Tímartið List á Vestfjörðum

Hið nýstofnaða Félag vestfirskra listamanna, FVL, vinnur nú að útgáfu að listatímariti. Króinn hefur fengið nafnið List á Vestfjörðum og verður í blaðinu fjallað um hina fjölbreyttu og öflugu list á svæðinu sem hún sannarlega er. Allar listir verða í aðalhlutverki myndlist, leiklist, tónlist og allt þar á milli. Hin vestfirska listaflóra er sannarlega blómleg og kröftug. Stefnt er að því að tímaritið List á Vestfjörðum komi út í lok október og verði dreift inná hvert heimili á Vestfjörðum og víðar um landsbyggðina. Tilgangur blaðsins er fyrst og fremst að kynna vestfirska listamenn sem og listalífið vestra almennt. Sérstök áhersla verður lögð á listahátíðirnar en það má teljast nokkuð skondið að fjórar slíkar eru haldnar árlega hér vestra og allar eru þær meðal flottustu listahátíða landsins. Bréf hafa verið send til allra félagsmanna FVL með ósk um að skila inn efni í blaðið. Og er ástæða til að hvetja alla til að senda inn efni í blaðið þeimum meira þeimum fjölbreyttara verður blaðið okkar. Við tökum líka á móti öllum hugmyndum um efni í blaðið og hvetjum landmenn alla til að taka þátt í ævintýrinu og senda inn hugmyndir um listrænt efni að vestan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Spennandi, ég læt vita ef ég man eitthvað skemmtilegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2011 kl. 09:34

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já endilega

Elfar Logi Hannesson, 7.9.2011 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband