Já það er alveg rétt það er gott að skapa á Vestfjörðum

Gaman var að heyra í kvikmyndamógulnum í Sjónvarpinu í gær sem sagði að það væri bara svo gott að skapa og vinna á Vestfjörðum. Þetta eru nú svosem engin nýtt fyrir mér sjálfur flutti hér vestur á Ísafjörð um aldamótin með mitt Kómíska leikhús. Ekki voru nú allir á því að þetta væri sneddý að fara úr borginni og ætla að vinna sem leikari í einhverri holu fyrir vestan. En hér er ég enn og hef nóg að gera. Vissulega hafa komið tímar þar sem lítið er að gera en þá er bara eitt að gera og það er að skapa sér verkefnininn. Það er nú einhvernveginn líka hin sjálfstæða list að þú verður að skapa þér verkefnin sjálfur fáir sem bjalla í þig og bjóða þér monninga fyrir eitt stykki sköpunarverk, það kemur þó fyrir en frekar undantekning en regla. Það er ekkert plat að það er sérlega gott að vinna sem listamaður á Vestfjörðum. Hér eru allir boðnir og búnir að rétta þér hjálparhönd og sýna verkefnum þínum áhuga. Kyrrð og friður er hér líka góður. Landslagið er bara bjútí. Húsnæði til æfinga og sýninga eru útum allt af öllum stærðum og gerðum bara spurning hvað henti hverju verkefni fyrir sig best. Á Ísafirði er líka komið skemmtilegt apparat sem heitir Listakaupstaður sem er til hús í gömlu frystihúsi. Þar á efstu hæð hússins eru vinnustofur fyrir einyrkja í listinni og nýverið var komið upp gestavinnustofu sem aðkomu listamenn allsstaðar af landinu geta sótt um afnot af. Einnig geta litlir leik- og eða danshópar sótt um að æfingaaðstöðu í æfingasal Kómedíuleikhússins sem er einnig í Listakaupstað. Það er náttúrulega alveg geggjað er það ekki - að æfa sýninguna fyrir vestan og mæta svo bara með hana tilbúna í leikhúsið fyrir sunnan. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér aðstöðu í Listakaupstað getað sent mér línu og við göngum í dæmið. Ástæða þess að aðstæður til listsköpunar á Vestfjörðum eru svona góðar held ég að sé m.a. sú að hér stendur listin á gömlum grunni. Öflugir tónlistarskólar starfandi, áhugaleikfélög, myndlistin hefur verið öflug og fjölda sýninga haldnar ár hvert, kórastarf mjög öflugt, mikið af einyrkjum í listinni og þannig mætti lengi telja. Svo er það líka fólkið á Vestfjörðum sem er bara svo einlægt og skemmtilegt. Verið velkomin í sköpunarparadísina á Vestfjörðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo ekki sé minnst á orkuna í fjöllunum og tívunum og gyðjunum allt umhverfis fjörðinn okkar Elfar.  Já hér er gott að nýta huga og hönd til að skapa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 08:33

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já eða einsog góður vinur vor sagði ,,hafið og fjöllin" og allt þar um kring

Elfar Logi Hannesson, 1.9.2011 kl. 08:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband