Færsluflokkur: Menning og listir
Morrinn á Ísafirði
14.6.2011 | 23:38
Harpan flott að utan en að innan uuuuuuuuu............flugstöð
12.6.2011 | 23:13
Ekki leggja við Hörpu
10.6.2011 | 11:06
Ertu að leita að sýningarstað á Vestfjörðum?
8.6.2011 | 10:20
Í gegnum tíðina hafa margir haft samband við mann til að fá ábendingar um hvar sé hægt að vera með listviðburði á Vestfjörðum. Skiptir engu hvort verið er að tala um leik- mynd- eða kvikmyndasýningu og allt þar á milli. Það ánægjulega er að maður getur nefnt fjölmarga staði og það um alla Vestfirði, allsstaðar eru hús bara spurning um hvað hentar þínum viðburði best. Hinsvegar væri nú mjög sneddý ef upplýsingar um öll þessi hús væri einhversstaðar aðgengilegur væri t.d. mjög sniðugt að hafa upplýsingar um þetta í væntanlegu tímariti Félags Vestfirskra listamanan sem kemur út í haust. Því er hér með komið á framfæri. Einnig væri sniðugt ef sveitarfélögin sjálf mundu hafa upplýsingar um sín hús á heimasíðum sínum. Treysti mér nú ekki til að pára svona upphátt og nefna alla þá sýningarstaði sem eru í boði hér á Vestfjörðum. En það mikilvægasta er að hefjast handa og hér koma fyrstu drög af sýningarstaðakorti Vestfjarða:
Bíldudalur:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Veitingastofan Vegamót - tónleikar, litlar leiksýningar
Skrímslasetrið, salur - tónleikar, leiksýningar
Tálknafjörður:
Dunhagi, félagsheimili - tónleikar, litlar leiksýningar
Patreksfjörður:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Skjalborg - kvikmyndasýningar, tónleikar, leiksýningar
Sjóræningjasetrið - tónleikar, leiksýningar
Barðaströnd:
Félagsheimilið Birkimel - tónleikar, leiksýningar
Reykhólar:
Samkomuhúsið - tónleikar, leiksýningar
Hólmavík:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Café Riis - tónleikar, litlar leiksýningar
Bragginn - tónleikar, leiksýningar
Galdrasafnið - tónleikar, litlar leiksýningar
Súðavík:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Melrakkasetrið - tónleikar, litlar leiksýningar
Ísafjörður:
Edinborgarhúsið - tónleikar, leiksýningar, myndlistarsýningar
Alþýðuhúsið, Ísafjarðarbíó - kvikmyndasýningar
Hamrar, Tónlistarskóla Ísafjarðar - tónleikar, leiksýningar
Gallerý Fjör Tíu Þrep, Listakaupstað - myndlistarsýningar
Langi Mangi - tónleikar, myndlistarsýningar
Hamraborg, verslun - Myndlistarsýningar
Hnífsdalur:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Bolungarvík:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Einarshúsið - tónleikar, myndlistarsýningar, litlar leiksýningar
Suðureyri:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Talisman - tónleikar, litlar leiksýningar
Flateyri:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Vagninn - tónleikar, litlar leiksýningar
Þingeyri:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Simahöllin, kaffihús - tónleikar
Haukadalur Dýrafirði:
Gíslastaðir, félagsheimili - tónleikar, litlar leiksýningar
Auðvitað vantar helling inná þennan lista, megið gjarnan hjálpa mér við að bæta úr því. Einnig vantar þarna inn símanúmer á viðkomandi stöðum og nöfn á húsvörðum og svona, en bætum úr því síðar.
Einnig væri gaman að gera annan svona lista um vinnuaðstöðu fyrir listamenn og hópa sem er hægt að fá lánað hér fyrir vestan. Set það á verkefnalistann.
Bæjar- og listahátíðir á Vestfjörðum í sumar
4.6.2011 | 01:22
Það ætti engum að þurfa að vanta eitthvað að gera sem heimsækir Vestfirði þetta sumarið. Fjölmargar fjölbreyttar bæjar- og listahatíðir eru um allan kjálkann nánast hverja helgi í allt sumar. Til að nefna það helsta, en gleymi þá öruggulega einhverju og glöggir lesendur mega þá bæta því við, þá kemur hér yfirlit yfir bæjar- og listahátíðir á Vestfjörðum sumarið 2011.
2. - 5. júní Patreksfjörður
Sjómannadagshelgin - flottasta hátíðin er án efa á Patreksfirði, þar hefur markvist verið unnið að því að efla þennan merkilega dag sjómanna og hefur hátíðin bara stækkað.
10. - 12. júní. Patreksfjörður.
Skjaldborg hin einstaka heimildarmyndahátíð sem vakið hefur mikla athygli enda bara flott hátíð, heiðurgestur í ár er meistari Ómar Ragnarsson.
17. júní. Hrafnseyri við Arnarfjörð
Hvað er meira viðeigandi en vera á heimabæ Forsetans á fæðingardegi hans en í ár er kappinn 200 ára. Fjölbreytt hátíð m.a. mun yðar einlægur frumsýna leikverk um Nonna sem er sérstaklega saminn fyrir festivalið.
21. - 26. júní. Ísafjörður
Klassíska tónlistarhátíðin Við Djúpið vönduð dagskrá með intresant masterclössum - hátíð sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og ágæti.
23. - 26. júní. Bíldudalur
Í ár er heil baun og þá er haldin hátíðin Bíldudals grænar baunir, dagskrá í höndum heimamanna og veðrið - það verður magnað enda veðursældin þar allra best á landinu öllu.
1 - 3. júlí. Hólmavík
Sjöunda árið í röð fara fram Hamingjudagar á Hólmavík, geggjað stuð.
1. -3. júlí. Dýrafjarðardagar
Dúndurskemmtileg fjölskylduhátið og næsta víst að þú hittir víkinga.
2. júlí Bolungarvík
Markaðsdagar eru skemmtilegir og í ár mun Listahátíðin Æringur setja svip sinn á markaðinn.
9. - 10. júlí. Selárdalur í Arnarfirði
Ef þú hefur ekki komið í Selárdal þá áttu mikið eftir. Eitt flottasta félag þjoðarinnar Félag um endurreisn listasafns Samúels í Selárdal blæs til menningarhátíðar í dalnum.
22. - 24. júlí. Tálknafjörður
Tálknafjör og þar verður pottþétt fjör.
6. ágúst. Holtsfjara í Öndundarfirði
Eitt af trompu hátíðanna. Sandkastalakeppni í Holti. Þarf að segja meira.
12. - 14. ágúst. Ísafjörður - Hrafnseyri Arnarfirði
Eina einleikjahátíð landsins og ein flottasta listahátíð landsbyggðarinnar ACT ALONE haldin áttundar árið í röð. Fjöldi innlendra og erlendra einleikja. OG það einleikna er að það er ÓKEYPIS INNÁ ALLAR SÝNINGAR HÁTÍÐARINNAR.
26. - 28. ágúst. Súðavík
Má ég kynna Bláberjadagar - þarna verður maður sko að vera.
Velkomin vestur og góða skemmtun í allt sumar.
Gaggað í Melrakkasetrinu Súðavík
2.6.2011 | 13:57
Í kvöld, fimmtudag, hefjast sýningar að nýju á sagnastykkinu Gaggað í grjótinu í Melrakkasetrinu. Leikurinn var frumsýndur 16. júní í fyrra og var sýndur allt sumarið í Melrakkasetrinu við góðar undirtektir. Sérstakakt tilboð er á fyrstu sýningu sumarsins og kostar miðinn aðeins 1.000.- krónur alveg gaggandi góður prís. Alls eru áætlaðar sex sýningar á Gaggað í grjótinu í Melrakkasetrinu í Súðavík í sumar. Rétt er að geta þess að hópar geta einnig pantað sýninguna sérstaklega. Gaggað í grjótinu er fróðleg og skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna.
Leikurinn er sérstaklega saminn fyrir Melrakkasetrið í Súðavík en þar er sögð saga refsins sem hefur lifað lengur en elstu menn muna.
Í Gaggað í grjótinu fáum við einstakt tækifæri til að bregða okkur á greni með ónefndri refaskyttu sem kallar ekki allt ömmu sína. Saga skyttunnar er nefnilega ekki síður merkileg en skolla sjálfs. Meðan skyttan liggur og vaktar grenið styttir hann sér stundir og segir sögur af sjálfum sér og öðrum refaskyttum. Ævintýrin sem skyttunar hafa lent í í viðureigninni við melrakkann eru kannski lygilegar eða hvað...
137 ára skóli
29.5.2011 | 15:17
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Söfn og setur á Vestfjörðum
24.5.2011 | 11:49
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Börn og menning
20.5.2011 | 12:13
Sundlaugamenning
17.5.2011 | 17:23
Það rifjaðist lika upp fyrir mér um daginn þegar ég fann ekki kaffið í Bolungarvík þegar ég fór í ferðalag til Belgíu fyrir mörgum árum. Fór með frábærum hópi starfsfólks í Frystihúsi Bíldudals sem þá var og hét. Þar sem við vorum í Belgíu var stór og mikil sundlaugarhöll. Geysistór sundlaug sem var með öldum, já þegar heyrðist lúðrablástur í höllinni var það merki um að nú væri settur af stað öldugangur í lauginni sem varði í nokkrar mínútur. Það var voða sport að vera þá á sundi. Mest þótti mér þó varið í það að þarna var einnig hægt að tilla sér við borð og panta sér veitingar. Franskar og öl til að mynda og meira að segja höfðu þeir fyrir því að gera fyrir okkur Íslendingana kokteilsósu, eftir að við höfðum gefið þeim upp hina leyndardómsfullu uppskrift. Nú stoppa örugglega margir og hrópa haleljúa. Á nú að fara að selja vín og bús í sundlauginni líka. Já afhverju ekki? Íslensk drykkjumenning hefur breyst umtalsvert síðustu árin nú er allt í lagi að fá sér bara tvo í stað þess að fara alltaf á fyllerí einsog var hér áður og fyrrum. Þannig var þetta einmitt í Belgíunni þegar ég dvaldi í sumarparadísinni þar aldrei var neinn þarna öfurölvi ekki einu sinni við Íslendingarnir. En þetta var nú bara aukapæling margt annað mætti hugsa sér í sundlaugarmenninguna t.d. tónleika, ljóðaupplestur þar sem flytjendur eru í sundlauginni gestir á bakkanum - já það er mikilvægt að hafa gaman og njóta lífsins og það eigum við líka að gera í sundlaugunum.