Færsluflokkur: Menning og listir
Bjarni á Fönix í Faktorshúsinu
21.7.2011 | 00:54
Söguhetjuna Bjarna leikur Ársæll Níelsson, Elfar Logi Hannesson leikstýrir og saman eru þeir höfundar leiksins. Verkið fjallar um skipherrann Bjarna Þorlaugarson á skútunni Fönix er háði frækinn bardaga við hátt í 30 Fransmenn um miðja nítjándu öld. Bardaginn stóð yfir í heila fjóra klukkutíma, að vísu tóku menn sér stutta pásu í miðjum átökum, og gekk Bjarni óskaddaður af vettvangi. Skömmu síðar fannst sjórekið lík af einum Fransmanni og voru uppi kenningar um að Bjarni hafi orðið hans bani. Mál var dómtekið og þurfti Bjarni þá að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar: Drap ég mann eða drap ég ekki mann?
Sagan af Bjarna skipherra á Fönix er sönn vestfirsk hetju- og þroskasaga. Í þessu leikverki skipstast á ástir og átök úr íslenskum raunveruleika. Bjarni á Fönix er kraftmikil sýning sem lætur engan ósnortinn.
Act alone 2011
16.7.2011 | 18:57
Menningin og mannlífið blómstrar á Þingeyri
8.7.2011 | 12:52
Nú falla vötn öll til Dýarfjarðar.
Hafliði Magnússon - Minning
4.7.2011 | 10:34
Zurgur á Þingeyri
1.7.2011 | 12:54
Sýningar á Dýri og félagar verða á dagskrá þrisvar í viku í júlí á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl.20.30 alla dagana. Sýnt er á útivíkingasviðinu og er aðgangur að öllum sýningunum er ókeypis.
Zurgur á Þingeyri
1.7.2011 | 12:53
Sýningar á Dýri og félagar verða á dagskrá þrisvar í viku í júlí á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl.20.30 alla dagana. Sýnt er á útivíkingasviðinu og er aðgangur að öllum sýningunum er ókeypis.
Einstök sýning á Gíslastöðum í Haukadal
29.6.2011 | 13:30
Gísli Súrsson alls ekkert kominn í súr
24.6.2011 | 09:13
En Gísli er ekkert að leggjast í súr því á mánudag verður sýning á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði og er þegar orðið uppselt á þá sýningu. Ekki þarf þó að örvænta því Gísli Súrsson verður einnig sýndur á bæjarhátíðinni Dýrafjarðardagar sem fer fram um næstu helgi. Sú sýning verður á hinu magnaða útivíkingasviði á Þingeyri. Þó Gísli sé þétt bókaður þá er alveg hægt að bæta við fleiri sýningum. Áhugasamir sendi okkur póst á netfangið
Af hverju er Trostan ávallt útundan?
18.6.2011 | 21:44
Trostansfjörður í Arnarfirði er fallegur en hefur samt ávallt verið útundan í heimi Vegagerðar ríkissins. Sérstaklega Trostansfjarðarheðin hún er skelfilega slöpp enda má ábyggilega telja á fingrum annarar handar hve oft hefill eða annað vegavinnutæki hefur verið þar að ströfum. Þetta er svosem ekkert nýtt að Vestfirðir hafa ávallt verið útundan í allri vegagerð og maður veltir fyrir sér nei hver helv...er pólitík líka í vegagerðinni? Samt eru nokkrir þingmenn farnir að viðurkenna að ástand vega á Vestfjörðum sé slappt og að nú sé sko röðin komin að Vestfjörðum. En samt gerist ekkert. Reyndar hafa smá vegaumbætur verið á Hrafnseyrar og Dynjandaheiði? En afhverju var það? Jú, pólitík. 17. júní á Hrafnseyri og fyrirmenn mættu á pleisið. Sem var bara gaman en samt ég meina er ekki tímasetningin skrítin. Og nokk efast ég um að áframhald verði á vegaframkvæmdum á þessum ágætu heiðum enda hátíðarhöldum lokið á Hrafnseyri og allir farnir suður sem taka ákvarðanir. Og hvað þá að eitthvað verði gert á Trostansfjarðarheiði allavega voru engin vegavinnutæki sjáanleg þegar ég ók þarna um fyrr í dag. Hvað veldur - hef ekki hugmynd?
Til að ljúka þessu Trostansmáli þá er ég ekki alveg sammála hinni ágætu Vikipediu sem er þó oft góð. En hún segir að fjörðurinn sé nefndur af seinni tíma Arnfirðingum: Trosnasfjörður.
Ég sem hef talið mig með seinni tíma Arnfirðingum. En hér er annars vikipediupistill um Trostansfjörð:
Trostansfjörður er fremur stuttur fjörður, sem gengur til suðausturs inn úr Arnarfirði og er einn af Suðurfjörðum. Fjörðurin er sunnan við Geirþjófsfjörð og austan við Reykjafjörð. Samnefndur bóndabær í firðinum er nú í eyði. Það eru um fjórir kílómetrar frá Ófærunesi þar sem Trostansfjörður mætir Geirþjófsfirði inn í fjarðarbotn, og er fjörðurinn tveir og hálfur kílómeter á breidd. Austanmegin í firðinum er Norðdalur birki vaxinn en þar er einnig áberandi mikið af reyni. Trostansfjörður hefur ævinlega var nefndur Trosnasfjörður af seinni tíma Arnfirðingum og er nafnið sennilega af keltneskum uppruna.
Nýtt leikrit um Jón Sigurðsson frumsýnt á Hrafnseyri 17. júní kl.17
16.6.2011 | 14:58
Afmælisleikurinn nefnist Jón Sigurðsson strákur að vestan. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, búninga og leikmuni gerir Marsibil G. Kristjánsdóttir og leikstjórn er í höndum Ársæls Níelssonar.
Sómi Íslands sverð og skjöldur. Frelsishetjuna Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri þekkja allir og þá einkum afrek hans í Danaveldi. En hver var Jón Sigurðsson og hvaðan kom hann? Hvað var það sem mótaði hann og gerði hann að öflugum talsmanni þjóðarinnar? Í þessu verki fáum við að kynnast piltinum Jóni Sigurðssyni, æskuárunum á Hrafnseyri og tímanum áður en hann hélt úr Arnarfirði á vit nýrra og sögulegra ævintýra.