Tvær leiksýningar á Hólmavík í kvöld

Haustleikferð Kómedíuleikhússins stendur yfir með blússandi krafti. Þegar hafa verið sýndar fjórar sýningar á jafnmörgum stöðum og nú er röðin komin að Hólmavík. Sýnt verður á Café Riis og hefst leikurinn kl.20. Leikferðin hófst í Leifsbúð í Búðardal eftir það lá leiðin í nýjasta leikhús þjóðarinnar Frystiklefann á Rifi þaðan var farið á hið rómaaða Kaffi 59 á Grundarfirði og í gærkveldi var sýnt í Félagsheimilinu á Drangsnesi. Tvær leiksýningar eru sýndar á hverju kvöldi í Haustleikferð Kómedíuleikhússins. Kvöldið hefst með leiknum Jón Sigurðsson strákur að vestan og eftir stutt hlé tekur sýningin Bjarni á Fönix við. Báðar sýningarnar hafa verið sýndar víða við góðar undirtektir. Haustleikferð Kómedíu er rétt að hefjast en alls verða 16 staðir heimsóttir í þessari kómísku för. Á miðvikudag verður sýnt á Reykhólum, á fimmtudag á Birkimel á Barðaströnd, föstudag í Sjóræningjahúsinu Patreksfirði, laugardag í Dunhaga Tálknafirði og á sunnudag á Bíldudal. Þaðan liggur svo leiðin á norðanverða Vestfjarða. Gaman er að geta þess í lokin að Kómedíuleikhúsinu hefur verið boðið til Kaupmannahafnar með Jón Sigurðsson og Bjarna. Sýnt verður í Jónshúsi í Köben fyrstu helgina í október.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband