Búðardalur í gær RIf í kvöld

Haustleikferð Kómedíuleikhússins hófst í gærkveldi í Leifsbúð í Búðardal. Fjörið heldur áfram í kvöld í Frystiklefanum á Rifi og hefst sýningin kl.20. Á sunnudag liggur leiðin í Grundarfjörð þar sem sýnt verður á Kaffi 59. Tvær leiksýningar eru sýndar í Haustleikferð Kómedíuleikhússins og hafa báðir leikirnir sterka sögulega og alvestfirskatengingu. Fyrri sýningin heitir Jón Sigurðsson strákur að vestan og fjallar um æsku og mótunarár frelsishetjunnar frá Hrafnseyri í Arnarfirði. Seinni sýningin heitir Bjarni á Fönix og fjallar um Bjarna Þorlaugason skipherra á skútunni Fönix sem lenti í fjögurra klukkutíma baradaga við franska sjómenn (rétt er þó að geta þess að menn tóku sér pásu í miðju leik). Gaman er að geta þess að sterkar líkur eru til þess að söguhetjur leikjanna séu skyldir blóðböndum og séu hálfbræður hvorki meira né minna. Haustleikferð Kómedíuleikhússins stendur yfir í 16 daga og verður sýnt á jafnmörgum stöðum bæði á Vesturlandi og á Vestfjörðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband