seinni leikurinn er um kappann Bjarna Þorlaugarson eða Bjarna á Fönix einsog hann er betur þekktur. Næstu sýningar í Haustleikferð Kómedíuleikhússins eru:

Laugardagur kl.20 Tálknafjörður - Dunhagi
Sunnudagur kl.20 Bíldudalur - Vegamót
Mánudagur kl.20 Ísafjörður - Hamrar


Sögulegar leiksýningar í Birkimel í kvöld

16 daga sýninga og staða leikferð Kómedíuleikhússins stendur yfir og hafa þegar verið sýndar 6 sýningar á jafnmörgum dögum. Nú er röðin komin að Barðaströnd og verður sýnt í hinu frábæra félagsheimli þeirra Birkimel. Sýniningin hefst kl.20 í kvöld og verða sýndar tvær sögulegar leiksýningar, Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Miðaverð er aðeins 1.900.- kr. Frést hefur að búið að sé að baka þessar líka fínu hnallþórur á ströndinni og má því búast við mikilli veislu í Birkimel í kvöld. Enda eru Barðsstrendingar miklir og góðir gestgjafar. Næstu sýningar í Haustleikferð Kómedíuleikhússins eru sem hér segir:
Föstudagur kl.20 Patreksfjörður Sjóræningjahúsið
Laugardagur kl.20 Dunhagi Tálknafirði
Sunnudagur kl.20 Vegamót Bíldudal

Allir í leikhús á Reykhólum í kvöld

Haustleikferð Kómedíuleikhússins heldur áfram af fullum krafti og nú er röðin komin að Reykhólum. Sýnt verður í Báta- og hlunnindasafninu í kvöld kl.20. Sýndar verða sögulegu leiksýningarnar Bjarni á Fönix og Jón Sigurðsson strákur að vestan. Miðaverð er aðeins krónur 1.900.- og það er posi á staðnum. Dúndur stemmari hefur verið á Haustleikferðinni og er þegar búið að sýna á fimm stöðum bæði á Vesturlandi og Vestfjörðum. Leikferðin stendur yfir í 16 daga og verður sýnt á jafnmörgum stöðum. Eftir sýningu á Reykhólum í kvöld verður næsti viðkomustaður Kómedíubræðra Birkimel á Barðaströnd en þar verður sýnt á morgun og hefst sýningin að vanda kl.20. Eftir það verða sýningar á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Já, lífið er sannarlega Kómedía njótum þess í botn.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband