Færsluflokkur: Menning og listir
MYNDASYRPA ÚR JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR
15.12.2008 | 14:08
Meistari ljósmyndaranna, Ágúst G. Atlason, var á sýningu Kómedíu á Jólasveinar Grýlusynir í gær. Að vanda var hann vel voppnaður og tók flottar myndir af ævintýri jólasveinanna. Kikkið bara á þessa slóð hér http://gusti.is/ljosmyndir/syrpur/145/6614
Takk fyrir Gústi
ÞVÖRUSLEIKIR VEIT AÐ HANS BÍÐUR ÞVARA SEM HANN FÆR AÐ SLEIKJA BARA
15.12.2008 | 12:49
Þvörusleikir kom til byggða í nótt og hafði víst í nógu að snúast. Hann fékk þó góðgæti á nokkrum bæjum allavega fannst ein þvara ofan í Rice Krispís pakka í ónefnum húsi á Ísafirði. Þrátt fyrir annasama nótt mætti Þvörusleikir galvaskur í Tjöruhúsið í bítið og tók þátt í ævintýri bræðra sinna í jólaleikritinu Jólasveinar Grýlusynir sem krakkarnir á Eyrarskjóli sáu í morgun. Ævintýrið heldur áfram um næstu helgi en þá verður sýnt bæði á laugardag og sunnudag og hefjast sýningarnar klukkan 14. Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Þvörusleikir syngur í leikritinu skemmtilega vísu sem er á þessa leið:
Þvörusleikir er nafnið mitt.
Ég dunda mér reyndar við þetta og hitt.
En mest þykir mér þó gaman,
þegar margir koma saman
og elda sér mat í potti,
þá fylgist ég með og glotti.
Ég veit þá að mín bíður þvara
sem ég fæ að sleikja bara
því ég heiti Þvörusleikir.
HANN ER JÓLASVEINN OG HEITIR STÚFUR OG ER ALVEG EINSTAKLEGA LJÚFUR
14.12.2008 | 12:51
Það var mikið um að vera hjá Stúf í nótt en samkvæmt nýjustu fréttum þá náði hann að lauma einhverju í þá skó sem hafa tekið sér bólfestu í gluggakistum landsmanna. Stúfur kemur við sögu í jólaleikritinu Jólasveinar Grýlusynir sem verður sýnt í Tjöruhúsinu í dag kl.14. Stúfur tekur lagið líkt og bræður sínir í leikritinu og svona kveður stubburinn sá:
VÍSA STÚFS
Ég er jólasveinn og heiti Stúfur
og ég er alveg einstaklega ljúfur.
Ég læt nú ekki mikið á mér bera
en samt er ég þó ýmislegt að gera.
Þótt ég sé smár er margt mér lagt til lista
ég kann til dæmis feiknavel að tvista.
Þá beygi ég mig örlítið í hnjánum
og teygi síðan vel úr öllum tánum.
Um leið og jólatjútt- og tvist ég heyri,
þá tvista ég og allt um kollinn keyri.
Já ér er nú meri KALLINN!
Í Grýluhelli heppilegt það er
hversu lítið þar fer fyrir mér.
Ef einhver missir tölu undir borðið
þá beinist næstum alltaf til mín orðið.
,,Stúfur litli viltu hjálpa mér?"
Það er segi saga -
þá undir borð ég fer.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR Í TJÖRUNNI UM HELGINA
13.12.2008 | 01:39
NÝ HLJÓÐBÓK - ÞJÓÐSÖGUR AF STRÖNDUM
8.12.2008 | 09:38
Strandir eru mjög fægt og þekkt þjóðsagnasvæði þar sem álfar, draugar, tröll og ýmsar furðuverur hafa verið á sveimi lengur en elstu menn muna. Á þessari hljóðbók, Þjóðsögur af Ströndum, les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval sagna af Ströndum sem sótt eru í þjóðsagnasöfn Arngríms F. Bjarnasonar, Helga Guðmundssonar og Jóns Árnasonar. Sögunum er skipt niður í fimm flokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Tröllasögur og loks Ýmsar sagnir. Þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins hafa fengið úrvals góðar viðtökur og víst er að Þjóðsögur af Ströndum er enn ein perlan í hljóðbókaútgáfu leikhússins. Hljóðbækur Kómedíuleikhússins fást í vefverslunni á www.komedia.is . Einnig í verslunum Eymundsson, Galdrasafninu á Ströndum, Orkusteini á Ísafirði, Vegamótum á Bíldudal og víða um landið.
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU UM HELGINA
6.12.2008 | 12:50
Kómedíuleikhúsið verður í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag, 7. desember. Sýndir verða tveir leikir úr smiðju leikhússins en gaman er að geta þess að frítt verður á báðar sýningarnar. Leikurinn hefst kl.14 þegar ævintýrið vinsæla Dimmalimm verður sýnt. Uppfærslan hefur notið mikilla vinsælda og hefur verkið nú verið sýnt um 70 sinnum bæði hér heima og erlendis. Seinni leikurinn verður svo á fjölunum í Þjóðmenningarhúsinu kl.16. Þar er um að ræða jólaleikritið Jólasveinar Grýlusynir sem er á leikferð í borginni þessa dagana. Og nú vita allir hvar þeir geta verið á morgun. Heimsókn í Þjóðmenningarhúsið á sunnudag verður sannarlega ævintýraleg og skemmtileg.
TAKK PALLI
4.12.2008 | 16:26
Svæðissendingar halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ÞJÓÐLEGAR HLJÓÐBÆKUR
10.11.2008 | 13:11
Kómedíuleikhúsið hefur verið að hasla sér völl á hljóðbókamarkaðnum með vandaðri útgáfu á þjóðlegum hljóðbókum. Um er að ræða gömlu íslensku þjóðsögurnar sem eru sóttar í hin ýmsu þjóðsagnasöfn. Þegar hafa verið gefnar út þrjár þjóðlegar hljóðbækur og í nóvember er von á þeirri fjórðu. Hljóðbækur Kómedíuleikhússins fást í Eymundsson um land allt og ýmsum verslunum og ferðamannastöðum. Einnig er hægt að panta þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins í vefverslun leikhússins www.komedia.is , verslun. Rétt er að geta þess að hljóðbækurnar eru sendar frítt hvert á land sem er. Þjóðlegu hljóðbækurnar eru sniðugar við hin ýmsu tækifæri hvort heldur í bifreiðina, vertrarbústaðinn eða við uppvaskið. Síðast en ekki síst eru hljóðbækurnar frábærar til gjafa t.d. í jólapakkann. Hér að neðan eru upplýsingar um þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins:
HLJÓÐBÆKUR
VÆNTANLEG Í NÓVEMBER
ÞJÓÐSÖGUR AF STRÖNDUM
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 93 mín.
Verð: 1.999.-kr (FRÍ HEIMSENDING)
Panta: komedia@komedia.is
Strandir eru mjög fægt og þekkt þjóðsagnasvæði þar sem álfar, draugar, tröll og ýmsar furðuverur hafa verið á sveimi lengur en elstu menn muna. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval sagna af Ströndum sem sótt eru í þjóðsagnasöfn Arngríms F. Bjarnasonar, Helga Guðmundssonar og Jóns Árnasonar. Sögunum er skipt niður í fimm flokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Tröllasögur og loks Ýmsar sagnir. Þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins hafa fengið úrvals góðar viðtökur og víst er að Þjóðsögur af Ströndum er enn ein perlan í hljóðbókaútgáfu leikhússins.
ÞJÓÐSÖGUR ÚR BOLUNGARVÍK
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 93 mín.
Verð: 1.999.- kr. (FRÍ HEIMSENDING)
Panta: komedia@komedia.is
Á þessari hljóðbók les Elfar Logi úrval sagna úr safni fræðimannsins Finnboga Bernódussonar frá Bolungarvík. Sögurnar eru í bókinni Sögur og sagnir úr Bolungarvík sem naut mikilla vinsælda enda er bókin löngu uppseld. Bolungarvík er ekki stórt svæði en þar hefur margt merkilegt gerst enda skiptir stærðin sjaldan máli. Sögunum á þessari hljóðbók er skipt í þrjá flokka sem eru Dulræn fyrirbæri, Sjávarfurður og Tröllasögur. Þjóðsögur úr Bolungarvík er sannkölluð perla í þessari hljóðbókaútgáfu Kómedíuleikhússins enda er hér á ferðinni vönduð útgáfa þjóðsagna að vestan.
ÞJÓÐSÖGUR ÚR ÍSAFJARÐARBÆ
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 92. mín.
Verð: 1.999.- kr. (FRÍ HEIMSENDING)
Panta: komedia@komedia.is
Ísafjarðarbær er stórt og mikið sagnasvæði sem nær allt frá Dýrafirði til Hornstranda. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval magnaðra þjóðsagna úr Ísafjarðarbæ. Sögurnar eru alls 33 og er skipt niður í fimm þjóðsagnaflokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ er vönduð útgáfa sem inniheldur einstakan sagnaarf í vönduðum flutningi.
ÞJÓÐSÖGUR ÚR VESTURBYGGÐ
Uppseld hjá útgefanda en gæti verið fáanleg á hinum ýmsum sölustöðum hljóðbóka Kómedíuleikhússins t.d. í Eymundsson, Flakkaranum á Barðaströnd og í Sælukjallaranum á Patreksfirði.
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 99. mín.
Verð: 1.999.- kr.
Panta: Uppseld hjá útgefanda
Vesturbyggð er mikið sagnasvæði þar hafa skrímsli, tröll, álfar og ýmsar furðuverur verið á sveimi svo elstu menn muna. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval þjóðsagna úr Vesturbyggð. Alls eru fluttar 33 sögur og er þeim skipt niður í fimm þjóðsagnaflokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Hér er á ferðinni vönduð útgáfa sem inniheldur einstakan sagnaarf í vönduðum flutningi.
FRÍ HEIMSENDING Í VEFVERSLUN KÓMEDÍU
7.11.2008 | 11:30
PÉTUR OG EINAR Í KVÖLD
6.11.2008 | 13:01